Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 9

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 9
FIMM KVÆÐI 79 Vísa um rjóöan munn Munmir þinn kemur inn í morgunbirtuna þar sem við hvílum saman eftir svarta nótt: rauð lilja «á lygnu straumvatni, tandurhreinum læk langt innan úr skógi. Úr „Söngvum til jarðarinnar" Jörðin er bikar sætleikans sem ég girnist, míns svaladrykkjar; finn það glöggt ef ég les í góðri bók við birtu lampans um kvöld, lúaða henni seint og staldra við hreinleg orð; sem gamlar hirzlur opnast þau og ilma. Eins gleðst ég þegar rís npp öld af öld í auðum torfbæ: gömul hlóðalyktin situr í þekju, ösku gólfanna, ísæt; angandi dúk um lófastóran glugga fléttar grasið «á vorin; hvarvetna er hvíslað úr hurð og stoð og vegg, úr köldum skugga: Vertu glaður, þú ert aldrei einn, ávallt í nánd er þessi gamli bær, þú átt hér heima, hann er moldin sem gr«ær svo hlý og djúp um þínar ungu rætur.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.