Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 39

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Blaðsíða 39
HERTOGAYNIAN AF MALFI 109 og liann væri að taka nákvæmt mið á andlit Fischettis. En Fischetti lézt ekki sjá það. Hann leit á Helen og brosti. Hiin sagði: „Þú ert ennþá ljótari, þegar maður fer að venjast þér. En mér líkar vel við þig.“ í sama bili fann hún, að einhver kom við öxlina á henni að aftan frá og leit upp og sá konuna, sem þau höfðu tekið eftir við barinn þegar þau komu inn, en glevmt síðan með öllu. Konan kraup í sætinu í næsta bás fyrir aftan, en strauk liendi um pels Helenar: „Fyrirgefðu,“ sagði hún, „mig langaði svo til að koma við góðan pels. Líttu á minn. Það hefur komizt í hann mölur, meðan ég var inni. Ég er alveg nýkoniin út,“ bætti hún við með afsökunar- brosi. „Út hvaðan?“ spurði Helen og starði dá- leidd á hönd hennar á öxl sér. „Af hælinu,“ sagði konan. Fischetti var staðinn á fætur og ýtti konunni hóglega ofan í sæti hennar hinu megin. En Helen tók að gráta ofsalega. „Ég vil fara heim,“ sagði hún í sífellu, „ég vil fara þangað, sem ég þarf aldrei að sjá allt þetta fátæka og umkomulausa og geggjaða fólk.“ John Powell leit ekki á hana. „Farðu,“ sagði hann, „farðu með Fischetti. Farðu til fjandans.“ Hún stóð á fætur og hljóp til dyra. Fischetti greip aftur um handlegg John Powells og ætlaði að kippa honum á fætur. „Komdu,“ sagði hann, en JohnPowell sleit sig af honum. Fischetti yppti öxlum og sneri út á eftir Helen. John Powell drakk viðstöðulaust það, sem eftir var í flöskunni. Síðan benti hann bar- manninum að koma með meira. Um morguninn vaknaði hann við torkenni- legt söngl í fjarska. í raun og veru var það hvorki lag né mál, sem barst að eyrum hans, heldur einhvers konar léttúðugir kveinstafir um ekki neitt. Samt voru hljóðin ekki alveg ókunnugleg; meðan hann var að ranka við sér fann hann gleraugun sín, og eins og venj\i- lega var snerting þeirra nóg til þess, að liugs- unin fór að seytla fram. Hann opnaði augun með skelfingu og sá framundan sér vegg, sem var alsettur snjáðunr helgimyndum. Sjálfur lá hann í rúmi. En í horninu fjærst honum reis spilverk hálfa leið til lofts. Á þessu spil- verki hékk rifið millipils og táinn, mölétinn silfurrefur. „Helen,“ stundi hann og lokaði augunum. „Lena,“ sagði mjó rödd bak við spilverkið, „Lena Kranz, öðru nafni hertogaynjan eitt- hvað, eins og þú vildir alltaf vera að kalla mig í nótt, elskan. Ég er alveg að koma með kaffið.“ „Nei,“ sagði hann, „nei,“ og bylti sér fram á rúmstokkinn, áður en spýjan brauzt út úr honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.