Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Blaðsíða 16

Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Blaðsíða 16
224 ALÞYÐUHELGIN renningur nokkur, er Sveinn hét, auknefndur ,,kjafta-Sveinn“. Er þeir heilsuðust, tók Guðmundur þurrlega kveðju Sveins. Fauk þegar .í Svein, sem var uppstökkur og al- ræmdur orðhákur. Sagði hann þegar við Guðmund: ,,Það er von þú sért stoltur, kaghýddur þjófurinn.“ Kom allmjög á Guðmund, og svaraði hann engu. En á vökunni um kvöld- ið kvað Guðmundur vísur nokkrar um Svein og brá honum ósnotrum brigzlum, og sögðu flestir, að þau væru sönn. Þetta er í vísunum: Þó minn sé hróður mikið rýr, má ég ei við því sporna, en sízt ég lærði að sjúga kýr, svo sem þú til forna. Vestur sveitum var ég á, vafinn fátækt minni. Stal ég þó aldrei steilcum frá Stapa-maddömunni. Fleiri voru vísur þessar, og eru sumar naumast eftir hafandi. (Lbs. 2006 4to.) SÍRA BENEDIKT IIANNESSON. Benedikt prestur Hannesson frá Kvennabrekku, er lengi þjónaði Miðdalaþingum og andaðist 1816, var glettinn maður og gamansamur. Kona hans var Þórunn Ólafsdóttir sýslumanns í Iiaga Árnasonar og Halldóru Teitsdóttur. Það er sögn gamalla manna í Dölum, að Bene- dikt prestur byggi fyrst með ráðs- konu, er gjarnan vildi eiga hann. En það var að áliðnu sumri, að hann hafði beðið Þórunnar, er komið hafði verið til handiðnanáms norð- ur að Hofi á Höfðaströnd til Guð- rúnar Skúladóttur landfógeta, er átti Jón sýslumaður í Hegranesþingi Snorrason prófasts á Helgafelli. Fyrir því fór Benedikt prestur norð- ur og vissu fáir um erindi hans og kvæntist Þórunni norður á Hofi. En er hann kom lieim vestur að kvöldi dags, bjó ráðskonan upp sæng hans, en spurði kvenmann þann, er með honum kom, hvort hún vildi eigi fara að hátta. Prestur heyrði til og spurði, hvar hún ætti að sofa. „Hjá mér,“ kvað ráðskonan. ,,Ég ætla að láta hana híras thjá mér,“ sagði prestur, „ég hef haft það svo í ferð- inni.“ Þóttist þá ráðskonan vita, hver efni mundu í vera. Ráðskonan fór burtu um vorið. (Annáll 19. aldar.) BORGARFJÖRÐUR. Sagt er, að Oddur biskup Einars- son í Skálholti hafi kveðið þessa vísu um landgæði í Borgarfirði: Borgarfjörður er bezta sveit, . ber hann langt af öðrum, hefur svo margan heiðursreit sem haninn er þaktur fjöðruni- (Menn og menntir.) Ritstjóri: Stefán Pjetursson,

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.