Afmælisblað Kára: 1922-1947 - 26.05.1948, Síða 33
við sína meðleikendur, en það bendir á framgang
mannkynsins, að samstarfi einstklinga í smá heildir
og svo stærri og stærri hópa og siðar þjóðasam-
bönd til sóknar og varnar gegn öðrum einstkling-
um í smáhópum einnig stækkandi upp í þjóðasam-
bönd, en frá báðum hliðum jafn nauðsynlegt til-
verunni og bein afleiðing af henni. Þannig er um
knattspyrnuliðin, þau byggja sig upp eftir föngum
hverju sinni og því betri sem hver einstaklingur
veit og skilur að hann er nauðsynlegur i liðinu, og
að honum er nauðsyn að leggja fram alla sína
orku, kunnáttu og leikni, því meiri von er til vinn-
ings yfir mótleikaranum, en í hverju tilfelli er
mótleikari, það er lögmálið frá náttúrunnar
hendi.
Kári, elzta knattspyrnufélag á Akranesi var
stofnað 26. maí 1922, af 10 ungum drengjum og
fljótlega bættust fleiri við. Umkomuleysi þeirra þá,
lýsir sér bezt af því, að nokkrir drengjanna áttu
þess ekki kost að leggja fram eina krónu til kaupa
á knetti, en hann kostaði 10 krónur. Knöttur var
fyrsta takmarkið, þá æfingar og lærdómur í regl-
um og leikni, og svo keppni við önnur félög um
vinninga. Ég varð glaður er drengirnir stofnuðu
félag sitt, og ég vonaði að um annað og meira en
smá uppþot væri að ræða, og ég hafði ástæðu til að
vona það, þvi áhuginn var hreinn og sterkur, þó
held ég að áhugi Gústafs heitins Ásbjörnssonar
hafi borið af, en hann átti óvin, sem lamaði hann
á allan hátt, og varnaði honum að njóta sín, nema
að takmörkuðu leyti. Þetta vissi hann vel og ræddi
oft við mig, en gat ekki að gjört, úr því sem komið
var. Áhugasömu drengirnir eru nokkrir enn með
mikinn áhuga og starfandi i félaginu, nokkrir dánir,
en minning þeirra lifir; nokkrir fluttu i fjarlægð
og nokkrir búnir að draga sig í hlé, og þannig er
það ætíð, að vegir skiljast, einn fer og annar kemur
í hans stað og Kári má una glaður við sitt, hann
hefur eignast mannval, enda er ég áhorfandinn,
ánægður með störf Kára á liðnum aldarfjórðungi,
saga Kára, sem ég er verulega kunnugur, er i sjálfu
sér mjög glæsileg. Það sem varpar mestum ljóma á
bæði knattspyrnufélögin á Akranesi, er þeirra
ágæta samstarf, við byggingu íþróttavallarins,
við byggingu íþróttahússins og við samæfingar og
samstarf um kennara. Um mótherja er ekki að
ræða nema á kappleikjum milli félaganna. Ein-
mitt í þessu kemur fram hinn sanni iþrótta andi, og
félögin á Akranesi mega vera stolt af því hversu
mikil fyrirmynd þau eru að þessu leyti.
Ég óska Kára til hamingju á þessum tímamót-
um.
Ég trúi því, að: Eins og honum tókst að halda
lífi við raun allsleysis, knattleysis, æfingaleysis,
iþróttahússleysis og skilningsleysis margra á því,
að hér væri um frjóanga manndóms og menningar
að ræða. Eins og honum tókst að eiga sterkan hlut
að byggingu Iþróttahússins, Iþróttavallarins, sem
nú er notaður, og skapa heilbrigt og gott samstarf
til eflingar knattspyrnuíþróttinni og öðrum iþrótt-
um á Akranesi, svo muni honum einnig auðnast
að eiga sterkan þátt í byggingu fullkomins leik-
vangs og öðrum iþróttaframkvæmdum hér í þess-
um bæ, til eflingar og uppbyggingar, félagslyndari
æsku, andlega sterkari æsku.
Iþróttahúsið á Akranesi.
AFMÆLISBLAÐ KÁRA
31