Sagnir


Sagnir - 01.06.2006, Page 103

Sagnir - 01.06.2006, Page 103
vrfct/íun sajnýrœöifejra fieimifcfa á verafcfarveýnum vefsíðu á vefnum og upp úr því byrjaði notkun veraldarvefsins að vaxa upp úr öllu valdi.1 Núna líta flestir á veraldarvefinn sem sjálfsagðan hlut. Segja má að veraldarvefurinn sé búinn að bætast í hóp þeirra þjónustuleiða sem tengir híbýli okkar við umheiminn. Auk þess að fá heitt og kalt vatn, rafmagn, sjónvarp og útvarp fáum við nú upplýsingar í gegnum veraldarvefinn. I hnotskum er intemetið staðall sem segir til um það hvemig ein tölva getur sent gögn yfir á aðra tölvu. Ef notandi tölvu ákveður að senda tölvupóst til annars notanda er tölvupósturinn íyrst brotinn niður í pakka. Hver pakki veit i hvaða tölvu hann var búinn til og á ferðalaginu um netið er skráð í pakkann hvaða staði á netinu hann hefur heimsótt. Tölva notandans sem sendi pakkann og allir þeir staðir sem veita honum viðtöku em með sérstakt einkennisnúmer sem engin önnur tölva hefur. Þetta er svokölluð IP tala. IP talan er þannig úr garði gerð að hún segir nokkum veginn til um hvar í netheiminum viðtakandinn er. Þannig hoppar pakkinn á milli tölva sem innihalda upplýsingar um hvert best er að senda pakkann næst miðað við IP tölu þess sem pakkinn á að fara til. Þetta hljómar ef til vill einfalt og er það í raun. Að láta eitthvað á netið felst í því að skrár em staðsettar á sérstöku svæði inn á tölvu sem er opið fyrir beiðnum frá öðmm tölvum um að viðkomandi skrá verði send út af tölvunni. Flækjan felst aftur á móti í því hvemig hið gríðarlega stóra tengslanet milli tölva þróast og breytist með tímanum. Tölvur em í sífelldri þróun og er því stanslaust verið að skipta þeim út. Margar af þessum tölvum innihalda gögn sem aðgengileg em af veraldarvefnum og þá þarf að flytja gögnin á milli tölva ef þau em talin mikilvæg. Ef þau em ekki talin mikilvæg hverfa þau ofl með tölvunum sem skipt er út. Einnig breytast þau gögn sem mest em notuð mjög hratt þar sem stöðugt er verið að endurbæta þau og laga en sjaldnast er haldið eftir eintökum af gögnunum eins og þau vom áður. Engin meðvituð stefna um geymslu gagna er til staðar nema þá hjá einstaka stofnunum og fyrirtækjum. Oft týnist líka aðgangur að gögnum um leið og útlits- eða viðmótsbreyting á sér stað. Einnig verður að hafa í huga að fyrirtæki og stofnanir setja ekki allar sínar upplýsingar á netið. Allt sem fyrirfinnst á netinu er þar vegna þess að einhver ákvað að það skyldi látið á netið þar sem allir gætu skoðað það.2 ^Sffíjotiny verafcCarveýsins Talað er um að veraldarvefurinn skiptist gróflega í tvo hluta: Yfirborðsvefinn og hinn „djúpa“ eða „ósýnilega" vef. Þegar talað er um yfriborðsvefinn er átt við þann hluta vefsins sem er aðgengilegur í gegnum flestar leitarvélar. Þetta em yfirleitt statískar heimasíður sem einungis taka breytingum fýrir tilstuðlan eigenda þeirra, sem sjá sjálfir um að bæta við eða taka út upplýsingar af síðunum. Yfirborðsvefurinn er það sem flestir sjá fyrir sér þegar talað er um veraldarvefinn. Hann samanstendur af fréttasíðum, persónulegum heimasíóum og síðum opinberra stofnana, o.fl.. Hægt er að skoða blogg eða kvikmyndagagnrýni á yfirborðsvefnum. I rauninni er yfirborðsvefurinn það sem yfirleitt er átt við þegar talað er um netið. Ósýnilegi vefurinn er aftur á móti það fyrirbæri sem fæstir kannast við. Hann samanstendur aðallega af vefsíðum sem mynda viðmót ofan á gagnagmnna. Stundum er hægt að finna upphafssíður þessara gagnagmnna en oftar en ekki em þetta lokaðir gagnagrunnar sem krefjast aðgangsheimildar. Allar þær síður sem krefjast aðgangsheimilda em einnig partur af hinum ósýnilega vef. Astæðan fyrir því að þessar síður em kallaðar „ósýnilegar" er sú að þær koma ekki fram í algengustu leitarvélum. Flestar leitarvélar em takmarkaðar við svonefndar kyrrstæðar (e. static) vefsíður sem em með opinn aðgang. Þó geta kyrrstæðar síður einnig verið ósýnilegar ef ekki er til tengill á þær af síðu sem þegar hefúr verið færð inn á lista leitarvélar. Þegar ný síða er stofnuð þarf nefúilega að skrá hana inn á leitarvél. Ef það er ekki gert getur þó nægt að heimasíða sem þegar hefúr verið skráð sé með tengil