Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Qupperneq 8
ÓSinn S. Geirdal:
Knattspymufélagid Kári 25 ára
26. maí 1922 söfnuðust nokkrir drengir á Akra-
nesi saman í kálgarðinum við Árnabæ, ög hófust
umræður um hvort ekki mundi mögulegt að stofna
knattspyrnufélag; þá var ekkert formlega stofnað
knattspyrnufélag á Akranesi. Var mikill áhugi
fyrir málinu og svo fór að samþykkt var með öll-
um greiddum atkvæðum að stofna félagið, hinir
eiginlegu stofnendur urðu þó ekki fleiri en 10 og
skulu þeir nú taldir upp og aldur þeirra:
Albínus Guðmundsson, 13 áru.
Bjarni I. Bjarnason, 13 ára.
Gísli Bjarnason, 11 ára.
Gísli Sigurðsson, 12 ára.
Guðmundur Bjarnason, 13 ára.
Guðmundur Sveinbjörnsson, 11 ára.
Gústaf Ásbjörnsson, 14 ára.
Sighvatur Bjarnason, 10 ára.
Sigurður Helgason, 12 ára.
Sigurjón Sigurðsson, 12 ára.
Ekki var hinu nýstofnaða félagi valið nafn að
þessu sinni, nú vantaði það sem við þurfti til að
þetta gæti heitið knattspyrnufélag, sem sagt knött-
inn, en nú voru góð ráð dýr, því knötturinn kostaði
10 krónur, og það var enginn smápeningur i þá
daga, og varð því að ráði að hver félagsmaður
legði fram eina krónu en flestir áttu mjög bágt með
svo stóra upphæð, þó hafðist þetta með ötulli fram-
göngu félaga i fiskvinnu og fleiru. Svo nú var
knötturinn fenginn, en þá var enginn völlurinn,
en Langisandur rennisléttur og víðáttumikill, sér-
staklega um fjöru, kom nú í góðar þarfir, var nú
haldið þangað, en áður en æfingin byrjaði varð að
AKRANESMEISTARAR 1929
Efsía röS frá vinstri: Jón Steins-
son, Bjarni Bjarnason, Ólafur
Jónsson, Halldór GuSmundsson,
Gústaf Ásbjörnsson.
MiSröS frá vinstri: Hjörtur Sig-
urSsson, Valtýr Benediktsson,
SigurSur Þorvaldsson.
Fremsta röS frá vinstri: Hannes
GuSmundsson, Magnús Magnús-
son, Hannes Ölafsson.
6
AFMÆLIBLAÐ KÁRA