Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Blaðsíða 11
SIGURVEGARAR í HAND-
KNATTLEIK 1935
Aftasta röS frá vinstri: GuSjóna
GuSjónsdóttir, Steinunn Jónsd.,
Helga Jónsdóttir, Svafa Símon-
ardóttir, RagnheiSur Magnúsd.
MiSröS frá vinstri: Halldóra Ól-
afsd., RagnheiSur Sveinbjörns-
dóttir, Steinunn Svafarsdóttir.
Fremsta röS frá vinstri: Mál-
fríSur Þorvaldsd., Jóna Bjarna-
dóttir, Elin Bjarnadóttir.
K. A. og Kára. Þetta var fyrsta knattspyrnu- og
handknattleiksnámskeið, sem haldið var á Akra-
nesi, og var áhugi mikill og æfingar vel sóttar af
öllum flokkum. Á meðan á námskeiðinu stóð var
keppt um Knattspyrnubikar Akraness og tapaði
Kári þeim leik með 1:2. Að námskeiðinu loknu,
fylkti íþróttafólk liði í skrúðgöngu upp á knatt-
spyrnuvöll. Hann var þá uppi á Söndum, umgirtur
kálgörðum á alla vegu; var hann oft mjög blautur
og félagar illa liðnir af garðeigendum, eftir að búið
var að setja í garðana. íþróttafólkið tók sér nú
stöðu á leikvanginum og var keppt í þrem flokk-
um, en ekki voru neinar bikarkeppnir að þessu
sinni, leikar fóru þannig: f I. flokki sigraði Kári
með 3:2 og í III. flokk einnig með 2:0. í handknatt-
leik kvenna varð K. A. sigurvegarinn. Var það
fyrsta keppni kvenna í handknattleik á Akranesi.
Lauk þessu námskeiði með ágætum árangri og var
kennaranum haldið samsæti að skilnaði.
Kom nú nýtt líf í alla íþróttastarfsemi hér. Þótti
okkur gamli knattspyrnuvöllurinn ónógur i alla
staði og var leitað til hreppsnefndarinnar um nýtt
vallarstæði. Brást hún vel við og lét okkur í té
vallarstæði inn á Jaðarsbökkum, en það var hall-
fleytt túnstæði og þurfti mikillar lagfæringar við.
Vorið 1934 byrjuðu sjálfboðaliðar að vinna við
nýja völlinn, en það gekk heldur seint, sem von
var, því allt varð að vinna í frítímum og á sunnu-
dögum.
31. maí 1934 var stofnað hér fþróttaráð að til-
hlutan Axels Andréssonar, sem þá var aftur kenn-
ari okkar hér. Var hann fyrsti formaður, fulltrúar
frá Kára voru Gústaf Ásbjörnsson og Öðinn S.
Geirdal og hefir sá síðar nefndi alltaf síðan verið
fulltrúi Kára í íþróttaráði og í stjórn íþróttabanda-
lags Akraness, eftir að það var stofnað.
Vori? var votviðrasamt, og varð þá gamli völl-
urinn svo blautur, að við urðum stundum að æfa
inn á I .angasandi. Nýi íþróttavöllurinn var ekki
tilbúinn á þessu vori og var því keppt á gamla
vellinum.
17. júni 1934 var haldið fyrsta íþróttamót á
Akranesi, eftir að fþróttaráðið var stofnað. Gengið
var í skrúðgöngu upp á íþróttavöll og flutti séra
Sigurjón Guðjónsson þar skörulegt erindi. Keppt
var í I. og IIII. aldursflokki í knattspyrnu og enn-
fremur í hjólreiðum og sundi. Fóru leikar þannig,
að K. A. hlaut 13 stig, en Kári 3. I III. aldursflokki
var nú í fyrsta sinn keppt um bikar er Iþróttaráð
hafði gefið og vann K. A. með i:o. I I. flokki var
AFMÆLISBLAÐ KÁRA
9