Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla - 01.05.1922, Blaðsíða 12

Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla - 01.05.1922, Blaðsíða 12
10 Aldrei mun eg gleyma inndælu íslenzku sálmunum, sem viö sungum þar á hverjum degi. Og sérstaklega man eg eftir, aö |iessi var oft sunginn: Lærdómstími æfin er; Ó, minn Drottinn, veit eg geti Numiö alt, sem þóknast þér, Þína speki dýrast meti. Gef eg sannleiks gulli safni, Gef í vizku’ og náö eg dafni.— Þessi söngur hlýtur aö óma í hjörtum vorum til æfiloka. Þegar eg fór frá Jóns Bjarnasonar skóla, var þaö mín heit- asta þrá, aö skólinn mætti ha'da áfram aö vera leiðarstjarna .vestur-íslenzks æskulýðs og framleiða og opinbera i íslenzku þjóÖlífi hér þann sannleiks-kraft, sem Guö hefir veitt okkur. Okkur, islenzkum nemendum Jóns Bjarnasonar skóla, er það ljúf skylda, að benda Vestur-íslendingum, sem ekki hafa reynt hvaö skólinn er, á þaö, aö hann er óviðjafnanlegur fyrir nemendur, sem af íslenzku bergi eru brotnir. ---------o--------- KVEÐJURÆÐA, flutt, á árshátíö Jóns Bjarnasonar skóla 2. maí 1921, af Harald J. Steplienson. Herra forseti! Kæru tilheyrendur! Eg hefi verið beöinn aö segja fáein kveðjuorð fyrir hönd sambekkinga minna. Eg biö yður aö afsaka málið, því enn er eg ekki kominn svo niöur í íslenzku, að því sé ekki meira en litiö ábótavant. Skólaárin eru skemtilegasti tími æfinnar. Sál og líkami eru þá óbiluö og þá er sama sem ekkert, er amar aö eða skyggir á gleði lífsins. Margur maðurinn, þegar hann litur til baka og horfir yfir hin sælu skólaár, andvarpar af söknuöi. Skólaárin eru samt eitthvaö meira en gleði-tímabil i lifi manns. Þau ættu að vera frjósamasta timabil lfsins,i því aö það er á skóla- árunum, aö ungmennin þroskast að sál og líkama. Þau koma

x

Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla
https://timarit.is/publication/1030

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.