Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla - 01.05.1922, Blaðsíða 10

Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla - 01.05.1922, Blaðsíða 10
8 Kennarar. Séra Rúnólfur Marteinsson, B.A., B.D., skólastjóri og kennari í kristindómi, islenzku og ensku. Miss Salóme Halldórsson, B.A., kennari í frönsku, latínu og sögu. Miss May Anderson, B.A., kennari í stæröfræði og náttúruvísindum. ENDURMINNINGAR FRÁ JÓNS BJARNASONAR SKÓLA Eftir A. R. Magnússon. Eg hristi snöggvast af mér dimman dofa, í djúpið liðins tíma berast læt; Þá sé eg fvrir björtum röðli rofa Og rjúfa þögn eg heyri sönglög mæt. Jóns Bjarnasonar skóla minnist eg ávalt með klökku og þaklátu hjarta; meö söknuði yfir þvi, að hafa ekki getað notið hans lengur, og með glöðum huga, þegar eg hugsa til þess, að hann á eftir að gjöra það sama fyrir svo marga aðra, sem hann gjörði fyrir mig og fyrir okkur öll, sem þar áttum samleið á ferðalagi okkar í gegnum lífið. Fyrst af öllu og ávalt með hjartans þakklæti og djúpri virðingu, minnist eg skólastjórans, sein leiðbeindi okkur svo vel og okkur þykir svo vænt um: og eins hinna kennaranna, sem þá hjálpuðu til að gjöra þann tíma, sem eg naut skólans, svo frábærlega skemtilegan og nytsaman. Okkur er það víst öílum minnisstætt til þessarar stundar, hvað hin hjartanlega alúð og hreinskilni skólastjóra hafði góð og mikilvaég áhrif á okkur undir eins fyrsta daginn, þegar hann með hlýju brosi bauð okk- ur öll velkomin og lét í ljós þá ósk sína, að okkur mætti hepnast að færa okkur i nyt alt þaö góöa og háfleyga, sem við nú þegar sæjum aö hin brosandi framtíð vildi rétta að okkur, og að við mættum vinna saman í bróðerni með alúð og óbifanlegu trausti á sigur sannleikans. Það er víst ekki þýðingarlítið fyrir fram- tiðina, aö Jóns Bjarnasonar skóli dregur saman, i þessum anda og með þessu. augnamiöi, hina uppvaxandi íslenzku kynslóð í Vesturheimi. Nokkrir voru á skólanum úr mínu bygðarlagi, og sumum þeirra kyntist eg fyrst verulega þá. Það bezta í okkur, ef við annars áttum nokkuð, sem svo mætti kalla, hlaut að koma fram, undir áhrifum slíkra kennara. Og eins læröum

x

Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla
https://timarit.is/publication/1030

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.