inn á nýju síðuna.3 Ósýnilegi vefúrinn er gríðarlegt gímald af upplýsingum sem getur verið gagnlegt að kynna sér. Hann er rúmlega 500 sinnum stærri en yfirborðsvefurinn og þar er hægt að finna upplýsingar sem hvergi em til annars staðar. Vandamálið felst auðvitað í því að ná aðgangi að þessum upplýsingum. Besta leiðin til að ná í upplýsingar af ósýnilega vefnum er að hafa augun opin þegar leitað er á vefnum. Síður sem bjóða upp á leit í gagnagmnnum em oft ekki ósýnilegar sjálfar en efnið sem þar er hægt að leita að er yfirleitt ósýnilegt. Oft er hægt að finna slíkar leitarsíður með því einfaldlega að bæta orðinu „gagnagmnnur“ eða „database" við þau leitarorð sem notuð em í hefðbundnum leitarvélum. Einnig em til sérstakar leitarvélar sem leita á ósýnilega vefnum. Dæmi um þetta er t.d. bein leit (e. direct search) (www.freepint.com/gary/direct.htm). Einnig er oft aðgangur að ósýnilega vefnum í gegnum akademískar vefskrár eins og Librarians Index (lii.org), Academic Info (www.academicinfo. net) og Infomine (infomine.ucr.edu) þar sem valið er og hafnað hvað skal birt í skránni.4 Til að ákvarða hvaða gagn er að vefnum þurfa menn að vita hvaða tegundir heimilda er þar að finna, í hvaða magni og gæðum og hvaða takmarkanir fylgja þeim. veýsfður :m ínnihalda sagnfræðilegan fróðleik em margar og þeim fer sífellt fjölgandi. Þessum síðum er haldið úti af bæði stofnunum og einstaklingum. Það er sérstaklega hætt við því að þær séu litaðar af skoðunum og/eða fordómum viðkomandi aðila. Gæði þessara síðna eru gríðarlega mismunandi. Hægt er að finna síður af þessu tagi auðveldlega með öllum helstu leitarvélum. Gott safn af síðum um íslenska sögu, svo dæmi sé nefnt, er að finna á Söguslóðum (www.soguslodir.hi.is) og einnig er hægt að finna ýmsar síður um sögu á Vefbókasafninu (www.vefbokasafn.is). cS\aýfjce/[ur Bækur á vefnum em yfirleitt á svokölluðu ebook eða rafbókafonni sem til em margar tegundir af og þarf ólík forrit til að lesa. Aðrar bækur em einfaldlega settar fram sem vefsíður sem lesast skulu í vafra. A vefnum er sjaldnast hægt að finna fúllan texta fræðibóka. Þetta er þó að breytast hratt. Nefna má áætlanir Google og franskra stjómvalda um að koma heilu bókasöfnunum á netið.5 Google er nú þegar komið með gríðarlegt magn sagnfræðirita á netið en með takmörkuðum aðgangi. Þrátt fyrir það er hér um gríðarlegt magn heimilda að ræða og hægt að kynna sér efni bóka betur áður en maður kaupir þær.6 Annað dæmi um þessa þróun er FreeBooks4Doctors framtakið þar sem bækur fyrir lækna em settar í heilu lagi á vefinn. Margar eldri bækur sem ekki gilda lengur höfundarréttarlög um er hægt að nálgast hjá Project Gutenberg (www.gutenberg.org) sem er algerlega gjaldfijálst. Þar er að finna bækur á öllum mögulegum tungumálum, þar á meðal fjórar bækur á íslensku. Hægt er að finna ólöglega skannaðar bækur á vefnum og á svonefndum jafningjanetum (e. peer to peer net). Yfirleitt er þá um að ræða söluhæstu skáldsögumar hverju sinni. Einnig er auðvitað hægt að kaupa rafbækur beint á netinu. Til er þó nokkur fjöldi síðna sem selja slíkar bækur en lítið er þar um fræðibækur. Hér fýlgir skrá yfir vefsíður sem fróðlegt er að skoða til þess að fá nasasjón af því hvað er í boði á vefnum. ^yyrrstce <5 ar Kyrrstæðir vefsíður si Vefslóð Útskýring onlinebooks.library. upenn.edu/ sub j ects.html University of Pennsylvania Library. Listi yfir bækur eftir efnisflokkum. www.free-booK.co.uk Okevnis rafbækur á netinu. texts.cdlib.org/ucpress University of Califbmia Press. Rafbækur með takmarkaðan aðgang. Bækur merktar „Public" em öllum aðgengilegar. Mjög góð síða. www.historyebook.org Aðgengilegt gegnum háskólaáskrift. www.bartleby.com/ nonfiction/ Ýmsar fræðibækur hjá Bartleby útgáfu. www.kellscraft.com/ textcontentssubjectlist. html#History Gamlar sögubækur trá því snemma á 20. öld. www.nap.edu/ The National Academy Press. Hægt að lesa margar bækur ókeypis á netinu. Sáralítið um sagnfræðilegt efni þó. www.globusz.com/ history.asp Sagnfræðibækur aðgengilegar á netinu. Síður sem þessar er nokkuð auðvelt að finna með því að leita í öllum L ^Sajnir zoo<$ IOI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.