Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla - 01.05.1922, Blaðsíða 8

Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla - 01.05.1922, Blaðsíða 8
T ilgangur. Skólinn er íslenzk, kristileg mentastofnun. Lúterskur krist- indómur og íslenzka eru hyrningarsteinar kenslu og áhrifa skól- ans. Hann á a'ö hafa áhrif á hæfa unga menn, aö þeir garigi í preststööu í kirkjufélgi voru, en hann vill hlynna sem bezt aö öllu vestur-íslenzku mentafólki, kenna þeim aö leggja rækt viö gullið, sem kristindómurinn og kynstofn þeirra hefir gefiö þeim, og kenna þeim aö meta það og nota sem allra bezt til nytsemdar landinu, sem þeir hafa hér eignast. Námsskrá. Skólinn kennir alt þaö, sem tilheyrir miöskólanámi í Mani- toba-fylki, býr nemendur undir inngöngu í háskólann og býr undir annars flokks kennaraleyfi. Hann fylgir því þeirri les- skrá, sem mentamáldeild fylkisins og háskólinn skipa fyrir. íslenzka er skyldunámsgrein fyrir alla íslenzka nemendur skól- ans, og allir lúterskir nemendur skólans eru skyldugir aö taka þátt í kristindómsnámi því, sem þar fer fram. Skólinn er starfræktur af kirkjufélaginu og hefir kirkju- þing hiö æðsta vald í sambandi viö stofnunina. Þaö kýs niu menn í skólaráö til aö annast skólann. Eru þrír kosnir á hverju þingi til þriggja ára. Kennararáð sér um alt hiö innra í skólan- um. Þaö, ásamt tveimur mönnum, sem Skólaráðið kýs til þess, myndar öldungaráöiö, sem gefur fullnaöarúrskurö viðvíkjandi aga og öðru i skólanum, en alt aöal verkiö, sem tilheyrir stjórn skólans, er í höndum skólastjóra. Nemendur. Allir þeir, sem lokiö hafa barnaskólanámi eöa því sem næst, og leggja rækt viö námiö, eru velkomnir i skólann, hvort sem þeir eru innan kirkjufélagsins eöa utan. Fclagslíf og iþrótur. Gott samlyndi ríkir i skólanum. Skemtifundir eru haldnir af skólafólkinu sjálfu annan hvern föstudag. Skólapiltar koma vanalega saman einu sinni i viku til likamlegra íþrótta. Viö nám og fjör og leiki myridast sterk bönd, sem binda þetta unga námsfólk saman. Allur skólinn kemur saman einu sinni á dag til aö taka þátt í guðræknisathöfn. Ætlast er til, aö aldrei sé nemandi fjar- verandi frá þeirri athöfn.

x

Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla
https://timarit.is/publication/1030

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.