Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Blaðsíða 11

Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Blaðsíða 11
ALÞÝÐUHELGIN 219 ufr*i-.-.n. -m..:ruvr.r ->-ii .aa.'Tí• ar.natrfc.< - attafsmhtfafM>x-gmHaðim■—ftate hoinin 1 Usló. Harmagráfur Matthíasar. Eftirfarandi skopkvæði er gert á þeim árum, er þjóðskáldið Matf'ias Jochumsson var ritstjóri Þjóðólfs, árin 1875—1880; þó er það eigi eidi'a en frá 1877, því það ár var síra Arn- Jjótur kjörinn þingmaður Norð-Mýl- ;Jnga. Liiefní’ kvæðisins er ókunnugt þeim, sem þetta ritar. Það er lipur- lega kveðið, enda mun Indriði Ein- arsson hafa átt þar hlut að máli. Þótt kvæðið hendi góðlátlegt gys að viss- um eðlisþætti Matthíasar, er á- stæðulaust að veigra sér við að birta það. Matthías þolir það vissulega. Harma mína svo ég syng, samróma við Steingrím. Arnljótur kemst inn á þing þjá illa kristnum Múlsýsling, sem vildu hvorki velja mig né Steingrím. Þeir sendu Jón til Svíþjóðar, en sáu ei mig né Steingrím; honum boðið bankó var, hann bragðaði ekki á því par. Hver hefði sagt hið sama um mig og Steirgrím? Okkur bannast öll sú fremd, sem á við mig og Steingrírn. Oddgeir setur alla í nefnd, eins og þáð væri drottins hefnd,. en þykist hvorki þekkja mig né Steingrím. Þegar ísland kóng sér kýs, ég kvíði um mig og Steingrím, kjósendurnir koma á ís og kjósa ,,þann, sem úti frýs“, en vilja fráleitt velja mig né Steingrím. Megi eg nokkra meiri sjá menn, en okkur Steingrím, í fyrsta „Þjóðólf“ flengi’ eg þá, svo fólkið raular: ná, ná, ná; eg flengi þá, en faðma mig og Steingrím. Það gengur lítið, guð það veit, ég græt fyrir mig og Steingrím. Eg held ég fari upp í sveit á einhvern vígðan kirkjureit, að syngja messu um sjálfan mig og Steingrím. KRISTÍN STERKA. Á fyrra hluta 19. aldar lifði kona sú í Borgarfjarðarsýslu, sem Kristín hét. Hún var skörungur liinn mesti og greind vel, enda töldu margir að ’hún væri bæði forspá og skyggn. Hún var svo römm að afli, að fæstir 'karlmenn höfðu við henni. Gott þótti Kristínu í staupinu og gætti hún ekki alltaf hófs, þegar brenni- vínið var annars vegar. Einhverju sinni var það í réttum, að hún hafði sopið óspart á pyttlunni. Lenti hún þá í handalögmáli við oflátung nokkurn og hafði betur. Um kvöldið hittist svo á, að hún fékk gistingu á sama bæ og norðlenzkur maður, Lúð- vík að nafni, er var drykkjumaður og skóldmæltur vel. Voru þau með há- vaða og ryskingar á bænum, svo að til vandræða horfði. Var þá tekið það ráð, að loka þau inni í lierbergi einu, þá kvað Lúðvík til Kristínar: Mín er Kristín mesta gull, mikil jafnt í hönd og sinni. Við skulum bæði vakna full, vina mín, í eilífðinni.

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.