Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 42

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Page 42
112 HELGAFELL þá æfur, og það varð að skilja þá. En þetta hafði um leið sín áhrif á verkamennina. Tutt- ugu daga þraukuðu þeir í verkfalli, konurnar urðu raunamæddar heima, tveir eða þrír verkamenn misstu móðinn, og loks ráðlagði félagið þeim að gefast upp með því skilvrði, að málinu yrði skotið til gerðardóms og þeir fengju eftirvinnu til að bæta sér upp verk- fallsdagana. Þeir ákváðu að hefja aftur vinnu. Það gerðu þeir auðvitað með reigingssvip og sögðu, að þetta væri ekki búið, þeir ættu eftir að útkljá málið. En þennan morgun, þegar þunginn undan ósigrinum fór að segja til sín í þreytunni, þegar ostur hafði verið lagður milli brauðsneiðanna í stað kjöts, var ekki lengur hægt að blekkja sig. Það var gagnlaust fyrir sólina að skína, sjórinn gaf ekki framar nein fyrirheit. ívar spyrnti í ped- alann, og við hvern hjólsnúning var eins og hann væri orðinn lítið eitt eldri. Ef hon- um varð hugsað til verksmiðjunnar, vinnu- félaganna og húsbóndans, sem hann ætlaði að fara að hitta, varð honum óðar þungt fyrir brjósti. Fernanda hafði verið áhyggju- full: „Hvað ætliði að segja við hann?“ „Ekki neitt.“ Ivar hafði farið á bak hjólhestinum og hrist höfuðið. Hann beit á jaxlinn; fín- legir drættir voru á litlu brúnleitu andlitinu, þótt komnar væru á það hrukkur; nú liarðn- aði svipurinn. „Við vinnum. Það er nóg.“ Nú var hann á leið til vinnunnar og beit enn á jaxlinn í dimmri og dapurri reiði, og var jafn þungbúinn og sjálfur himinninn. Ilann kvaddi breiðgötuna og liafið, en lagði leið sína um blautar götur gamla spánverja- hverfisins. Þær lágu að svæði, þar sem ein- ungis voru vagnaskemmur, geymslur fyrir járnarusl og bílageymslur. Þar var verkstæð- ið, einskonar skáli, neðri liluti veggjanna úr múrsteini, efri hlutinn úr gleri, þakið úr báru- járni. Handan við verkstæðið var gamla tunnugerðin. Það var garður með gömlum skýlum í kring, og hafði verið hætt að nota hann þegar fyrirtækið stækkaði. Hann var nú ekki annað en geymsla fyrir slitnar vélar og gamlar tunnur. Þvert fyrir enda húsagarðs- ins var einskonar gangstígur úr gömlum tíg- ulsteinum, en þar fyrir handan var garður húsbóndans og fyrir enda hans íveruhúsið. Það var stórt og ljótt, en þó ekki fráhrind- andi, því umhverfis tröppurnar voru grannar klifurjurtir og vínviðarteinungar. Ívar sá undireins, að dvrnar á verkstæð- inu voru lokaðar. Hópur verkamanna stóð þegjandi fyrir utan þær. Þetta var í fyrsta skipti síðan hann byrjaði að vinna þarna, að hann kom að lokuðum dyrum. Húsbónd- inn hafði viljað leggja áherzlu á ósigurinn. ívar sneri til vinstri, kom hjólinu fyrir í skýlinu, sem þar var í framhaldi af skál- anum, gekk síðan að dyrunum. Hann kom auga á Esposito, hávaxinn æringja, dökk- hærðan og liárprúðan, sem vann við hlið hans á verkstæðinu, Markús trúnaðarmann verka- lýðsfélagsins, sem hafði höfuð einsog tenór- söngvari, Saíd, eina Arabann á verkstæðinu, síðan alla hina verkamennina, sem horfðu þegjandi á hann nálgast. En áður en hann var kominn til þeirra, sneru þeir sé skyndi- lega að dyrunum, sem nú höfðu verið opn- aðar í liálfa gátt. Ballester verkstjóri kom í gættina. Hurðirnar voru þungar, liann lauk upp annarri þeirra, sneri baki í verkamenn- ina og lagðist á hana. Hún bifaðist hægt á járnlömunum. Ballester, sem var elztur starfsmannanna, var andvígur verkfallinu, en hafði haft hljótt um það eftir að Esposito sagði við liann, að hann gætti hágsmuna húsbóndans. Nú stóð hann þarna við dyrnar, stuttur og digur í dökkblárri peysu og berfættur (hann var sá eini, fyrir utan Saíd, sem alltaf vann ber- fættur) og horfði á þá ganga inn hvern á fæt- ur öðrum. Augu hans voru svo ljós að þau sýndust litlaus, en gamalt andlitið var sól- brennt og munnurinn var raunalegur undir þykku lafandi yfirskegginu. Þeir voru hljóð- ir og fundu sárt til þess að vera látnir ganga þannig inn einsog sigraðir menn, reiðir sjálf- um sér fyrir þögnina, en æ fjær því að geta rofið hana eftir því sem hún varð lengri. Þeir gengu framhjá Ballester án þess að líta á hann. Þeir vissu, að honum hafði verið skipað að hleypa þeim inn á ])ennan hátt,

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.