Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla - 01.05.1922, Blaðsíða 9

Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla - 01.05.1922, Blaðsíða 9
7 Skólinn vill vera kristilegt heimili fyrir nemendurna og eiga þeir allir aö skoöa sig sem heimilismenn og allan hópinn sem vinahóp. Fjármál og stuSningur. Skólinn hefir þrjár tekjulindir: kenslugjald það sem nem- endur borga á ári, er $36.00 hver; aröur af Minningarsjóönum og frjálsar gjafir félaga og einstaklinga. VerSlaun. Herra Arinbjörn S. Bardal gaf skólanum verölaunabikar, sem hefir hlotiö nafniö Arinbjarnarbikar. Nafn þess nemanda, sem hæstu einkunn hlýtur við nám, í íþróttum, félagslífi skólans og hegðun, fær nafn sitt skrásett á bikarinn. Bikarinn sýnir nú nöfn slíkra nemenda frá byrjun. Tvö síöastliöin ár hafa $50 verið gefnir til verölauna í sam- bandi við hin opinberu próf nemendanna i hverjum bekk. Var upphæðinni skift í tvenn verðlaun, $30 og $20, og voru þannig sex verðlaun veitt í þessu sambandi í skólanum. í ár veröur upphæöinni skift i þrenn verðlaun, $25, $15 og $10, og verða þau níu talsins. 1 fyrra voru enn fremur veitt sérstök verðlaun í íslenzku og á síðastliðnu vori verðlaun bæöi í íslenzku og kistindómi. Skólaár. Skólinn hefur starf sitt í haust að 720 Beverley stræti 22. dag septembermánaðar, og stendur til siðari hluta júnímánaðar næsta vor. Hér um bil tveggja vikna fri er veitt um jólaleytið og liðugrar viku um páskana. Skólaráfí. Séra Kristinn K. Olafson, Mountain, N. Dak., formaður. Dr. Jón Stefánsson, Winnipeg, skrifari. Sigurður W. Melsted, Winnipeg, féhirðir. Jón J. Bíldfell, Winnipeg, vara-formaöur. Magnús Paulson, Winnipeg, vara-skrifari. Arinbjörn S. Bardal, Winnipeg. Séra Jónas A. Sigurðsson, Churchbridge, Sask. Séra N. Steingrímur Thorláksson, Selkirk, iMan.

x

Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla
https://timarit.is/publication/1030

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.