Ný dagsbrún - 30.03.1969, Síða 4

Ný dagsbrún - 30.03.1969, Síða 4
4 30. marz r NY DAGSBRUN Útgefandi: Sósíalistafélag Reykjavíkur Ritnefnd: Steingrímur Aðalsteinsson (áb) Drífa Viðar Friðjón Stefánsson dr. Ingimar Jónsson Ragnar Stefánsson Stefán Ögmundsson Framkvæmdastjóri: Ritstjórn, auglýsingar Friðrik Kjarrval og afgreiðsla: Tjarnargata 20 — Sími 1 75 10 Lausasöluverð kr. 15 Prentsmiðjan Edda hf. .-iil LOG Sósíalistafálags Reykjavíkur 1. gr. Félagið heitir: Sósíalistafélag Reykjavíkur. 2. gr. Tilgangur félagsins er: a) Að vinna íslenzka alþýðu til fylgis við grundvallarkenningar marxismans og fylkja henni til baráttu að því marki að koma á sósíaliskum þjóðfélagsháttum á íslandi. b) Að sameina launastéttirnar til baráttu fyrir bættum kjörum, þjóðfrelsi og auk- inni menningu. 3. gr. Tilgangi sínum hyggst félagið ná m. a. með fundahöldum, fræðslu- og útgáfustarfsemi. Félagið setur sér stefnuskrá, er marki nánar leiðir og starfsaðferðir til þess að koma mál- um samtakanna í framkvæmd. 4. gr. Félagsmenn geta orðið allir þeir, sem viður- kenna framanskráðan tilgang félagsins og skuldbinda sig til að vinna að framgangi hans. Nýir félagsmenn skulu bomir upp til samþykktar á félagsfundi, og þurfa tveir félaggmenn að mæla með þeim. 5. gr. Stjóm félagsins er skipuð 7 mönnum og 3ur til vara. Skulu formaður og varaformaður kosnir sérstaklega, en stjómin að öðru leyti í einu lagi. Meiri hlutí stjórnar skal ávallt vera skipaður fólki úr samtökum launamanna. Stjómin stýrir málefnum félagsins milli f unda. Kosnir skulu 2 endurskoðendur reikn- inga félagsins og 1 til vara. 6. gr. Félagið skiptist í deildir eða starfshópa sam- kvæmt nánari ákvörðun félagsstjórnar. Hver deild hefir 3 manna stjóm, sem stýrir starf- semi deildarinnar milli deildarfunda og und- irbýr þá. Að öðru leyti setja deildirnar sér starfsreglur í samráði við félagsstjóm. 7. gr. Stjórn félagsins og formenn deildanna mynda fulltrúaráð félagsins. Félagsstjóm kallar fulltrúaráðið saman þegar hún þarf að taka mikilvægar ákvarðanir, en ekki er fært að ná saman f élagsfundi. 1/3 þeirra, sem sæti eiga í fulltrúaráði, geta krafizt fundar í full- trúaráðinu með 2 daga fyrirvara, en skylt er þeim þá að tilgreina fundarefni. 8. gr. Félagsgjöld em ársfjórðungsgjöld frá kr. 100,00 til kr. 500,00 á ársfjórðungi. Félags- stjóm er þó heimilt að lækka félagsgjöld tekjulauss fólks niður í kr. 25,00 á ársfjórð- ungi. NÝ DAGSBRÚN Guðni Guðnason: Verkalýöurinn hefur ekki efni á aö afsala sér kauphækkunum Með samningum verkalýðs- félaganna í júní 1964 varð sú grundvallarbreyting á bar- áttu verkalýðsins fyrir bætt- um kjörum, að horfið var frá baráttunni fyrir hækkun tímakaupsins, þ. e. grunn- kaups, en hinsvegar gerðir víð tækir samningar um veiga- mikla þætti í almennum fé- lagsmálum þjóðarinnar, og loforð sem fengust frá ríkis- valdinu í þessum efnum, lögð tli jafns við beinar kauphækk anir. Stærsti þátturinn í samn- ingum verkalýðsforystunnar á hinum almenna félagsmála grundvelli var um húsnæðis- málin, og þá fyrst og fremst um hækkun lána til íbúða- bygginga. Lofaði ríkisvaldið því að byggja upp nýtt lána- kerfi fyrir íbúðabyggjendur og var gengið frá frumdrög- um þess í umræddum samn- ingum. Lánsfjárins átti að afla að verulegu leyti með 1% skatti á greidd vinnulaun, en hækk- un lána til íbúðabygginga átti að verða all veruleg með þessu móti eða úr 150 þús. kr. í 280 þúsund krónur á íbúð. í samningunum mun hafa verið talið að þessi þáttur þeirra mundi vega á móti kauphækkunum að einhverju leyti, en jafnframt var það vitað að launaskatturinn mundi skerða möguleika verkalýðsins til