Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 01.01.1946, Blaðsíða 4

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 01.01.1946, Blaðsíða 4
4 ARROÐINN ætti að gera sjálfur eða að ihafa for- göngu í. Það er oft nóg, að bæjar búar sjái að þeir hafa, sem bæjarfull- trúa menn, sem eitthvað vilja gera- og hugsa um hag íbúanna en einblína ekki alltaf úrræðalausir á það, að þessi og þessi einstaklingur geri hlutina fyrir sig. Annar höfuðatvinnuvegur okkar Is- lendinga er landbúnaður. Hér á Akra- nesi eru mikil skilyrði til ræktunar; við eigum lönd sem mikið vatnar á að séu fullræktuð og hér í grennd eru lönd, sem hægt væri að kaupa án þess að skerða verulega lífsafkomu þeirra, sem þau byggja. Þessi lönd þurfum við nú að rækta; ekki vegna þess að ég haldi, að landbúnaður verði nokkurntíma að- alatvinnugrein okkar Akumesinga, heldur á það að vera styrkur til öflunar okkar daglega brauði. Með því sem hef- ur verið gert í Garðalandi er vísir í rétta átt; þó er það alltof skammt á veg komið og ekki skipulagt á sem beztan hátt. Fólkinu, sem vill notfæra sér það að hafa túnblett sem getur gefið af sér sem svarar handa einni eða fleiri kúm er gert þet-ta alltof dýrt með því að ekki skuh vera hægt að hafa sam- eiginlegan stofnkostnað um byggingar sem með þurfa, og þá einnig um hirð- ingu. Garðalandið og önnur lönd sem bærinn eignast, þurfa að verða nytjuð á tvennan hátt; í fyrsta lagi sem tún og í öðru lagi sem matjurtagarðar. Þessu þarf að deila niður þannig, að sem flest- ir geti haft jarðarafnot til þess einungis að létta undir með heimilum sínum. En svo er einn þáttur 'í þessu enn, sem bærinn hefur ekki sinnt um. Eins og við vitum öll, er aðalatvinnuvegur okk- ar Akurnesinga sjósókn og kemur til með að vera. Sjóinn geta menn ekki stundað nema að vissum aldursskeið- um. Því er það oft að menn við sæmi- lega heilsu verða að hætta að stunda sjó. Þetta eru menn vanir allri vinnu, með fulla starfslöngun. Er það ekki skyldi bæjarfélagsins að styrkja þá á einhvern hátt, mennina sem búnir eru að færa björg í bú? Okkur ber skylda til að færa björg í bú. Okkur ber skylda til þess að þessir menn geti lifað á eigin spýtur, ef þeir hafa krafta tdl þess; og væri það ekki einn liðurinn í þeirri hjálp að úthluta þessum mönnum landi því, sem bærinn er búinn að yrkja, svo þeir gætu lifað af kartöflurækt, hænsna- rækt eða öðru, sem þeir myndu kjósa sér frekar og hæfði þeim betur meðan starfskráftar endast? Iðnaður. Iðnaður hér á Akranesi hefur verið mjög htill og stafar það fyrst og fremst af því, hve lítið rafmagn við höfum átt við að búa. Nú eru allar líkur fyrir því að úr þessu rætist mjög bráðlega, með virkjun Andakílsár. I því sambandi viljum við, sem að A-listanum stönd- um, að bærinn hafi forgöngu í því að láta fara fram rannsóknir á því, hvern- ig rafmagnið getur komið að sem mest- um og beztum notum til iðnaðar. Bær- inn verður að hafa forgöngu í þessu máli vegna þess að hér getur verið um stórar atvinnugreinar að ræða, sem fyrir hendi kunna að verða, vegna þessa breytta viðhorfs í rafmagnsmál- um okkar; og þó má ekkert til spara, svo það geti farið sem bezt úr hendi. Hér á Akranesi eru að mörgu leyti góð skilyrði til þess að hér geti orðið iðnaðarbær. Það er stutt til höfuðborg- ar landsins, sem hefur það í för með sér, að stutt er um alla aðdrætti. Og eftir því sem samgöngur