Ný dagsbrún - 30.03.1969, Síða 7

Ný dagsbrún - 30.03.1969, Síða 7
30. mara 7 NY DAGSBRUN En-ga verzflyn Framhald af bls. 1. ig, að hún væri laun fyrir dýr mætasta tíma mannsins, hvíldartímann. Sú stefna hef ur og alla tíð ríkt, fram til 1964, að krafan um eftirvinnu prösentuna væri sem hæst og þyrfti að ná 100%. Þau rök voru fram færð fyrir þessari skoðun, að hvíldartíminn væri í raun og veru aldrei of' goldinn; að hár yfirvinnu- taxti væri verndun fyrir hinn raunverulega vinnudag, vegna þess að atvinnurekendur myndu, eftir því sem þeir gætu, koma sér hjá að láta vinna dýra eftirvinnu. Á eft- irvinnu bæri ekki að líta sem leið til aukinna tekna, heldur skyldi hár eftirvinnutaxti vera víggarður fyrir helgan rétt til hvíldar. Þess vegna ber að skoða eftirvinnuprósent- una sem réttindi í samning- um, fremur en kaupgjaldsat- riði. Við vitum að það er miklu meiri erfiðleikum bundið fyr- ir eignastéttina að afnema réttindi, sem verkalýðsfélög- unum hefur tekizt að festa í samningum, heldur en að rýra kaupmátt dagvinnu kaupsins. Til þess hafa at vinnurekendur og ríkisvald fjölmargar leiðir, eins og dæmin sanna: Afnám vísitölu á laun, gengisfellingar, tolla- hækkanir, söluskatt, afnám verðlagseftirlits, hækkanir skatta og opinberra gjalda o.s.frv. Og hvað mundu þeir leiðtogar, sem gerðu júnísam- komulagið, nú telja, að eftir standi í dagvinnukaupi verka fólks af því, sem af eftirvinnu töxtum var klipið? Sannleik- urinn er sá, að eftir standa ó- viðunandi dagvinnutekjur og skert eftirvinnuprósenta. HVERJU ÆTLA ATVINNU- REKENDUR AÐ FÓRNA? Þeir, sem þykjast eygja lausnir á vísitölumálinu, með ofangreindum kúnstum,halda því fram, að eftirvinnu- kaunið skipti engu máli, þvi au se um svo litla eftirvinnu ið íWía. Ekki geta þetta nú talizt rökvís sjónarmið, og skki heldur langsýn. Eftir hverju eru atvinnurekendur að slægjast með slíkum tilboð um? Þeir segjast vera í ör- þroti með allt sitt og ekki geta séð af nokkrum eyri til þess hluta fyrirtækjanna, sem þeir kalla „mannafla“. Af hverju geta þeir frekar bætt við dagkaupið, ef eftirvinnu- prósentan er færð niður, þeg- ar engin aukavinna er unnin, heldur en greiða hækkunina beinlínis, sem verðbætur á kaup? Ætli skýringin sé ekki sú, að eignastéttin er sam- stillt og harðdræg og lætur ekkert af hendi ótilneydd, nema hún fái það goldið í öðru. Hún vill, nú þegar, tryggja sér sem ódýrast vinnu afl, þar sem hún er nauð- beygð til að láta vinna eftir- vinnu, en það er einkum hjá hinum mikla fjölda fólks, sem að fiskaflanum vinnur. Atvinnurekendur horfa líka til þess tíma, þegar ástand at vinnumálanna hefur aftur snúizt við, atvinnuleysið þok- að ásamt þeim stjórnarvöld- um, sem leiddu það í garð. Þá geta þeir yljað sér við það í hvert skipti, sem eftirvinna er unnin, að hafa átt fram- sýni til þess að þurrka að mestu út mismun dags og nætur í kaupgjaldi vinnu- stéttanna. UM LÍFEYRISSJÓÐ. Um lífeyrissjóð, til handa þeim félögum, sem ekki hafa fengið hann, er það að segja, að enda þótt slíkt sé veruleg kjarabót, er fjarri lagi að líf- eyrissjóður geri verkafólki auðveldara að lifa af launum sínum. Atvinnurekendur þyrftu skv. viðtekinni hefð að greiða í sjóðinn 6% og hver launamaður 4% af þeim laun um, sem ekki hrökkva til lífs- framfæris. Hver maður sér, að slík samningsgerð og sam- staða um hana nú, er óhugs- andi, ef hún á að leiða til þess, að verðbætur á kaup verði skertar. Þvert á móti er hækk un iauna umfram verðtrygg- inguna nauðsynleg forsenda fyrir lífeyrissjóði. Ef svo ólíklega bæri til, að tekið yrði að verzla með vísi' tölukröfuna fyrir lækkun aukavinnuprósentunnar, lif- eyrissjóð o. fl., hlyti það ó- hjákvæmilega að leiða til þess, að sú samstaða sem til þessa hefur verið byggð á Frá Raznoexport, U.S.S.R. MarsTradingCompanylif Aog B gæðaflokkar. Aim auan .1/V3 sími 1 73 73 einni kröfu: Verðtryggingu á kaup, hlyti að verða til end- urskoðunar hjá þeim félög- um, sem þegar hafa fengið líf eyrissjóði fyrir mörgum ár- um, og sögðu samningum upp fyrst og fremst til þess að tryggja kaupmátt