Sagnir - 01.06.2006, Síða 100
Þó svo að jöfn réttindi verði bundin í lög er þó bjöminn ekki unninn.
Eins og fyrmefnd dæmi um afstöðu sumra kirkjunnar manna sýna ríkir
ekki um það fullkomin eining að jöfn réttindi samkynhneigðra og
gagnkynhneigðra eigi að verða að vemleika. Það hlýtur því að vera von
þeirra sem berjast fyrir jöfnum réttindum að þetta viðhorf eigi eftir að
breytast í áranna rás.
Mikið hefur breyttist í málefnum samkynhneigðra hér á landi, á
tímabilinu milli 1975 til 2005. Hommar og lesbíur vom óviðurkenndur
og ónefndur hópur samfélagsins og þessi orð vom skammaryrði
sem naumast vom viðhöfð í návist bama. Að vissu leyti vom
samkynhneigðir eins og holdsveikir á öldum áður, hinir ósnertanlegu.
Nú mega samkynhneigðir staðfesta sambúð sína fyrir lögum og ættleiða
böm maka sinna og kirkjan, sem áður fordæmdi þá, er með málefni
samkynhneigðra á dagskrá, með semingi þó.
Það tímabil sem hér hefúr verið tekið til utnfjöllunar markar upphaf
sitt að mörgu leyti af því þegar Hörður Torfason lýsti því yfir að hann
væri samkynhneigður í viðtali í tímaritinu Samúel árið 1975. Eins og
leitast hefur verið við að varpa ljósi á hefúr mikið vatn mnnið til sjávar í
umfjöllun um samkynhneigð og málefni henni tengdri, bæði hvað varðar
orðalag og skoðanir almennings. Orðin samkynhneigð, hommi og leshía
hafa á síðustu tveimur áratugum fest sig í sessi í tungumálinu á meðan
orð á borð við kynvilla og kynvillingur þykja niðrandi. Skoðanakannanir
sýna að almenningur hér á landi virðist almennt ekki vera fordómafullur
í garð samkynhneigðra og meirihluti þjóðarinnar segist hlynntur því
að samkynhneigðir megi gifta sig, ættleiða böm og njóta allra þeirra
mannréttinda sem gagnkynhneigðir njóta.
Þessar viðhorfsbreytingar má að stómm hluta þakka baráttumönnum
og -konum fýrir auknum réttindum samkynhneigðra hér á landi, með
starfsmenn Samtakanna '78 og annarra félaga samkynhneigðra fremsta
í flokki. Auk þess gætir almennra viðhorfsbreytinga víða annarsstaðar í
samfélaginu í átt að auknu frjálslyndi á ýmsum sviðum. Opnari umræðu
um kynlíf má nefna í því samhengi.
Baráttufólk samkynhneigðra gerði sér snemma grein fyrir því
að sýnileikinn var þeirra helsta vopn í baráttunni, bæði gegn fáffæði
og fordómum, enda hefúr árangurinn ekki látið á sér standa. Síaukin
þátttaka almennings í Hinsegin dögum ár hvert er lýsandi dæmi um
aukinn stuðning almennings við baráttumál samkynhneigðra. Ekki þarf
að efast um þau áhrif sem aukinn sýnileiki í samfélaginu hefúr á fólk
sem er að koma út úr skápnum. Margfoldun félagafjölda í Ungliðahópi
Samtakanna '78 á árunum 2004 og 2005 sýnir að sýnileikinn verður
seint ofmetinn hvað þetta varðar. Þegar alnæmi kom fram á sjónarsviðið
á 9. áratugnum beindust spjótin að samkynhneigðum en vopnin til
vamar voru þau sömu, sýnileiki og aukin umræða. Feluleikurinn og
hræðslan við hinn óþekkta sjúkdóm viku fyrir opinni umræðu og auknu
forvamarstarfi.
Barátta samkynhneigðra fyrir því að fá að gifta sig, ættleiða og
fara í tæknifrjóvganir til jafns við gagnkynhneigða hefúr verið helsta
keppikefli Samtakanna '78 og annarra félagasamtaka síðan á 9.
áratugnum. íslendingar hafa staðið framarlega í brautryðjendastarfi
tengdu samkynhneigðum, á eftir Dönum og Hollendingum í röðinni en
framar mörgum öðmm Evrópuþjóðum. Enn er þó talsvert í land þar til
jafnrétti samkynhneigðra og gagnkynhneigðra telst hafa náðst fram hér
á landi. Samkynhneigðir mega ekki gefa blóð í blóðbönkum, lesbíur
mega ekki fara í tæknifrjóvgun og samkynhneigð pör mega ekki láta
gefa sig saman í kirkjum. Verði fmmvarpið sem lagt verður fyrir Alþingi
árið 2005 um aukin réttindi samkynhneigðra samþykkt í heild sinni má
þó heita að samkynhneigðir hafi jafnan rétt á við gagnkynhneigða fyrir
lögum. Þá yrði Island eitt af fyrstu löndum í heiminum að viðurkenna
jafnan rétt samkynhneigðra og gagnkynhneigðra.
Þó svo fmmvarpið verði að lögum em margir kirkjunnar menn
sem mótmæla viðurkenningu á samkynhneigð sem eðlilegum hluta
mannlífsins og enn heyrast raddir þeirra í þjóðfélaginu sem em ósáttir
við þau réttindi sem samkynhneigðir hafa fengið og eiga að fá, verði
títtnefnt fmmvarp að lögum.
