Afmælisblað Kára: 1922-1947

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Qupperneq 32

Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Qupperneq 32
Sveinbjörn Oddsson: Aðstaða œshunnar til íþróttaiðkana Hvernig var hún? Hvernig er hún? Hvernig verður hún? Fyrstu kynni mín af íþróttatækjum voru hross- leggir, sem boruð voru göt þversum í gegn, sitt við hvern enda, þar þrætt í gegn snæri, sem leggirnir voru bundnir með við fæturnar og svo voru til- burðirnir likt og á skautum væri, án listhreifinga. Síðar eignaðist ég tréskauta, en járnin voru skrölt- andi í þeim og mér voru þeir of stórir, en mikið voru þeir skemmtilegri en hrossleggirnir. Böðvar heitinn bróðir minn kenndi mörg ár sund í Reykjalaug í Stafholtstungum. Ég hafði mikla löngun til þess að læra sund, en ég átti að passa kviaærnar og það varð ég að gera, og fékk þvi ekki að fara á sunnudögum með Böðvari til sundnáms- ins. í þá tíð urðu margir ágætir sundmenn í Reyk- holtsdalshreppi, en þar átti ég bernskuárin. Man ég bezt eftir Guðmundi Björnssyni, föðurbróður Þjóðbjörnssona hér, og Eggert föður Páls trésmiðs hér og Guðna í Gerði. Guðmundur drukknaði þó í Lendingu í Bolungarvík. 10 til 12 ára fór ég á þjóðhátíð á Hvítárbakka, þar var þreytt islenzk glíma, mikið kraftalega. Belti voru þá ekki notuð en tökum tekið í buxur; annari í buxnastreng, hinni um hnésbót, sterkari maðurinn hélt því mótherjunum oftast á öðrum fæti. Margir þóttu glíma illa, og að kappglímunni lokinni glímdi Böðvar heitinn bróðir minn við marga glímumannanna, sýndi þeim önnur glímu- tök og feldi flesta, en hann var fatlaður í hné vegna uppskurðar við ígerð og þótti því ekki fær í kappglímuna, en almannarómur sagði hann glíma betur en aðrir þar. Á þessari samkomu sá ég einnig hástökk og fleira, sem ég man þó ekki sérstaklega eftir. Ég kom hingað á Akranes 1905. Þá um haustið voru nokkrar glímuæfingar í pakkhúsi er Sigurður Jóhannesson á Sýruparti átti. Bezti glimumaður- inn og aðalleiðbeinandinn þar var Sigurður Gísla- son á Hjarðarbóli. Ég var litill, kraftalaus og mjög lélegur glímumaður, en var þó með af nokkrum áhuga. Síðar var glímufélagið Hörður Hólmverji stofnað og eftir að Eyjólfur Jónsson í Bræðraborg fluttist hingað, beitti hann sinum eldheita áhuga fyrir íslenzkri glímu og fleiri íþróttum og varð mjög mikið ágengt. 1910 var Ungmennafélagið stofnað og þess kjör- orð var að skapa „hrausta sál i heilbrigðum líkama,“ og íþróttamálin fengu nú nýja vakningu, en húsnæðismálið var hemill nokkur, en eftir að U. M. F. A. eignaðist hálft Báruhúsið, rættist veru- lega úr í því efni og oft var vel mætt á æfingum, mót voru haldin og árangurinn var sýnilegur. Striðsárin, 1914—18, verkuðu drepandi á allt félagslíf hér á Akranesi, og enn þjáir okkur skortur á félagsanda og félagslegum samtökum, þó ekki sé okkur alls varnað i þvi efni. Við, sem höfðum verið með nokkurn áhuga í Ungmennafélaginu og jafnvel fleiri félögum og gátum ekki endurvakið félagslifið, vorum þá lam- aðir og óánægðir en ekki nógu kraftmiklir til þess að hrinda drómanum burt og vekja til dáða hina blundandi æsku, við fögnuðum því innilega, er hreyfing kom á nokkra drengi til þess að stofna með sér félag til knattspyrnuiðkana, þvi auk þess sem vonir stóðu til, að um væri að ræða vakningu til íþróttalífs, þá hefur knattspyrnan það í eðli sínu, að liver sá, sem lærir knattspyrnureglurnar, lærir jafnframt gildi félagsskapar, þar sem enginn getur getur orðið að liði i knattspyrnu án samleiks 30 AFMÆLISBLAÐ KÁRA

x

Afmælisblað Kára: 1922-1947

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisblað Kára: 1922-1947
https://timarit.is/publication/1046

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.