laun- anna. En hvað dvelur lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn? Um hann hefur verið mikið rætt hin síðari ár og yfirlýst sem stefnu þeirra, er með völdin fara, að komið verði á einum lífeyrissjóði fyrir alla lands- menn. Hér virðist því fyrst og fremst vera um að ræða lög- gjafarmál, sem knýja þarf á um, að komið verði í fram- kvæmd. KRAFA ASÍ-ÞINGS VAR EKKI MARZSAMKOMULAG- IÐ ENDURBORIÐ. Ekki verður annað sagt, en óvenjulega sé þegar í upphafi, unnið að samningm þeim, sem nú hafa staðið nærri því mánuð. Félögin, sem fulltrúa eiga í 16 mannanefndinni, hafa aldrei mótað kröfuna um verðtrygginguna, né túlkað skilning sinn á samþykktum Alþýðsambandsþings varð- andi hana. Ályktun sú, sem 1. fundur 16 mannanefndarinn- ar samþykkti, var loðin og ekki stefnumarkandi í þessu efni. Enda hafði nefndin ekk ert umboð til þess að marka stefnuna, það var að sjálf- sögðu félaganna sjálfra að gera það. í Þjóðviljanum 23. marz segir leiðarahöfundur blaðs- ins, að Alþýðusambandsþing sl. haust hafi samþykkt, „að hin skerta verðtrygging, er samið var um í fyrra, héldist óslitið. Um þessa lágmarks- kröfu var ekki deilt á þingi Alþýðusambbandsins,“ segir blaðið. Þetta er alrangt. Það er ekki eitt orð um það í álykt- un síðasta Alþýðusambands þings um kjara- og efnahags mál, að það sé hin skerta verð trygging marzsamninganna, sem barizt skuli fyrir í þeim samningaumleitunum, sem upp yrðu teknar. Þvert á móti sögðu verka- /lýðsfélögin upp marzsam- komulaginu, vegna þess, að þau töldu sig ekki geta unað við skerðingarákvæði þess, sem alltaf verða meiri og til- finnanlegri, eftir þvi sem vísi tölugreiðslan verður stærri hluti teknanna. KRAFAN ER EIN: VERÐ- TRYGGING LAUNA. Það ber hér allt að sama brunni: í stað þess að láta fé- lögin sjálf móta kröfuna um verðtrygginguna, eru hinir og aðrir einstaklingar og blöð með ótímabærar fullyrðingar um það, hverjar hinar raun- verulegu kröfur verkalýðs- samtakanna séu. Verkalýðs- iwn ixnt er enginn greiði j HEMLAVIÐGERÐIR Rennum bremsuskálar Slípum bremsudælur Límum á bremsuborða Hemlastílling hf. Súðavogi 14. — Sími 30135 TRESMIÐAÞJONUSTAN Lyngbrekku 30 veitir húseigendum fullkomna viSgerða- og viðhalds- þjónustu á öllu tréverki húseigna þeirra, ásamt breyt- ingum og annarri smíSavinnu úti sem inni. — Sími: 4 10 55 Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi meS dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. — REYNIÐ VIÐSKPTIN — BÍLASPRAUTUN Garðars Sigmundssonar Skipholti 25 — Sími 19099 og 2098S gerður með slíku háttalagi og það er síður en svo til þess fallið að efla samstöðu henn- ar. Með því aðgerðarleysi og vífilengjumj sem einkennt hefur samningafundina nú í heilan mánuð, er engu líkara en atvinnurekendur og ríkis- stjórn hafi, af ásettu ráði, gert þá að vettvangi tll þess að kljúfa félögin í samstöð- unni um visitöluna. Þeir vita það, að verðtrygging kaupsins er eina krafan, er sameinað getur verkalýðshreyfinguna alla, eins og nú standa sakir, og þá bregða þeir upp mýrar- ljósum og láta í það skína, að margskonar kaupsýsla sé hugsanleg um þessa megin- kröfu. Þessvegna er það nú brýnni þörf en fyrr að verkalýðsfé- lögin taki sjálf af skarið, móti sjálf verðtryggingarkröfuna og láti fulltrúa sína í 16 manna nefnd vita það, að um hana eina ber að semja. S-Ö- Afangar Framhald af bls. 3. gert af tómri mannvonzku. Enn er eitt víví-svar í rammagrein Morgunblaðsins á NATÓ-afmælinu: „Eigin hagsmunir fslend- inga — og — sauieinast í holl ustu okkar við Atlantshafs- bandalagið. ‘ Okkur er spurn hverjir séu eigin hagsmunir okkar i sam- bandi við Atlantshafsbanda- lagið. Rökrétt svar er ófáan- legt, nema það séu orðnir eig- in hagsmunir íslendinga eftir margra ára hersetu: öheiðar- leiki og ríkidœm.i fárra út- valdra, su siðferðileg og menn ingarleg spilling sem hernám erlendrar þjóðar hefur l för með sér, hervœðing landsins og kjarnorkuvopn til að eyða mannlifi annarsstaðar á hnettinum og um leið okkur sjálfum. D V

x

Ný dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.