Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Qupperneq 28
Gúömundur Sveinbjörnsson:
Á tímamótum
Það má segja, að sérhvað hafi sína forsögu og að
atburðarröðin sé til orðin vegna einhvers, sem á
undan er gengið. Árið 1922 komu tíu ungir piltar
saman til þess að stofna knattspyrnufélagið Kára.
Er hægt að segja, að forsaga þessarar félagsstofn-
unar sé til orðin vegna hversdagslegs atviks. Séra
Friðrik Friðriksson, einn bezti félagi unga fólksins,
hélt barnasamkomu í kirkjunni hér á Akranesi og
talaði um knattspyrnufélagið Val, starf þess og
tilgang.
Ég, sem stofnandi Kára, held því hiklaust fram,
að þessi samkoma séra Friðriks og sá eldmóður og
skilningur á barnssálinni, sem fram kom hjá hon-
um, eins og alltaf hefur verið hans einkenni, sé
forsagan að stofnun Kára.
Eins og gefur að skilja, þá fór félagsstofnunin
ekki fram á sama hátt og nú tíðkast um félags-
stofnanir. Hér voru ekki að verki menn, sem gátu
auglýst tilgang og stefnu félagsins á sama hátt og
nú, heldur var hér um að ræða kyrrlátari atburð
framkvæmdum af nokkrum drengjum án annars
tilgangs en þess að eignast leikfang, sem þá var
fyrir nokkru farið að ryðja sér til rúms í Reykja-
vík og víðar, en það var fótbolti. Þó voru strax á
stofnári samþykkt lög fyrir félagið, samin af okkur
eldri mönnunum og þau eru að mestu leyti í gildi
enn þann dag í dag og byggjast á hugsjónum
æskulýðsfélagsskapar, sem vinnur að því að göfga
æskumanninn andlega og líkamlega.
Fyrstu árin var ekki um annað hugsað en að
æfa og keppa í knattspyrnu, en eftir því sem árin
liðu og félagslegur þroski óx, var farið að vinna að
bættum skilyrðum til íþróttaiðkana, enda voru
félögin tvö og sameiginlegt takmark þeirra hlaut
fyrst og fremst að vera bætt vallarskilyrði, fyrst.
völlurinn, sem félögin fengu til afnota, er svæðið
sem hinir nýju verkamannabústaðir standa nú á,
en hann var í alla staði ófullnægjandi. Þá var
leitað til hreppsnefndarinnar um vallarstæði á
Jaðarsbökkum, og unnu félögin að því í samein-
ingu. Það má segja, að félagsstarfið á undan-
gengnum 25 árum hafi farið að mestu leyti í
það að bæta skilyrðin til iþróttaiðkana, og má í
því sambandi nefna völlinn á Jaðarsbökkum, þátt
félagsins i byggingu leikfimishúss bæjarins,
Bjarnalaug og síðast byggingu íþróttahúss félag-
anna, sem sýnir lofsverðan félagsþroska. Þannig á
hann að vera, og mun ég koma að því síðar. Þá
hefur félagið tekið sinn þátt í þvi að koma íþrótta-
málunum í fast form, fyrst með stofnun Iþrótta-
ráðs Akraness og síðar með stofnun Iþróttabanda-
lags Akraness. Og á vegum þess hefur sameigin-
legri skemmtifundastarfsemi verið haldið uppi.
Þegar skrifað er um markmið og framtíð félags-
ins, er ekki hægt að komast hjá því að minnast á
það, sem að framan er getið, til þess að sjá, hvað
gert hefur verið og hvað er ógert af þeim verkefn-
um, sem íþróttafélög hljóta að vinna að. Markmið
íþróttafélaga er, eins og framan segir, að vinna að
því, að hver einstaklingur verði likamlega og and-
lega hraustur og á þann hátt að gera þjóðfélagið að
betra samfélagi manna. Þess vegna mega iþrótta-
félögin hér á Akranesi til að skilja það, að þau
verða að gerast virkir þátttakendur í ýmsum mál-
um, sem miða að þessu markmiði, þó í fljótu bragði
sé ekki hægt að sjá, að þau komi íþróttastarfsemi
við. Forystumenn félaganna verða að gera sér það
ljóst, að tilgangur íþróttafélagsskapar er annar en
sá, að þetta eða hitt félagið vinni svo og svo marga
sigra á þessu árinu eða hinu. Mér dylst það ekki, að
keppnishliðin er nauðsynleg, en hún má ekki ganga
út fyrir allt annað. Það er ekki rétt túlkun á sönn-
um íþróttaanda, að hafa þann mann með í keppni,
sem sannanlega ofbýður líkama sínum með notkun
áfengis eða tóbaks, eða ala æskrrna þannig upp í
íþróttafélögunum, að hún komi ekki auga á þær
leiðir, sem fara verður, til þess að markinu verði
náð. Forystumenn íþróttafélaga verða að skilja
það, að þeir hafa tekið að sér uppeldishlautverk á
þeirri æsku, sem í íþróttafélögunum er. Þeim ber
AFMÆLISBLAÐ KÁRA
26