Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 61

Nýtt Helgafell - 01.10.1959, Side 61
LISTIR 131 Gunnlaugur Scheving Skammdegisnótt að málarinn hafi ýtt fyrirmyndinni til hliðar, af því að hún kom honum ekki frekar að gagni en hver annar dráttur í ásjónu mann- eskjunnar og umhverfis hennar. Aftur á móti færir hann flest í stílirin svo að segja inisk- unnarlaust. Hann hefur um sinn glatað hæfi- leikanum til að sjá mann eða dýr frá tveim hliðum í einu. Allir fletir eru raunverulega flatir, allar línur annaðhvort mjó strik, eins- konar ívaf eða breiðar útlínur. Auðgi litrúms- ins er óspart færð myndinni til tekna. Djúpu og sterku hljómarnir hrinda hver öðrum frá sér og skapa sífelldar hræringar á yfirborð- inu, þeir þjappa taugum hennar sarnan, ef ég mætti komast svo að orði. Þetta allt ber að hafa í huga þegar bent er á eitt atriði til viðbótar: hinu köldu, yfirlætislegu ró. Hún er grundvöllur hugmyndar „Skammdegisnæt- ur“, stóru Jónsmessumynidarinnar og nokk- urra annarra listaverka Gunnlaugs. Iljörleifur Sigurðsson

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.