Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Blaðsíða 12
einnig keppt um „Knattspyrnubikar Akraness“ og
vann K. A. með 2:0.
24. júní sama ár komu „Haukar“ frá Hafnar-
firði, I. flokkur og kepptu við K. A. og Kára sam-
einaða, og unnu Akurnesingar með 5:2. 12. ágúst
s. á. buðu félögin hér III. l'lokki úr Knattspyrnu-
félagi Reykjavikur hingað til keppni. Leikar fóru
þannig, að sameinað lið K. A. og Kára tapaði með
1 marki gegn 5. 19. ágúst, s. á., kepptu félögin hér
við félag úr Reykjvík, „Týr,“ í II. aldursflokki, og
vann Akranes með 5:2.
Axel Andrésson, formaður Iþróttaráðs, gaf þá
bikar til keppni milli K. A. og Kára í handknatt-
leik kvenna. Fór fyrsti leikurinn um þann bikar
fram 26. ágúst og vann K. A. með 7:4. Sama dag
kepptu félögin hér við Reykjavíkurmeistarana, Val
í I. flokki, og vann Valur auðveldlega með 6:0.
Af þessu öllu má sjá, að mikið líf hefir komið í
íþróttastarfsemina hér með tilkomu Axels Andrés-
sonar og stofnun Iþróttaráðs; var þá farið að bjóða
hingað knattspyrnuflokkum, sem ekki hafði tíðk-
azt áður, þótt sigrarnir væru litlir og engir sem
vonlegt var. Árið 1934 var ekki sigursælt fyrir
Kára, eins og sést hér að framan, en ósigrarnir eiga
ekki að vera til að lama íþróttafólk eða draga úr
því kjarkinn, heldur þver öfugt, til að hvetja það
til nýrra átaka og nýrra dáða og þá mun sigur
vinnast að lokum.
Eins og áður er sagt, hætti Ólafur Jónsson for-
mannsstörfum í félaginu 1932, og tók þá við for-
mannstörfum Jón Steinsson, er var formaður árin
1933 og 1934. Árið 1935 er kosinn formaður Óðinn
S. Geirdal, og gegnir hann því starfi til 1943 að
tveim árum undanskyldum, sem hann er gjaldkeri
1937 og 1938, en þá er formaður Ingólfur Run-
ólfsson.
Strax og frost er úr jörðu, 1935, fara félagsmenn
úr báðum félögunum að vinna að nýja íþrótta-
vellinum og er nú gengið rösklega til verks og
völlurinn, tilbúinn til að æfa á honum 12. júní.
Var nú æft af kappi og er Axel Andrésson enn
kennari félaganna.
16. júní 1935 er völlurinn vígður og afhentur
af oddvita, Jóni Sigmundssyni. Fer þá fram fyrsti
kappleikur á hinum nýja velli um Knattspyrnu-
bikar Akraness, milli K. A. og Kára. Vinnur Kári
þann leik með 4 mörkum gegn 2 og sæmdarheitið
„Rezta knattspyrnufélag Akraness.“
17. júní kepptu sömu félög í III. aldursflokki •
um III. flokksbikarinn og vann Kári með 7:2.
22. september var keppt um Handknattleiksbikar
kvenna og vann Kári með 6:5.
13. okt. þetta ár fóru knattspyrnufélögin héðan
í boði Knattspyrnufélagsins Víkingur í Reykjavík
í fyrsta sinn til keppni í Reykjavik. Ekki var
sú ferð sigurför fyrir Akurnesinga. Keppt var i I.
og II. aldursflokkum og unnu Víkingar I. flokk
með 6:1, og III. flokk með 9:0. Fengum við hinar
ágætustu viðtökur hjá Víkingum.
Á fundi i Kára, 1. desember 1935, var ákveðið,
SIGURVEGARAR
III. FLOKKI 1935
Aftasta röS frá vinstri: SigurSur
GuSmundss., Ársæll Valdimars-
son, Einar Árnason, GarSar
Benediktsson, Benedikt Elíasson.
MiSröS frá vinstri: Ragnar Leós-
son, Oddur Magnússon, GuSm.
GuSjónsson.
Fremsta röS frá vinstri: Eggert
Magnússon, HörSur Bjarnason,
GuSmundur Þór Sigurbjörnsson.
ÍO
AFMÆLISBLAÐ KÁRA