Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Qupperneq 6

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Qupperneq 6
76 HELGAFELL liefur á grundvelli þeirrar reynslu markað sér jákvæðari stefnu en á dögum barátt- unnar gegn vinstri stjórninni. Niðurstaða þessa endurmats mun vafa- laust koma betur í ljós síðar, en þó mótai þegar fyrir nýjum vatnaskilum í ís- lenzkri flokkaskipan. Annars vegar standa Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur, sem virðast vera reiðubúnir til að taka efna- liagsmálin til algerrar endurskoðunar í því skyni að hverfa frá liafta- og misréttis- stefnu vinstri stjórnarinnar. Þótt margt sé ólíkt með stefnu þessara flokka, er sam- staða milli þeirra nú mjög eðlileg. Báðir eru þeir sanmiála um þau meginatriði varð- andi skipulag efnahagsmála og lýðræðis- lega stjórnarhætti, sem ekki eru lengur ágreiningsefni milli vinstri og liægri ílokka, t. d. á Norðurlöndum. Á meðan íslending- ar eru að stíga þau skref, sein nauðsynleg eru til að geta komið á jafnvægi innan lands og heilbrigðum viðskiptum við ná- grannaþjóðirnar, ættu þessir flokkar að geta átt samleið um stjórnarstefnu. Hins vegar eru svo Framsóknarmemi og Kommúnistar. Þótt samkomulag þeirra sé á yfirborðinu ekki gott, eiga þeir þó sammerkt í því að sjá eftir vinstri stjórn- inni vegna þess gerræðisvalds, sem höft hennar og uppbótafargan færði þeim í hendur. Þessi söknuður er þó ekki á sama hugsunarhætti reistur hjá báðum. Hjá Konnnúnistum stafar hann einfaldlega af því, að engin stjórn hefur fært Islendinga eins langt í átt til ofstjórnar sósíalismans og eins nærri náðarfaðmi hins rússneska kommúnisma. A hinn bóginn er sjónarmið Framsóknarmanna þrengra, enda Ityggt á eigingirninni einni saman. Svo er nú komið, að styrkleiki Framsóknarflokksins er að langmestu leyti reistur á þeirri aðstöðu, sem misbeiting ríkisvaldsins liefur skapað lionum, og á þeim sérréttindum, sem sam- vinnufélögin njóta. Þetta hvort tveggja getur flokkurinn bezt tryggt með því að hafa í höndum sér það vald, sem vinstri stjórnarstefnan fékk honum í hendur. Á því er ekki vafi, að hinir hyggnari sam- vinnumenn munu sjá, að hagsmunum sam- vinnuhreyfingarinnar verður til lengdar betur borgið í heilbrigðri samkeppni við annan rekstur heldur en með sérréttindum í skjóli og í þágu eins íiokks. Að líkindum verður þess þó langt að bíða, að sá skiln- ingur verði sigursæll í Framsóknarílokkn- um, en þangað til svo verður er hætt við, að Framsóknarmenn verði nátttröll í vegi þeirra, sem mundu vilja leiða þjóðina út úr ógöngum hafta og verðbólgu. ótt línurnar séu þannig teknar að skýr- ast í stjórnmálum þjóðarinnar, verð- ur engu spáð um stjórnarmyndun. Að koma saman samsteypustjórn er tafl, þar sem úrslitin velta oft ekki síður ú persónu- leikum en stefnum. Eins og nú standa sakir bendir allt til þess, að engin ástæða sé til að óttast afturhvarí til vinstri stjórnar- innar. Hins vegar virðast ekki mikil líkindi til þess, að veruleg stefnubreyting verði framkvæmd nema því aðeins, að Sjálfstæð- isflokkurinn og Alþýðuflokkurinn myndi stjórn saman, en enginn veit, hvort það getur tekizt. Þessir flokkar koma að vísu varla til með að liafa mikinn þingmeiri- hluta, en fordæmi vinstri stjórnarinnar ætti að hafa sýnt mönnum, að þingstyrkur einn verður ekki til bjargar, ef ríkisstjórn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.