Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla - 01.05.1922, Blaðsíða 11

Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla - 01.05.1922, Blaðsíða 11
9 viö aö þekkja og viröa nemendur úr öörum bygöarlögum; og viö fundum svo innilega til þess, aö viö erum öll systkini, og að þaö, sem sérstaklega átti aö tengja okkur saman, var íslenzkt þjóðerni og kœrlciksríkur kristindómur. Nú vil eg spyrja: Væri þetta hægt i enskum skóla? Þeirri spurning get eg svarað hiklaust, því aö eg hefi reynt þaö sjálfur síðan: Nei, það er ómögulegt. Viö læröurn íslenzku á skólanum, og sá lærdómur var sér- staklega rnikils viröi, vegna þess, aö viö fundum þar alt af sam- eiginlega til þess, aö við erum af íslenzku bergi brotin, og aö meö því aö læra íslenzku, vorum við aö læra aö lesa okkar eigin hjörtu. Þaö tengdi okkur nánar saman; og roðinn, sem stund- um færöist í kinnarnar, þegar við lásum íslenzk ljóð og ís- lenzkar sögur, bar þess ljósan vott, aö íslenzkt blóö, blóðið Gunnars og Njáls, streymir enn í okkar æöum, þótt viö fáum ekki litiö — nema i anda — íslenzkar hlíðar og hóla. Og þetta vona eg að verði, Á meðan H'ekla hefir bál að bjóða og brýzt fram nokkur foss um jökuls'lóð. Og ástin, sem við berum til fósturlandsins væna, sem svo vel hefir tekið á móti okkur og vafið okkur verndarörmum, hún eykst við þaö, að licr skulum við hafa tækifæri til að njóta arf- leiföarinnar íslenzku líka; og viö finnum, aö fósturlandið krefst þess, að við varðveitum þennan arf, og rækjum þakklætisskyldu okkar við Canada, og leitumst viö að verða meiri menn og kon- ur og listfengari og mentaðri borgarar, sakir auðuga móður- málsins okkar, i staö þess að kasta því frá okkur. Á Jóns Bjarnasonar skóla varð okkur það ljóst, að íslenzkan er dýrmæt gjöf Guös til allra þeirra, sem af islenzku bergi eru brotnir, og að þaö er skylda okkar fyrir Guöi, og skylda við þetta land, að ávaxta það pund, sem Guð hefir gefið okkur, en ekki að grafa það í jöröu. En skólinn gjörði meira. Hvergi annars staðar hefi eg oröiö var við hinn sanna, kærleiksríka, einlæga, og frjálsa anda kristindómsins, eins og þar. Marga góða, fagra og hreina hgsun hefir skólastjóri vakið hjá nemendum sínum. Með blessaða dæminu frelsarans hefir hann vermt hjörtu okkar og eins og dregið þar einhverja skýlu frá, svo aö við gætum betur notið hins guðlega sólarljóss, sem alt af er nóg af, ef við að eins getum lært aö opna hjörtu okkar fyrir því, sem gott er.

x

Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla
https://timarit.is/publication/1030

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.