Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 10
80
HELGAFELL
Sama fögnuð finn ég vorbjartar nætur:
fjöllin koma, vefja mig bláum örmum
meðan ég sofna; söng öldunnar ber
frá sjávarkambinum, fuglarnir brjóta gler
vatnsins er þeir hefjast til flugs og hátt
við hreinu kuli svífa í löngum bogum,
þeir roðna er þeir fljúga í fölvum logum
fjarðaröldunnar, koma og langt inn í svefninn . .
Jörðin er bikar sætleikans sem ég girnist,
míns svaladrykkjar.
Höllin
Kynlegt að búa í höll
af holdi og þjótandi blóði,
læstur innan við rimla
af rammgerum, sveigðum beinum,
sitja þar glaður að drykkju
með sólskin og ilmvind í bikar,
ævilangt einn að drykkju
með allt lífið í bikar.
Unz dag einn að drykkinn þver,
hinn dýra mjöð, og ég ber
að vörunmn myrkrið injúka.
Höllin tekur að hrynja
hljóðlaust og duftið að fjúka.