þess að fá hækkað kaup framvegis. Þessu er beinlínis lýst yfir af forystuliði verkalýðshreyf- ingarinnar við samningslok. Ríkisvaldinu hefur með öðr um orðum tekizt að kúga for- ustulið verkalýðshreyfingar- innar til þess að falla frá við- urkenrdum rétti til kaup- hækkunar í þetta sinn og skert kauphækkunarmögu- leika verkalýðsins í framtíð- inni fyrir loforð um aukið fé til húsnæðisbygginga. En auk þess var sett í samningana á- kvæði um vísitölugreiðslur á lánin. — Með því ákvæði voru settar óbeinar þvinganir á verkalýðinn, sem hlutu að lina hann í kröfum hans um vísitölugreiðslur á kaup sitt, en það er einn helzti varnar- garðurinn, sem skýlt getur verkalýðnum fyrir flóðbylgj- Guðni Guðnason. um verðsveif lnanna í auðvalds þjóðfélagi. — Með þessu vísi- töluákvæði var staða verka- lýðsins orðin sú, að hækkun á kaupgjaldsvísitölu þýddi stórfellda hækkun á þeim skuldabagga, sem nokkur hluti verkalýðsins hefur bund ið sér með húsnæðislánunum eftir hinu nýja kerfi. Lán þessi urðu fljótlega svo óhagstæð vegna vísitöluálags ins, að jafnvel ríkisvaldið sá sér ekki annað fært en að draga úr fullum vísitölu- greiðslum á lánin. Þannig að nú fellur á árgreiðslur af lán- unum aðeins helmingur af hækkun kaupgjaldsvísitöl- unnar. Þessi linun á ókjör- unum leysir þó lítið þann vanda, sem lántakendur þess ara lána eru í gagnvart þeim einstæðu lánskjörum, sem ríkisvaldið býður hér upp á. Kjörin á þessum lánum eru á góðri leið að verða ein hin verstu, sem um getur í þessu landi. Má vera, að rikisvaldið verði neytt til þess um síðir að stöðva hina árvissu hækk- un lánanna, er úr hófi keyra ósköpin, en eins og ríkisvald- ið skammtaði verkalýðsfor- ystunni lánskjörin á sinum tíma, mun það einnig velja þann tíma, sem því hentar til þess að stöðva okrið, sem það stendur fyrir með lánastarf- semi þessari. Það er sem sagt ekki vitað, hvenær ríkisvald- ið er búið að finna aðrar leið- ir til þess að ræna fátækt verkafólk, og það er heldur ekki vitað, hvort ríkisvaldið muni selja stöðvun þessara ó- kjara á lánum til fátæks verkafólks við einhverju verði til verkalýðsins, ef til þess kæmi, en hitt er víst, að krafa verkalýðsins, sem stynur und ir byrðinni af sínu lífsfram- færi, hlýtur að vera sú, að hin óhæfu ákvæði um vísitölu- greiðslur á íbúðarlán verði tafarlaust afnumin. — Jafn- framt hlýtur það vera vera krafa alls verkalýðs, að horf- ið verði frá þeirri stefnu, sem tekin var af verkalýðsforust- unni við samningana í júni 1964, þ. e. að semja fyrst og fremst eða eingöngu um fé- lagsleg réttindi á almennum þjóðmálagrundvelli, en fella niður dægurkröfur verkalýðs ins um hækkun tímakaups t. d. eða önnur þau réttindi, sem verkalýðnum eru lífs- nauðsyn til þess að geta mætt fjandsamlegu fjármála- og ríkisvaldi i sókn þess gegn fj árhagslegum og félagsleg- um réttindum verkalýðsins. Sú sókn rikisvalds og fjár- málavalds hefur orðið verka- lýðsstéttinni næsta skæð á viðreisnartímabilinu og mál er að linni. 9. gr. Aðalfundur félagsins skal haldinn í janúar eða febrúar ár hvert. Fastir dagskrárliðir aðalfundar eru þessir: 1. Skýrsla stjómarinnar. 2. Reikningar fé- lagsins fyrir síðastliðið ár. 3. Kosning stjórn- ar og varastjórnar. 4. Kosning endurskoð- enda og varaendurskoðanda. Reikningsár félagsins er almanaksárið. 10. gr. Afl atkvæða ræður úrslitum við allar at- kvæðagreiðslur í félaginu. 11. gr. Sá félagi, sem vinnur í opinberri andstöðu við lög og yfirlýsta stefnu félagsins, er brott- rækur. 12. gr. Lögum þessum verður aðeins breytt á aðal- fundi. Sampykkt á aðalfundi 23. fébr. 1969 i

x

Ný dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.