Baráttan stendur því enn yfir og er hvergi nærri lokið. Það er því
í höndum samkynhneigðra og aðstandenda þeirra að halda merki sínu
á lofti og hinna í þjóðfélaginu að taka vel á móti og halda umræðunni
gangandi uns ekkert þykir eðlilegra en ástir samlyndra hjóna, sama
hvers kyns þau em.
cTífvísanir
1 „Gleðidagur á sorglegum gmnni.“ Morgunhlaðið. 1. júlí 1998.
Bls. 52.
2 Stefán Jónsson „Um kynjarannsóknir“. Skímir: ný tíðindi hins
íslenzka bókmenntafélags. 96. 1922. Bls. 98.
3 „Kynvilla á Islandi.“ Mánudagsblaðið. 23. nóvember 1953. Bls.
1.
4 „Kynvilla á íslandi", bls. 1.
5 Illugi Jökulsson o.fl. Island í aldanna rás 1900-2000. Saga lands
og þjóðar ár frá ári. Sigríður Harðardóttir (ritstjóri) Ég held héma eigi
að vera svigi, athugið hvort það er ekki rétt.. Reykjavík, 2003. Bls. 183-
84.
6 Þorvaldur Kristinsson. Hinsegin dagar. „Brot úr sögu
samkynhneigðra a Islandi." Vefslóð: this.is/gaypride —> Hinsegin dagar
—> Brot úr sögu samkynhneigðra á Islandi.
7 Þorvaldur Kristinsson. Samtökin '78. „Að hasla sér völl. Stutt
ágrip af sögu samkynhneigðra á Islandi." Vefslóð: www.samtokin78.is.
—> Greinar —> Að hasla sér völl....
8 Stefán Jónsson. „Um kynjarannsóknir", bls. 98-99.
9 Illugi Jökulsson o.fl. Island í aldanna rás..., bls. 183-84.
10 „Það verður sprenging" Samúel. 3. tbl. 7. árgangur. Agúst 1975.
Bls. 2-3, 20-21 og 26-27.
11 „Enginn tekur mark á skugganum," Tímarit Morgunblaðsins. 28.
ágúst 2005. Bls. 19.
12 „Enginn tekur mark á skugganum.", bls. 19.
13 Þorvaldur Kristinsson. Samtökin '78. „Að hasla sér völl. Stutt
ágrip af sögu samkynhneigðra á Islandi." Vefslóð: www.samtokin78.is.
—> Greinar —> Að hasla sér völl....
14 Þorvaldur Kristinsson. Samtökin '78. „Að hasla sér völl. Stutt
ágrip af sögu samkynhneigðra á Islandi." Vefslóð: www.samtokin78.is.
—> Greinar —> Að hasla sér völl....
15„Kynvillingaveislurfærastmjögí vöxtíborginni. Afam/riag.s'ú/ad/V).
7. mars 1977. Bls. 2.
16 „Hommar virðast hafa meiri þörf fyrir fleðulæti en aðrir.“
Helgarpósturinn. 6. ágúst 1982. Bls. 17.
17 „Þessi fúndahöld em óæskileg.“ Helgarpósturinn. 16. júní 1983.
Bls. 20 og 21.
18 „Varnauðgað afhomma“ Timinn. 29. júní 1986. Bls. 4 og 5.
19 Þorvaldur Kristinsson. Samtökin '78. „Að hasla sér völl. Stutt
ágrip af sögu samkynhneigðra á íslandi." Vefslóð: www.samtokin78.is.
—> Greinar —> Að hasla sér völl....
20 „Konur sem elskast". Mannlif. Desember 1987. Bls. 66.
21 Hafliði Kristininsson, Samúel Ingimarsson, Eric Guðmundsson,
Knut Gamst, Friðrik Ó. Schram, Asmundur Magnússon, Gunnar
Þorsteinsson, Magnús Bjömsson og Halldór Gröndal. „Löggjöf sé
byggð á kristnu siðferði." Morgunblaðið. 14. febrúar 1996. Bls. 11.
22 „Meirihluti hlynnúar hjónaböndum samkynhneigðra".
Moigunblaóið. 22. júlí 2003. Bls. 9.
23 Gallup. Vefslóð: www.gallup.is —> Viðhorfsrannsóknir —>
Þjóðarpúls —> 2004 —> Meirihluti vill leyfa giftingar samkynhneigðra.
- „Viðhorfið til hjónabands samkynhneigðra". Morgunblaðið. 1. júlí
2004. Bls. 22.
24 „Það sem ekki er talað um er ekki til.“ Morgunblaðið. 1. mars
2005. Bls. 9.
25 „Samkynhneigð til skoðunar í aðalnámsskrá.“ Morgunblaðið 5.
mars 2005. Bls. 6.
26 Stefna Háskóla Islands gegn mismunun. Samþykkt á Háskólafundi
18. febrúar 2005. Háskóli Islands. Vefslóð: www.hi.is —> Um H.I. —*>
Stefnumál Háskóla Islands —> Stefna gegn mismunun. Bls. 6.
27 Þóra Björk Hjartardóttir. „Baráttan um orðin. Orðanotkun tengd
samkynhneigð". Islenskt mál og almenn málfræði. 26. árgangur.
Reykjavík, 2004. Bls. 83-84.
28 Þóra Björk Hjartardóttir. „Baráttan um orðin.“, bls. 104.
29 Þóra Björk Hjartardóttir. „Baráttan um orðin.“, bls 101-105.
30 „Orðið kynvillingur ekki notað.“ Morgunblaðið. 12. apríl 2005.
9S ‘^Saanir doo6
Bls. 2.