Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 6

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 6
76 HELGAFELL liefur á grundvelli þeirrar reynslu markað sér jákvæðari stefnu en á dögum barátt- unnar gegn vinstri stjórninni. Niðurstaða þessa endurmats mun vafa- laust koma betur í ljós síðar, en þó mótai þegar fyrir nýjum vatnaskilum í ís- lenzkri flokkaskipan. Annars vegar standa Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur, sem virðast vera reiðubúnir til að taka efna- liagsmálin til algerrar endurskoðunar í því skyni að hverfa frá liafta- og misréttis- stefnu vinstri stjórnarinnar. Þótt margt sé ólíkt með stefnu þessara flokka, er sam- staða milli þeirra nú mjög eðlileg. Báðir eru þeir sanmiála um þau meginatriði varð- andi skipulag efnahagsmála og lýðræðis- lega stjórnarhætti, sem ekki eru lengur ágreiningsefni milli vinstri og liægri ílokka, t. d. á Norðurlöndum. Á meðan íslending- ar eru að stíga þau skref, sein nauðsynleg eru til að geta komið á jafnvægi innan lands og heilbrigðum viðskiptum við ná- grannaþjóðirnar, ættu þessir flokkar að geta átt samleið um stjórnarstefnu. Hins vegar eru svo Framsóknarmemi og Kommúnistar. Þótt samkomulag þeirra sé á yfirborðinu ekki gott, eiga þeir þó sammerkt í því að sjá eftir vinstri stjórn- inni vegna þess gerræðisvalds, sem höft hennar og uppbótafargan færði þeim í hendur. Þessi söknuður er þó ekki á sama hugsunarhætti reistur hjá báðum. Hjá Konnnúnistum stafar hann einfaldlega af því, að engin stjórn hefur fært Islendinga eins langt í átt til ofstjórnar sósíalismans og eins nærri náðarfaðmi hins rússneska kommúnisma. A hinn bóginn er sjónarmið Framsóknarmanna þrengra, enda Ityggt á eigingirninni einni saman. Svo er nú komið, að styrkleiki Framsóknarflokksins er að langmestu leyti reistur á þeirri aðstöðu, sem misbeiting ríkisvaldsins liefur skapað lionum, og á þeim sérréttindum, sem sam- vinnufélögin njóta. Þetta hvort tveggja getur flokkurinn bezt tryggt með því að hafa í höndum sér það vald, sem vinstri stjórnarstefnan fékk honum í hendur. Á því er ekki vafi, að hinir hyggnari sam- vinnumenn munu sjá, að hagsmunum sam- vinnuhreyfingarinnar verður til lengdar betur borgið í heilbrigðri samkeppni við annan rekstur heldur en með sérréttindum í skjóli og í þágu eins íiokks. Að líkindum verður þess þó langt að bíða, að sá skiln- ingur verði sigursæll í Framsóknarílokkn- um, en þangað til svo verður er hætt við, að Framsóknarmenn verði nátttröll í vegi þeirra, sem mundu vilja leiða þjóðina út úr ógöngum hafta og verðbólgu. ótt línurnar séu þannig teknar að skýr- ast í stjórnmálum þjóðarinnar, verð- ur engu spáð um stjórnarmyndun. Að koma saman samsteypustjórn er tafl, þar sem úrslitin velta oft ekki síður ú persónu- leikum en stefnum. Eins og nú standa sakir bendir allt til þess, að engin ástæða sé til að óttast afturhvarí til vinstri stjórnar- innar. Hins vegar virðast ekki mikil líkindi til þess, að veruleg stefnubreyting verði framkvæmd nema því aðeins, að Sjálfstæð- isflokkurinn og Alþýðuflokkurinn myndi stjórn saman, en enginn veit, hvort það getur tekizt. Þessir flokkar koma að vísu varla til með að liafa mikinn þingmeiri- hluta, en fordæmi vinstri stjórnarinnar ætti að hafa sýnt mönnum, að þingstyrkur einn verður ekki til bjargar, ef ríkisstjórn

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.