batna, er það enn líklegra að svo verði. Á þessum forsendum ættum við hér á Akranesi að hafa betri aðstöðu til þess að vera samkeppnisfærari við Reykjavík en flestir bæir á landinu. Þvf hlýtur sú rannsókn að fara fyrst og fremst fram í því hversu við getum farið inn á þann iðnað sem fyrir er í landinu og keppt við hann. Og í öðru lagi verður rann- sóknin að fara fram á þeim grundvelli, að athuga möguleika á nýjum iðngrein- um, en til þess að árangur náist í því, áht ég, að það þurfi að fá sérfróðan mann til þess að rannsaka það. Það hefur verið rætt um það að reisa hér á landi sementverksmiðju, áburðar- verksmiðju og fleira mætti telja, sem þegar hefur verið rætt um en ekki að fullu gengið frá hvar slíkar verksmiðjur yrðu reistar. Hlýtur það því ekki að verða hlutverk hinnar nýkjörnu bæjar- stjórnar að hafa vakandi auga á því að framhjá Akranesi verði ekki gengið í þessu efni? Eg er sannfærður um það, að bærinn á að gangast fyrir slíkum rannsóknum, því ein bæjarstjóm hefur skyldur frá sínum umbjóðendum til þess að vinna að þeirra fjárhagslega stjálfstæði. Einnig kemur til mála, að bærinn reisi verksmiðjur eða stuðli að því að félög eða einstaklingar geri það. Onnur atvinnumál. Það eru einnig önnur atvinnumál, sem hin nýkjörna bæjarstjóm verður að láta til sín taka og ekki heyra að öllu leyti undir það, sem ég hef tekið fyrir hér að framan. Samgöngumál okk- ar hafa verið í mjög miklum ólestri hin síðari ár, en nú er sem betur fer eitt- hvað að greiðast úr í þeim efnum og á ég þá við þær ráðstafnir sem fráfarandi bæjarstjórn hefur gert í því að fá ferju yfir Hvalfjörð, sem bærinn ræki á sinn kostnað. Eins og við vitum, em sam- göngumál hvers bæjar eitthvert veiga- mesta atriðið í lífsafkomu hans. Því verð ur að halda vel á þeim málum svo að við Akurnesingar höfum sem mest upp úr því sjálfir en látum ekki aðra fleyta rjómann þar af. Ef ferjan verður á Hvalfirði, þá er það víst að margir munu hafa augastað á því, að reka fólks og vöruflutninga á milli Akraness og Reykjavíkur og ég er viss um það, að ef hin nýkjörna bæjarstjórn hjálpar ekki þeim félögum eða einstaklingum hér á Akranesi, sem hug hafa á þessari atvinnugrein, þá muni ekki vel fara og það er beinlínis skylda bæjarstjórnar- innar að vinna vel og öttullega að þess- um málum; því hvað þýðir þetta at- vinnulega séð? Það þýðir það, að í sam- bandi við þetta munu margir menn komast í atvinnugrein, sem hér er ó- þekkt áður að mestu. Þá er það önnur atvinnugrein, sem við erum vissir um, að muni hafa mikla þýðingu sem sumaratvinna margra Ak- urnesinga. Eins og allir vita er mikið lag't upp úr því hjá hverri þjóð að fá sem mest af ferðamönnum til sín, og eins á það að vera hjá okkur Íslending- um. Nú er það svo, að alhr staðir á landinu eru ekki eins vel til þess falln- ir, að laða að sér ferðamenn, og eins er það, að misjafnlega er unnið að því, að svo verði. Við Akurnesingar eigum hér einn stað sem samkeppndsfær er við alla aðra staði á landinu síns eðlis og þó víðar væri leitað, en það er Langi- sandur. Það er alveg víst, að svona möguleika eigum við að notfæra okkur, Við eigum að láta fara fram rannsókn á því, hvað gera þarf til þess að Langi- sandur verði notaður sem baðströnd.

x

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.
https://timarit.is/publication/1031

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.