Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 58

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Síða 58
Fyrir nokkru síðan var látið svo heita, að Þjóð- L 11 ft L I J I leikhúsið hefði hafið vetrarstarfsemi sína, enda þótt þar hafi fram að þessu verið fátt um feita drætti. í sambandi við fyrirhugað vetrarstarf hafði Þjóðleikhússtjóri að venju viðtal við blaðamenn. Þetta viðtal var að flestu ieyti svipað því, sem gerzt hefir undanfarin haust. Löng upptalning á leikrit- um, sem ýmist var ákveðið að sýna, hafði verið talað um að sýna, Þjóðleikhússtjóri hafði séð á ferðalögum sínum eða hafði heyrt getið urn. Hvernig efndirnar verða, kemur svo í ljós á sínum tíma, en óneitanlega hefir mönnum stundum fundizt, að leikhússtjórn væri full-fljót á sér að skýra frá fyrirætlunum sínum og ætti að athuga betur í tæka tíð, hvort hún getur staðið við það, sem hún segist ætla að gera. Til dæmis þykir mönnum að vonum einkenni- legt, eftir að það hefir verið á almanna vitorði mánuðum saman, að tiltekið leikrit ætti að vera fyrsta viðfangsefni leikársins, skuli það allt í einu vera orðið jólaleikrit, án þess að leikhúsið gefi nokkra skýringu. Leikarar komu úr sumarleyfum sínum 1. september. Þegar þetta er ritað er kominn 9. október, og ekkert nýtt hefir enn sézt á sviði Þjóðleikhússins. Ætlast leikhúsið til, að menn taki þessu fagnandi og ldjóðalaust sem eðlilegum starfsháttum? Væri fram á of mikið farið, þótt almenningur bæði um einhverja skýringu? Þá hlýtur fyrsta spurningin að verða: Iíversu marga mánuði fram í tímann er starfsemi leikhússins ákveðin, og hefir leikhúsið aldrei neinar varaskeifur, ef áætlanir þess fara út um þúfur? Eitt af því er Þjóðleikhússtjóri tjáði blaðamönnum var það, að í vetur mundi ekki verða um neinar óperusýningar að ræða í Þjóð- leikhúsinu. Verður þetta að teljast furðuleg ráðstöfun þegar á það er litið, að óperu- og óperettusýningar leikhússins hafa notið sér- stakrar hylli leikhússgesta, og einnig það að fjárhagslega munu þessar sýningar hafa verið hagstæðar fyrir leikhúsið. Astæður þær sem Þjóðleikhússtjóri gaf fyrir ákvörðun þessari eru svo augljósar tylliástæður að ekki tekur að minnast á þær. En úr því ekkert kem-

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.