Alþýðuhelgin - 07.05.1949, Blaðsíða 4

Alþýðuhelgin - 07.05.1949, Blaðsíða 4
132 ALÞÝÐUHELGIN afraiöan á höfði. Sagt er, að hann ÝÍiafi verið manna glaðværastur og >*f-ábærlega skemmtilegur félagi. £’í tarfsbræður lians við leikhúsið ?e tskuðu liann allir og dáðust að hon- *'i;m. Samtíðarskáldin báru fyrir 1 onum mikla virðingu. Eitt þeirra .Hr rðist þó á hann á prenti og bar >-<1 onum ritþjófnað á brýn. Sú ásökun «£f ;1I þó um sjálfa sig, og er ekki vit- 'að, að Shakespeare hafi erft þetta. I inhver bezti vinur Shakespeares ■s ar hið snjalla skáld Ben Jonson. I Ierkur félagi þeirra skáldanna 1 omst þannig að orði um samræður jeirra og orðheppni: „Fyndni þeirra a ar víðfræg. Marga háðu þeir glím- i na á orðaþingi, og var unun á að 1 lýða. Standa þeir mér ljóslifandi f yrir hugskotssjónum, og vil ég líkja s ;nnum .þeirra við það, er stór, s aönsk galeiða og brezkt herskip c igast við. Jonson, — í líki galeið- i nnar —, var langtum hábyrtari í 1 erdómi, saman rekinn og traustur, c n seinfær nokkuð í vendingum. f hakespeare líktist enska herskip- <5 íu, léttari til siglingar, beitti fram "ílg aftur, snerist við öllum föllum sæiti öllum vindum, sakir eld- ’-^íjótrar hugsunar, snarprar hnyttni Qg ógleymanlegrar fyndni.“ Ben Jonson hefur ritað nokkur féflrð um Shakespeare, auk þess sem "“1 ann orti fagurt ljóð að honum ■““iitnum. Er þetta að heita má hinn V? ini ritaði samtíðardómur, sem til £$r um skáldið, og þykir því merki- '“í :gur. Jonson segir meðal annars: „Ég minnist þess, að leikendur j átu þess oft Sliakespeare til heið- i rs, að hann hefði aldrei, þá er hann i$taði, strikað yfir nokkra línu eða tíreytt einu orði. Ég svaraði þeim: Ifann hefði átt að strika yfir þús- und. Þeir töldu það mælt af öfund clg illvilja. En svo var ekki. Ég hefði qkki sagt þetta nema því aðeins, að mér blöskraði fávizka þeirra, sem ýildu nota það til hróss vini mínum, tíem var hans mesta yfirsjón. Þessi arð eru í fullri hreinskilni sögð, því 4g dáði manninn og elskaði hann, enda heiðra ég minningu hans eins rtíikið og ég má, svo að ég geri hann ejkki að afguði. Hann var vissulega ^óður maður, hreinlyndur og ör- lyndur, gæddur miklu ímyndunar- dfli og hugmyndaflugi. Málfæri lians var ljúft og orðin lágu svo á tíraðbergi hjá honum, að stundum W!LL!AM SHAKESPEARE GREFTRUNARLJÓÐ YFIR IMÓ6EN (Úr .sjónleiknum „Cymbeline“, IV. þ. 2. atr.)' Hræðstu ei sólar hita bál, hríðar grimma vetrar raun; hefur lokið heims við tál, hinnig bíða verkalaun: Sveinar ungir, fögur fljóð fara líka á heljar slóð. Hræðstu ei byrsta höfðings brá, hans nú máttlaus reiðin er, mikil eik og minnsta strá má á einu standa þér: ríki, frami, fræðin góð fara líka á heljar slóð. Hræðstu ei elding ár né síð, eða bitran þrumutein, hræðstu ei öfund, napurt níð, nú er úti um sæld og mein: ástin ung og æskan rjóð allt fer loks á heljar slóð. Ei þig særing særi! sízt þig galdur hræri! óhreinn andi fjær þér! Illt ei komi nær þér. Sé þér vært und grænni grund, gröf þín víðfræg alla stund! Gísli Brynjiílfsson þýddi. var nauðsynlegt að stöðva hann. Fyndni hans var stórkostleg, en hann hafði ekki alltaf fulla stjórn á henni. Hann var stundum eins og stríðólmur gæðingur, sem þurfti að spelcja. Oft varð honum það á, sem maður gat ekki annað en hlegið að. En hann friðþægði fyrir yfirsjónir sínar með kostum sínum. Með hon- um bjó miklu meira er lofa mátti en fyrirgefa þurfti.“ Þessi lýsing Jonsons, þótt blandin sé nokkurri gagnrýni, sýnir eigi síður en margt annað, hvílíkur yfir- burðamaður Shakespeare hefur ver- ið. Sé það rétt, að hann hafi aldrei strikað út eina línu í ritum sínum, en látið það standa, sem fyrst kom í hugann, er það ofurmannlegt, þegar þess er gætt, hve örsjaldan þess kennir að hann dottar! Eigi er þó ástæoa til að ætla annað en að Jonson segi hér í aðalatriðum satt frá vinnubrögðum hans. Styrkja það og þau orð, sem vinir Shakes- peares tveir, Ileminge og Condell, segja í formála að heildarútgáfu á ritum hans frá 1623. Telja þeir út- gáfuna trausta, þar sem farið sé eftir eiginhandarritum skáldsins, og miklu áreiðanlegri en hinar stolnu útgáfur, sem ýmsir bókaútgefendur höfðu þegar prentað af einstökum leikritum. Og handrit Shakespeares eru góð, segja þeir, „hönd lians og hugur fóru jafnan saman, og það, sem hann hugsaði, féll honum svo létt að orða, að við höfum varla orð- ið varir við eina yfirstrikun í ritum hans.“ * Eins og fyrr segir, liggja eftir Shakespeare 35 leikrit, auk all- margra ljóða. Hér er þess enginn kostur, að gera grein fyrir þeirri óhemju auðlegð, sem í leikritum þessum er fólgin. Skal lesendum þess í stað bent á fróðlega grein um leikrit Shakespeares, er birtist í Eimreiðinni 1928, bls. 270—282, eftir prófessor Richard Beck. Þó skal hér lauslega getið nokkurra frægustu leilcrita skáldsins. Með öruggri vissu verður nú eigi úr því skorið, í hvaða röð leikritin eru samin. Þó hefur reynzt kleift að skipta bókmenntastarfsemi skáldsins í fjögur tímabil, og er það til nokk- urs hægðarauka er rekja skal þroskasögu þess. Fyrsta tímabilið, 1590—94, er mótað af æsku skáldsins, og ber þar nokkuð á því, að það sé enn leitandi í list sinni. Áhrif frá eldri skáldum eru auðsæ. í gamanleikjum ríkir gáski og fyndni, skáldið hefur mikla ánægju af orðaleikjum, skemmtir sér við að bregða upp svipmyndum af skoplegum og fáránlegum per- sónum, leggur mikla áherzlu a skringilega atburðarás. Beztu leik- ritin frá þessu tímabili eru A Mid- summers Night’s Dream, Romeo and Juliet og King John. Hið fyrsta er fallegt og gáskafullt ástarævintýri; þar er ástinni lýst sem hvikulli og flögrandi tilfinningu, sem bregður þó á lífið fögru og heillandi glitn líkt tunglsljósi á sumarnóttu. 1 Rómeó og Júlíu er ástin hins vegar Frh. á 135. síðu. Í

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.