Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Qupperneq 28

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Qupperneq 28
98 HELGAFELL áhættusöm og því aðeins framkvæmanleg til lengdar, að hægt sé að koma í veg fyrir óeðli- legar sveiflur mcð samræmdri stefnu í efna- hagsmálum. Það er meginkostur svæðabanda- laganna í þessu tilliti, að þau tryggja náið samstarf þátttökuríkjanna í efnahagsmálum, bæði í því skyni að viðhalda almennu jafn- vægi og að veita hverju öðru aðstoð, ef á þarf að halda. Svo náin samvinna er aðeins hugs- anleg milli tiltölulega fárra þjóða, sem eru sammála um helztu meginatriði varðandi skipulag efnahagskerfisins. IV. Þróun undanfarinna ára og þær efnahags- legu röksemdir, sem nú hafa verið ræddar, bendir hvort tveggja til þess, að nýtt skipu- lag í efnahagsmálum heimsins sé í uppsigl- ingu. Megineinkenni þess virðist muni verða, að heimurinn skiptist í allstór viðskipta- bandalög með tollfrjálsum og haftalausum viðskiptum milli þátttökuríkja, er hverju sé stjórnað af einhvers konar samvinnustofnun, sem samræmi stefnuna í efnahagsmálum og leitist við að viðhalda jafnvægi í viðskipta- og atvinnumálum. Enn er óvíst, hvaða form þessi viðskipta- bandalög muni endanlega fá, t. d. í Evrópu. Tollabandalag sexveldanna er að vísu komið til framkvæmda, og sjö ríkja fríverzlunar- svæði verður að öllum líkindum myndað á næsta ári. Um hitt er óvissa, hvort takast muni samkomulag um víðtækara fríverzlunar- svæði, cr nái til allra ríkja Vestur-Evrópu. H ver verður staða Islands í þessu cfnahags- kerfi framtíðarinnar? Geta íslendingar stað- ið einir, umgirtir geysilega stórum efnahags- heildum á allar hliðar: Bandaríkjunum í vestri, einu eða tveimur viðskiptabandalög- um í Vestur-Evrópu og Austur-Evrópuríkja- samtökunum í austri? Líklega er engri þjóð meiri nauðsyn á hagkvæmum utanríkisvið- skiptum en íslendingum, svo að rökin fyrir nánu samstarfi við aðrar þjóðir á grundvelli frjálsra viðskipta ættu að vera sterkari á ís- landi en nokkurs staðar annars staðar. Það er skoðun mín, að ekkert vandamál sé eins mikilvægt fyrir íslendinga nú í dag og að marka stefnu sína gagnvart ]>essum nýju viðskiptabandalögum. Menn verða því að gefa sér tóm frá dægurþrasinu til þess að hugsa um þessi vandamál og gera sér grein fyrir því, hvernig við þeim megi bregðast. Undanfarin ár hefur verið látið reka á reið- anum í þessum efnum. Þrátt fyrir þátttöku í alþjóðasamvinnu að forminu til liafa Is- lendingar orðið viðskila við aðra og ein- angrazt æ meir bak við haftamúra sína. En ákvörðunum í svona málum verður ekki til lengdar slegið á frest. Aðgerðarleysið er b'ka svar, og ef íslendingar láta sig berast fyrir straumi enn um nokkurra ára skeið, er ekki víst, hvort þeir eiga afturkvæmt inn í frjáls viðskiptasamtök vestrænna þjóða. V. Nú er svo komið í efnahagsmálum íslend- inga, að alveg óbreytt stefna — cf hægt er að telja hinar mótsagnakenndu ráðstafanir í efnahagsmálum undanfarinna ára stefnu — er óhugsanleg. Það jafnvægi, sem náðst hefur milli framboðs og eftirspurnar í þjóðfélaginu undanfarin ár, hefur byggzt á stórkostlegum halla við útlönd, sem jafnaður hefur verið með skuldasöfnun, er hleður æ þyngri byrð- um vaxta og afborgana á framtíðina. Fyrr eða síðar hlýtur að því að draga, að meiri erlend lán verða ófáanlcg. ÍTr þessum ógöngum virðist ekki vera nema um tvær meginleiðir að ræða. Önnur er sú, að þjóðin herði að sér ólina og treysti á höft og vöruskiptaverzlun til að koma á jafnvægi út á við. Þessi leið er auðsjáanlega í bein- ustu framhaldi af þeirri stefnu, sem rekin hefur verið að undanförnu. Það er vafalaust hægt að koma á jafnvægi með þessu móti, ef nægilegri hörku er beitt. Ilins vegar hlýtur það að verða dýrkeypt, þar sem afleiðingin verður óhjákvæmilega óhagstæðari erlend viðskipti og vaxandi einangrun frá hinum frjálsu mörkuðum heimsins. f skjóli haftanna mun engin varanleg lausn fást á vandamálum útflutningsframleiðslunnar, svo að hún geti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.