Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 01.01.1946, Blaðsíða 8

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness. - 01.01.1946, Blaðsíða 8
8 ARROÐINN Til verkakvertna Fyrst að mér gafst tækifæri til, get ég ekki látið hjá líða að beina til ykkar nokkrum orðum í sambandi við í hönd farandi bæjarstjómarkosningar. Það hafa verið lagðir fram 4 listar, listi Sjálf- stæðisflokksins, Sósíalistafélags Akra- ness og óháðra, Frámsóknarflokksins, og Alþýðuflokksins. Mun ég í örfáum orðum geta þeirra Mtillega til að skýra álit mitt og afstöðu til hinna fram- komnu lista. Vil ég þá fyrst geta lista Sjálfstæðis- flokksins og bæjarstjórnarmeirihlutans. Veit ég að ekki þarf að benda ykkur á að þar fer andstæðingur verkalýðsins, sem er skipaður að mestu leyti öllum helztu og stærstu atvinnurekendum og kaupmönnum þessa bæjar. Við þekkj- um þessa menn í dag og við þekkjum þá frá fyrstu árum verkalýðshreyfing- arinnar hér á Akranesi, sem hikuðu þá ekki við, að ganga i berhögg við nauð- synjamál fjöldans, og tröðkuðu á sann- gjörnum kröfum sjómanna, verka- manna og kvenna. Enda þótt traust sam- starf verkafólksins á Akranesi hafi Stundum eru þessir mannvesalingar það óheppnir að fara að bjóða sig og bjóða, og það kannske með afslætti á afslátt ofan, hjá flokk, sem alls ekki kaupir menn á uppboði, og vill ekki aðra meðlimi en þá, sem fylgja flokkn- um af sannfæringu og vegna ríks skiln- ings á ástandi og þörfum lands og þjóð- ar. — Hún er þekkt setningin: „Leitið, og þér rnunuð finna“, og hún reynist oft sönn, einnig gagnvart þessum upp- boðsvarningi, manntetrunum, sem eru að reyna að selja sig og enginn áhugi er fyrir að kaupa. Með því að leita stöð- ugt má vera, að þeir hitti andlegan sálu- félaga, er tekur þá undir húsþak sitt. Svo er þessi hjálplegi sálufélagi ef til vill slíkur gæðamaður að ganga í því, að veslings hrakti uppboðsvarningur- inn er loksins keyptur fyrir slikk! Sú er helga sagan!!! — Verði þeim flokkum að góðu, sem gæða sér á slíkum bitum! í Akranesi kennt atvinnurekendum það fyrir nokkru að meirihluti bæjarbúa, verka- fólkið, lætur ekki hundsa sig þegar um kröfur þess er að ræða, þá fara þar samt ekki menn sem við munum trúa fyrir málefnum þessa bæjar. Þá vil ég vekja athygli á því að þar sem að listi Sósíalistafélags Akraness og óháðra er þar fer dulbúinn óvinur, skipaður mönnum ýmist úr þeim flokki sem grímuklæddir hafa smeygt sér inn í raðir íslenzks verkalýðs með sameining- arorð á vörum en takmarkið hefir verið að kljúfa eða veikja fylkingar hans, eða menn sem fengnir hafa verið að láni frá íhaldinu til að undirstrika margskonar samstarf þessara tveggja flokka. í sambandi við áðumefnda framkomu kommúniista til hagsmuna- baráttu verkalýðsins vil ég skýra ykk- ur frá litlu atviki sem kom hér fyrir í sumar og snerti að vissu leyti allar verkakonur hér í bæ og vakti þær til eftirtektar í þessu efni. Ég stundaði hér vinnu við síldar- söltun í vor og sumar, var saltað öðru hvoru allan júnímánuð án þess að nokkuð bæri til tíðinda, síðan var dautt tímabil allan júM og fram í miðjan ágúst að veiði hófst að nýju. Þegar söltun byrjaði aftur fór það brátt að kvisast að kaupið hjá okkur yrði mik- ið minna en sem greitt var í júní. Kom mér þetta kynlega fyrir, þar sem ég vissi að við unnum eftiir gildandi samn- ingi um þessa vinnu. En ekki leið á löngu þar til stjórn kvennadeildar Verklýðsfél. Akraness barst bréf frá Haraldi Böðvarssyni, þar sem hann fer þess á leit við deildina að hún lækki gildandi samning sem var kr. 11,95 fyrir tunnu að hausskera og slógdraga niður í kr. 7,93 vegna þess að þeir höfðu fengið áreiðanlegar heim- ildir frá Siglufirði, að þetta væri greitt þar fyrir þessa verkunaraðferð. Taldi hann sig ekki geta borgað meira en gert væri þar, og hótaði því bæði bréf- lega og munnlega að láta stöðva alla veiði og þar af leiðandi vinnu ef ekki væri farið að kröfum hans í þessu. Þótti mér harla ótrúlegt að ekki væru hærri vinnu'laun en þetta í sjálfum höf- uðstað síldarinnar, Siglufárðd, þar sem síldartaxtinn hérna var lægri en á Siglu- firði í stríðsbyrjun, en hafði hækkað hér prósentvís eins og annað kaup á stríðsárunum. En að fengnum upplýsingum reynd- ist það vera rétt hjá Haraldi Böðvars- syni að siglfirzkur síldartaxti væri ekki hærri en þetta og er þá vitað að hann hefir lítið hækkað öll stríðsárin. En þrátt fyrir þetta svaraði stjórn kv.d. V. L. F. A. Haraldi Böðvarssyni, að ekki yrði gengið á gjörða samninga og kröfur hans ekki teknar til greina. Og eins og öllum er kunnugt, sá hann samt ekki ástæðu til að stöðVa veiðina. Nú snerist athygli mín að stéttar- systrum mínum á Siglufirði, að þær skildu láta þennan taxta sinn lúra næstum öll stríðsárin á meðan að ann- að kaup hafði í ýmsum greinum hækk- að um allt að 100 prósent á sama tírna. Þarna var veila í verkalýðsbaráttunni og takið þið eftir verkakonur, þarna fóru kommúnistar með völd í verkalýðs- félagi og hafa gert það undanfarin ár. ( Eftir þessu mætti ætla það að í þessu félagi, eins og raunar fleirum sem komm únistar stjóma, að eitthvað hefði verið metið meira en kjör og kaup verka- kvennanna. Þetta litla dæmi sýnir okk- ur verkakonum og verkamannakonum, að þar sem frambjóðendur lista Sósía- listafélags Akraness og óháðra fara, þar eru ekki hinir réttu menn sem við trúum fyrir málefni þessa bæjar. Ég mun ekki lengja mál mitt með því að tala mikið um lista Framsóknar- flökksins, því hann er ekki líklegur til að koma að nokkrum manni, og er at- kvæðum því á glæ kastað sem til hans fara. Þá er listi Alþýðuflokksins, þess flokks sem í íslenzkri verkalýðs- og stjórnmálabaráttu hefir aldrei haft önnur sjónarmið en að vinna sem mest og bezt að bættum kjörum alþýðu fólks í landinu. Listi hans er hér á Akranesi skipaður frá upphafi til enda forvígis- mönnum verkalýðsbaráttunnar, og í baráttusætinu, 4. sæti, er einnig traust- ur forvígismaður íþróttamálanna og þar með æskulýðsins hér í bænum. Um atorku hans í þeim málum vitnar hin glæsilega íþróttahöll æskumannanna hér, sem undir forustu hans og fleiri

x

Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroðinn : blað Alþýðuflokksfélags Akraness.
https://timarit.is/publication/1031

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.