Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 57
UNDIR
SKILNINGS TRÉNU
Um hvað eru þeir svo að rífast?
Aflar ekki hver Vestmannaeyingur margfalt meiri
gjaldeyris í þjóðarbúið að meðaltali en hver Reyk-
víkingur? Er ekki hver íbúi Suðurlandsundirlendis
á sarna hátt margra Reykvíkinga maki í matvæla-
framleiðslu? Hafa ekki mcstu snillingar þjóðarinnar
og afarmenni, hver á sínu sviði, komið austan og
vestan af fjörðum og norðan úr landi?
Þóroddur Gnðmundsson,
Tíminn, 25. 6. '59.
Dálítil ferðasaga
Mikil rigning var þennan dag og um nóttina
blotnuðu svefnfæri stúlknanna.
Tíminn, 11. 7. '59.
Gjarnan
Nú er aðal sundtíminn genginn í garð í Kína, ef
svo má að orði komast.
Þjóðv. 14. 8. '59.
Til athugunar fyrir Þjóðleikhúsið
Heimasætan á Hofi — Þýzk gamanmynd í litum.
Margir íslenzkir hestar koma fram í myndinni.
Auglýsing í dagblöðum.
En engu að síður er hugmyndin ágæt
Hápunktur [kveðjuhátíðar stúdenta í Danmörku]
er sá, að „dimittentar“ leika frönsku stjórnarbylting-
una á skólalóðinni. Þeir útbúa fallöxi, nákvæmlega
eins og hún var á tímum stjórnarbyltingarinnar —
og leiða síðan kennara sína hvern af öðrum á högg-
stokkinn. Auðvitað er ckki einum dropa af blóði út-
hellt.
Alþbl., 6. 5. 59.
Hvernig læt ég
Hvað getur virzt sanngjarnari og réttlátari krafa
en að nota hreina liti, að skilja að mynddúkurinn
er flatur og að maðurinn er lifandi vera, gædd því
fram yfir önnur spendýr að hugsa, en ekki skynlaus
skepna eða dauð vél. Nútímalist, þetta voðalega orð
í eyrum margra, er í stuttu máli í rauninni ekki ann-
að en þetta.
Hörður Agústsson, Birtingur, 1—2, '59.
Og nafni kaupanda haldið leyndu?
Barnastóll í bíl, sem breyta má í rúm, til sölu —
Uppl. í s/ma 23918.
Visir, 23. 6. '59.
Þolsöngvari
Veitingahúsið Lido hefur nú enn fengið nýja söng-
konu. Að þessnu sinni er söngkonan bráðfalleg. Heit-
ir hún Jackie Lynn. Verður hún hér á landi í um
það bil mánaðartíma og mun syngja á Lido allan
tímann.
Morgunblaðið
Skemmtilegasta saga ársins
Dr. Salazar, einvaldi Portugals, telur sig víst hafa
efni á því að gera góðlátlegt grín að stöðu einvald-
ans, því að þetta kvað vera eftirlætissagan hans:
Einvaldi nokkur vildi gjarnan kynnast því af
eigin raun, hvað fólk segði um hann sín á milli, og
því fór hann að dæmi kalífans fræga. Har-ún-al-
Richard, dulbjó sig vendilega og gekk út í borgina.
Hann fór inn í veitingahús, og var brátt kominn
í hrókaræður við einn gestanna.
Mbl.
Einfeldni Ameríkumanna
Amerískur prófessor ber Islendingum vel söguna í
blaði í Minnesota
Tíminn, 23. 1. '59 (fyrirsögn).
Andlegt ljóð
O, sú dýrð að eiga Tjörn,
ég ætla þangað með öll mín börn.
Andamamma i Mbl. 2. 7. '59.
Nema þeir hafi reynt að leka augunum
fyrir því
... 1 þetta sinn hótar Boss Finley að gelda Chance
Wayne. Svo virðist sem Heavenley, dóttir Boss, hafi
fyrir mörgtim árum sýkzt af kynsjúkdómi af völd-
um Boss, og hafi orðið að gera á henni móðurlífs-
skurð. Í atriðum, sem eru fölsk dramatískt séð, ljóstra
Boss Finley (sem á sér ástkonu) og börn hans upp
um ávirðingar hvers annars, en þessar ávirðingar
ættu þó að hafa verið öllum innan fjölskyldunnar
kunnugar í mörg ár.
Mbl., 79. 4/59, (Lýsing á Dauðir kettir á
köldu blikkbaki eftir Tennessec Williams).
A. m. k. ekkert leiðinlegar
Orð og athafnir eru sitt hvað, eins og bezt sést
af því að lýsi t. d. rithöfundur mcð orðum þeim at-
höfnum, sem fólk rekur upphaf sitt til, er það kallað
klám og þykir ósæmilegt, þó að flestum þyki athafn-
irnar nauðsynlegar og geðþekkilegar.
Stefán Jónsson, Utsýn, 79. 70. '59.
Ekki einu sinni belgisku
Ungfrú Lúxemborg var annars að flýta sér til
Ameríku, kann ekkert tungumál nema Luxem-
borgsku og lírils háttar í frönsku.
Timinn