Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Qupperneq 13
SIGURVEGARAR
í II. FLOKKI 1938
Efsta röS frá vinstri: Ragnar
Leósson, Elí Gunnarsson, Ársœll
P. Bjarnason, Ársæll Valdimars-
son, Einar Árnason, ASalsteinn
Hallsson, þjálfari.
MiSröS frá vinstri: Sig. GuS-
mundsson, GuSundur Hjaltason,
GuSmundur GuSjónsson.
Fremsta röS frá vinstri: GuSm.
Þ. Sigurbjörnsson, GuSmundur
GuSjónsson, HörSur Bjarnason.
rP\ , Hft' í HL\ /
að ekki skyldi nú dragast lengur að stofna II. ald-
ursflokk í knattspyrnu í félaginu. Skyldi hann æfa
kappsamlega undir keppni næsta vor.
Arið 1936 er æft af kappi og fer fyrsta keppni
fram 1. júní á milli III. flokks Víkings úr Reykja-
vík og sameinaðs liðs K. A. og Kára og sigrar Vik-
ingur með 3:1. Víkingur var Reykjavíkurmeistari
í þessum aldursflokki.
5. júní fer fram fyrsti kappleikurinn hér milli
K. A. og Kára í II. aldursflokki og er keppt um
bikar, er K. A. og Kári höfðu gefið í félagi, og fóru
leikar svo, að K. A. vann með 1 :o.
6. júní kepptu K. A. og Kári um III. flokks bik-
arinn og sigraði K. A. með 2:1.
7. júní er keppt í Handknattleik kvenna og I.
flokk í knattspyrnu, um Knattspyrnubikar Akra-
nes, og fóru leikar svo, að K. A. vann handknatt-
leikinn með 2:1, en Kári vann I. flokks leikinn með
5:2 og sæmdarheitið „Bezta knattspyrnufélag Akra-
ness.“ Þetta sumar sendi Kári einn mann á Iþrótta-
mót Islands, og tók hann þátt í 1500 metra hlaupi
og varð 4. í röðinni; var það Grímur Magnússon.
19. júlí er III. flokk í Fram boðið upp á Akranes
til keppni og fara leikar svo, að Akranes vinnur
með 3:1.
Fyrsta keppni í IV. flokk milli K. A. og Kára
fór fram á þessu ári og vann Kári 2:0. Á þessu ári
hefir það áunnizt, að allir aldursflokkar í knatt-
spymu eru nú skipulagðir og farnir að keppa um
verðlaunagripi, sem allir vinnast til eignar nema
Knattspyrnubikar Akraness, sem fyrr er sagt frá,
en þó hefir IV. aldursflokkur engan grip enn til
að keppa um. Haustmót var í knattspyrnu í öllum
flokkum nema IV. flokki, en engar bikarkeppnir
voru að haustinu.
Árið 1937 er hér kennari Rögnvaldur Svein-
björnsson og er æft af kappi.
17. maí býður Kári Knattspyrnufélaginu Reynir
úr Sandgerði að koma til Akraness til keppni i I.
aldursflokki. Leikurinn var allfjörugur og endaði
með sigri Kára, 4:3. Var Sandgerðingum síðan
haldið kaffisamsæti og talað um, að Kári færi á
næsta ári til Sandgerðis í boði Reynis til keppni
þar, en úr því gat þó ekki orðið.
27.—30. maí stóð svo yfir vormótið á Akranesi.
Var keppt í öllum flokkum í knattspyrnu, hand-
knattleik kvenna og í frjálsum íþróttum: 100 m.
og 800 m. hlaupi, sundi, hjólreiðum, langstökki,
hástökki, kringlukasti og kúluvarpi. Leikar fóru
þannig, að frjálsíþróttamótið vann K. A., hlaut 41
stig. Kári 18 stig. Handknattleik kvenna vann K. A.
með 3:2. Knattspyrnukeppnin fór þannig: I. fl.
jafntefli 1:1, II. fl. K. A. 3:0, III. fl. Kári 2:1, og
IV. fl. Kári 1:0. Keppt var við Hauka í Hafnar-
firði þetta sumar og unnu Akurnesingar með 3:2.
Ennfremur var keppt við III. fl. í Fram, sem vann
með 3:2.
1938 var Aðalsteinn Hallsson ráðinn kennari
hingað og var hann í þjónustu beggja félaganna,
K. A. og Kára.
Vormótið í knattspyrnu hófst 2. júní og lauk 6.
júní. Fóru leikar þannig, að Kári varð Akranes-
meistari, vann einnig II. flokk, en K. A. vann III.
flokk, en í handknattleik kvenna varð jafntefli.
AFMÆLISBLAÐ KÁRA
11