Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla - 01.05.1922, Blaðsíða 15

Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla - 01.05.1922, Blaðsíða 15
.13 ÞaS er með sorg, aö eg hugsa til þess að kveöja skólann, en eg fæ huggun í því, aö eg veit, aö eg skil að minsta kosti eitt eftir. Það' eru stafirnir mínir, sem eru skornir í ýmsum stööum i skólanum. Eg veit aö eg skil eftir marga vini og hvergi ann- arsstaðar mun eg finna eins skemtilegan hóp af nemendum, eins og á J. B. skólanum. Eg mun sakna kunningjanna og oft óska, að vera kominn aftur i þeirra tölu, þar sem vinarþelið á heinia. En þannig er ljfið; eg verð að kveðja ykkur, vini mína. Ósk mín er sú, að þið haldið uppi heiðri skólans í framtíðinni. En það, sem mér sárnar mest, er hugsunin um, að eg verði að kveðja kennarana. Eg veit, að þó eg fari þangað sem eg vil, þá mun eg aldrei finna kennara lika þeiin, sem eg kveð. Þau hafa hjálpað mér og bekkjunautum mínum yfir margar torfær- ur og hafa uppfrætt okkur eins vel og við höfum getað tekið við. Þau hafa útlistaö og um síðir látið okkur skilja. Þau hafa farið seint og komið snemma, æfinlega vinnandi fyrir okkur. Þau hafa verið ströng, þegar þess þurfti við, og væg, þegar það var bezt, og við höfum oft verið, þó mér leiðist að segja það, alt annað en góðir nemendur, og ef við stöndumst prófin, vitum við að það verður þeim að þakka, en ekki okkur. Og þess vegna er það, að mér fellur sárt að skilja við gamla skólann, af því eg veit, að eg skil við kennara, sem eiga ekki sína jafningja, og til að sýna það, að eg er að fara með rétt mál, þá þarf ekki annað en að benda á það, sem skólinn hefir afkastað i liðinni tíð og bera það saman við aðra skóla af sama tægi; og þetta er að rnestu leyti að þakka kennurunum. Megi þau lifa lengi til ]>ess að hjálpa öðrum eins og þau hafa hjálpað okkur. Eg mun aldrei geta fullþakkað þau góðu forlög, er sendu mig á bezta skólann, sem eg hefi gengið á þrjú ár og nú kveð. o-

x

Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Jóns Bjarnasonar skóla
https://timarit.is/publication/1030

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.