Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Page 27
eftirfarandi niðurstöðum: fþróttakennaraskóli Is-
lands útskrifar fimleikakennara, sem hafa mjög
takmarkaða þekkingu og reynslu i áhaldafimleik-
um. Með öðrum orðum hafa ekki kynni af öðrum
áhöldum, sem neinu nemur, en dýnum og dönskum
hestum. Á sama tíma og tvíslár, svifrár, bogahestar,
hringir og stökkbretti, ásamt dýnum, sem að sjálf-
sögðu eru sigild fimleikaáhöld, eru i hávegum höfð
mn víða veröld.
Úr þessu mætti að sjálfsögðu bæta með því að
búa fimleikahús skólans, sem er í alla staði hin
veglegasta bygging, öllum nýjustu fimleikatækjum,
og ráða til skólans fjölhæfan fimleikakennara. Er
það ekki vansalaust, að við stofnun sem þessa skuli
ekki vera nema einn kennari. Þarf engum getum
að þvi að leiða, að hér er um að ræða ærið verk
fyrir tvo. Björn Jokobsson hefur unnið merkt braut-
ryðjandastarf og mun hans vissulega verða minnst
sem mikils velgjörðarmanns á sviði íþróttamála.
Það væri því viðurkenningarvottur Birni til handa,
að gera íþróttakennaraskóla íslands þannig úr
garði, að hann stæðist samanburð við sams konar
skóla utanlands. fþróttakennaraskóli ísfands þarf
að gefa þjóðinni vel menntaða fimleikakennara,
sem eru i sjón og raun spegilmynd þeirrar fegurðar
og hreysti, er löng fimleikaþjálfun veitir; leiftrandi
af áhuga fyrir starfinu, glæsta fulltrúa, or æska
þessa lands dáir og reynir að fíkjast. Tif þess að
svo megi verða, þarf að gera meiri kröfur til íþrótta-
legrar hæfni við inngöngu í skólann. Nemendur
ættu að geta sýnt það með fyrri störfum sinum, að
leikfimi og íþróttir væru þeirra hjartans áhugamál.
Þá þarf að koma af stað keppni í fimleikum, á
ég þar við flokka- og einmenningskeppnir jöfnum
höndum. Slíkar keppnir gætu farið fram árlega
milli kaupstaða og innan félaga í bæjum og þorp-
um. Er það kunnara en frá þurfi að segja, að hóf-
legur keppnisandi er sá aflvaki, er mestum veldur
framförum i íþróttum samfara réttri þjálfun. Um
nokkurra ára skeið hefur mikill leikja-alda gengið
yfir landið og nýtur handknattleikur mestra vin-
sælda, þeirra er innanhúss eru æfðir. Er ekkert
nema gott um það að segja. En ef úrvalsflokka-
leikfimin hnígur til foldar, þá hefur íþróttahreyf-
ingin og þjóðin í heild beðið óbætanlegt tjón, upp-
eldislega og fagurfræðilega séð.
Eignagripir Kára, auk II. flokks bikars, sem hann er handhafi að 1947.
AFMÆLISBLAÐ KÁRA
25