Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla - 01.05.1922, Blaðsíða 14

Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla - 01.05.1922, Blaðsíða 14
ilisanda, sem hefir hjálpaö til aö gera hin síöustu ])rjú ár ]>au skemtilegustu, sem eg hefi lifað. “Mentun án kristindóms er varasöm”, liafa margir miklir menn sagt, og aö þetta sé satt, er engin ástæöa til aö efa. Skól- inn er eitt af þeim beztu verkfærum til þess aö kenna kristindóm, og ef að þaö hefði veriö meira um krisindóm í mentun heimsins, þá væri ástandið betra en þaö er. Ef að þetta er satt, þá er hægt aö segja, aö J. B. skólinn sé sérstaklega góður í þessu til- liti, því að þar haldast mentun og kristindómur í hendur. Þar höfum við okkar stuttu morgunbænir, þar sem skólastjórinn les stuttan kafla úr bibliunni, við syngjum einhvern íslenzkan sálm og heyrum stutta bæn. Marga góða hugsun hefir skóla- stjóri vakið hjá nemendum sínum við þessa stuttu morgunbæn og það hefir hjálpaö okkur á réttan veg. Við höfum líka krist- indómsfræöslustundirnar, þar sem við aimað hvort lesúm Guðs orð eða höfum samtal um það. Þessar stundir hafa fært mér betri skilning kristindómsins heldur en nokkuö annað, og eg veit, að sambekkingar mínir álita það sama. Eg er vlss um, að hvergi annars staðar mun eg finna eins hreinan, sannan og ein- lægan anda kristindómsins, eins og í Jóns Bjarnasonar skóla. Með þakklæti mun eg ætíö minnast hins andlega styrks, sem mér veittist á skólanum. Eitt af því, sem ætti að vera íslendingum dýrmætt; er móö- urmáliö. Og í Canada ættu íslendingar að halda við sinu móð- urmáli, en ekki að kasta því burt. íslenzk tunga er mjög fögur og íselnzkar bókmentir hafa í sér að geyrna margt, sem er undur fagurt, og íslenzk saga segir frá mörgu, sem íslendingar mega vera stoltir af. Og það er óþolandi, að íslenzk ungmenni, sem hér alast upp, séu svift þessum fjársjóði. Eg kann litið í ís- lenzku og hér um bil alt, sem eg kann í móöurmálinu, hefi eg lært á Jóns Bjarnsonar skóla, en það bezta, sem skólinn hefir gefið mér, er löngun til þess að komast betur niður í íslenzku máli. Að þekking á íslenzku sé bæði skemtandi og fræðandi, er ekki unt að neita. Það gefur betri skilning á ensku máli og er eins gott, ef ekki betra, en latínan sem námsgrein. Og við, sem erum nú að kveðja skólann, erum undantekningarlaust þakklát fyrir iþað, að hafa gengið í skólann, þar sem okkur gafst kostur á að læra mál forfeðranna. Samt hefir okkur ekki verið kent, að við séum neinir út’endingar í Canada. Við tilheyrum Canada í orðsins fylsta skilningi, elskum Canada og viljum vinna þessu landi alt það gott, sem við megnum.

x

Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla
https://timarit.is/publication/1030

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.