Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Page 31

Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Page 31
að hér kæmust mest vélar að, en þó er ekki svo, því að úr þúfunum þar að hlaða palla og gera þá þannig úr garði, að hægt sé að sá í þá grasfræi jafnhliða völlunum. Á öðru ári þarf svo aftur að plægja og herfa landið og sá þá einnig fræi. Eftir þessum áætlunum væri hægt að taka íþróttasvæðið í noktun eftir 4 ár, en til þess að svo geti orðið, verður mikil vinna að koma fram frá íþróttafélög- unum, eins og ég gat um hér að framan. Til þess að áætlunin standist, verða íþróttafélagarnir að vinna öll þau verk, sem unnin eru án hinna stór- virku véla, sem bærinn leggur til. 1 fyrsta lagi að hlaða áhorfendapallana, í öðru lagi að byggja for- hlið íþróttasvæðins. 1 þeirri byggihgu verða að vera búningsklefar, baðklefar, áhaldageymslur o. fl. Þetta er mikið verk, en þó er það ekki meira verk en bygging íþróttahússins, og að þvi leyti er það hægara, að nú þarf aðeins að vinna en ekki einnig að afla fjár, því ætlazt er til að Akranesskaupstaður leggi fram efni, sem til þarf. Ég hef myndað mér ákveðnar hugmyndir á hvern hátt félögin gætu framkvæmt þetta, því einhverjir munu verða til með að segja, að það sé ekki hægt að vinna á kvöldin og einnig stunda æfingar undir meiri háttar kapp- mót. Þetta getur verið rétt, en ef verkið er fram- kvæmt af mörgum höndum, mun það vinnast létt. Hugsum okkur 100 manna hóp, sem skipt er niður í 10 manna hóp á hverju kvöldi, þá er unnið 10. hvert kvöld. 4 tímar að kvöldi, segjum í 5 mánuði, frá 1. maí til 1. október, það eru ca. 1000 tímar á mánuði. 500 tímar, alls 62^/2 vinnudagur. Það er mikið hægt að gera á þeim tima, ef vilji er með. En hugsum okkur, að ekki sé hægt að framkvæma þetta verk á þessum tíma, þá er ekki um annað að ræða, en að sumarið 1949 taka félögin ekki þátt í keppnum út á við, en einbeita öllum sínum kröft- um í þágu íþróttasvæðisins, því ég álít, að það sem tapast við þetta komi margfalt með bættum vallar- skilyrðum. Það er engu of fórnað fyrir þetta mál- efni. Með þessu verki skapar íþróttaæskan hér á Akranesi sér óbrotgjarnan minnisvarða, sem verður núlifandi og komandi kynslóðum að meira gagni en flest það er gert hefur verið til almenningsheilla hér á Akranesi. Og það er eitt enn, sem mælir með því að byggingu íþróttasvæðisins sé lokið á svo fáum árum, og allur sá kraftur, sem við höfum yfir að ráða sé notaður til þess arna, er það, að á Islandi er ekki til góður leikvangur, og víðast hvar mun verri skilyrði til leikvangsgerðar en það svæði, sem við höfum og ef við erum fyrstir með fullkom- inn leikvang, getur það þýtt það, að hér fari fram öll meiri háttar kappmót og jafnvel landskeppnir, að minnsta kosti allur undirbúningur undir lands- keppnir og í þvi getur einmitt falizt það, sem er meira virði fyrir íþróttirnar og alla íbúa Akraness en nokkrum getur dreymt um með núverandi skil- yrðum. Eitt verk í sambandi við leikvanginn, sem er mikils virði fyrir hann, væri æskilegt, að skóg- ræktarfélagið tæki að sér að vinna, en það er að planta þreföldum trjáplöntum kringum allt svæðið því til skjóls og prýðis. Ég hef lýst hér að framan því, er kalla mætti til- drög, markmið og framtíð íþróttamálanna á Akra- nesi og er það gert í tilefni 25 ára afmælis Knatt- spyrnufélagsins Kára, eins og að framan getur. En þegar skrifað er um íþróttamál Akraness al- mennt, hlýtur fleiri en einn aðili að koma þar við sögu. Hér eru starfandi tvö íþróttafélög og þær framkvæmdir, sem gerðar hafa verið og gerðar munu verða, byggjast allar á samstarfi þessara tveggja félaga. Enda hefur það komið í ljós, að bezt er hægt að ná tökum í hugum fólksins, að það sjái að samtakamáttur sé á bak við allar fram- kvæmdir, en ekki hugsað fyrst og fremst um augna- bliksgróða annars hvors félagsins, því þeir, sem vinna að íþróttamálum af skilningi, verða að hugsa alltaf fyrst um það, hvað málefninu er fyrir beztu. Þess vegna hlýtm- það að vera ósk allra, sem um þessi mál hugsa, að unnið sé að þeim af fullum skilningi og fórnarlund þess manns, sem sann- færður er um það, að markmiðið er að gera þjóð- félagsþegnana að betri borgurum. Afmælishófið 28. des. 1947. 1 afmælishófi Kára, 28. desember 1947, sem haldið var í Bíóhöllinni, fékk félagið heiðurs- og viðurkenningargjafir og heillaóskaskeyti, m. a. frá Iþróttasambandi fslands, áletraðan eirskjöld sam- bandsins, sem forseti, Ben. G. Waage, afhenti, og fór hann um leið viðurkenningarorðum um starf- semi Kára á umliðnum aldarfjórðungi. Formaður Knattspyrnufélags Akraness færði Kára fagran silfurbikar að gjöf frá sínu félagi, með árnaðar- óskum og þökk fyrir samvinnuna í íþróttamálum á Akranesi. Ennfremur barst frá fyrrverandi for- manni Kára, Ólafi Jónssyni útgerðarmanni í Sand- gerði, fagur silfurbikar með árnaðaróskum og góð- mn minningum um skemmtilegt starf með Kára- félögum á liðnum árum. Stjórn Kára færir öllum gefendum og unnend- um félagsins beztu þakkir sínar, og heitir því að reyna af fremsta megni að bregðast ekki því trausti, sem unnendur félagsins bera til Kára. AFMÆLISBLAÐ KÁRA 29

x

Afmælisblað Kára: 1922-1947

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afmælisblað Kára: 1922-1947
https://timarit.is/publication/1046

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.