Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Blaðsíða 13

Alþýðuhelgin - 13.08.1949, Blaðsíða 13
ALÞÝÐUHELGIN 221 eftir þeim, að ganga með svart flúr um hattinn). Enginn kvenmaður má ganga með rauð bönd um hattinn, í engu húsi má vera dans eða hljóð- færasláttur, og í engri kirkju er spilað á organ, en prédikunarstólar °g ölturu eru klædd með svörtu. Nú er allt þegjandi og undarlegt; spila- rnenn koma ei í garðana eftir venju með sínar flautur og hörpur; þetta er mikil umbreyting. Nú þegar kóngurinn lá á böruri- um, sem er venja að öllum standi frítt fyrir að sjá líkið, eftir vissri °rðu, í tvo tíma f. m. og tvo e. m., frá kl. 10—12 og frá kl. 4—6, fyrir miðdag fyrir allt stríðs- og herklætt fólk, e. m. fyrir almenning, suma daga fyrir bændur utan af Sjálandi, sem og brandfólk, og svo var erfitt að komast inn að kóngsbústað, því fólksfjöldinn var svo mikill, að maður barst langan veg, sem maður kom ei við jörðina, og margir gengu kl. 12, til að verða næstir, þá upp Væri lokið hallardyrunum, en þá voru allareiðu svo margir komnir, að þeir, sern komu þá, gátu ei kom- izt þann dag, á meðal hverra Páll Einarsson lagsmaður minn var einn. Svo næsta dag eftir lánaði hann sér stríðsklæði, svo komst hann inn. Nærri lá, að ég lánaði mér líka, og Var ferðbúinn; þá heyrði ég, að þá sðsækti minna fólk; komst ég svo inn siðvanalega klæddur. Jón Bern- harðsson og Þórarinn Hafliðason, vinir mínir, gengu með. Vorum við þá kannske nokkuð vígalegir. Þá við komum inn, gengum við upp ótal- Uiargar tröppur eða stiga; það var allt yfirklætt með svörtu klæði; eins allir veggir og loft, svo engir giuggar sáust, allt var svart og hauðalegt. Þar brunnu luétir með svörtum glerkúlum í hverju horni, en það sendir litla birtu frá sér, því ekkert kastaði af sér, þar allt var svart. Þá var kveðið: Þegar vér fórum fyrst að sjá vorn fylki kæra, fjörvi rændan, fylgdi oss eftir flokkur bræðra og fjöldi manna, stórra og smá. Þar mætti okkur sorgin svarta, sendi ei geisla ljósið bjarta. Líka sáum við lofðungs ná, ijómandi gull og auðlegð hjá. Ei taldi ég hvað mörg verelsin v°ru, áður maður kom í þann stóra sal, sem líkið var í, en í hverju ver- elsi voru varðmenn og þénarar kóngs, alvopnaðir, þénararnir með hvít og rauð silkibönd á hægri öxl- inni, sem ná niður undir olboga. í næsta sal þar sem líkið var, var fjöldi af kórklæddum drengjum (ca- dettum) og þar með tveir lautin- antar; þeir voru allir með nakta korða. Svo komum við í þann há- tíðlega sorgarsal, þar sem leifar hins æðsta voru lagðar í eirkistuna, en hana gátum við ei glöggt séð íyrir því gulllega líni, sem lá út af tinkist- unni á allar síður, það var í sínum konunglega skrúða, sem hann var kistulagður í. Þar brunnu undra- mörg ljós á hér um bil 4 álna háum silfurarmstjökum. Við höfuðið lá hans gulllega kóróna og veldisspíra, samt korði og sá stærsti eðalsteinn, sem er í ríkinu. Við hverja hlið lágu allar hans orður og heiðursteikn; ei veit ég vissu á, hve margar þær voru, en ég taldi 16; allt var þetta óvenjulega fallegt. Þar stóðu þessi orð með gulllegu letri, stóru, þegar maður kom inn af dyrunum: Guð og föðurlandið. Við höfðagafl kistunn- ar stóð konungs æðsti ráðgjafi, með eina langa spíru, sem líktist arn- geiri, með sorgarflaggi á, en aðrir æðstu ráðgjafar stóðu í kringum lík- ið í gulllegum klæðum, allir þegj- andi og hreyfingarlausir, eins og væru dauðir hlutir, og heyrðist þar hvorki stuna né hósti. Við fætur konungs stóðu þrjú logagyllt silfur- ljón, sem voru á stærð við vetrunga (svo nærri má geta, hvort þau hafi kostað nokkuð). Mín augu sáu fá augnablik þessa hátíðlegu sjón, já, yfir þá undrunarfullu prýði, og það sæla lík, með bera ásjónu, sem dauðinn hafði gert líkan sjálfum sér, því í lifanda lífi var það alla jafna, að hann sýndist að vera bros- andi. Eins var sem ég væri í nokk- urri leiðslu, þá ég gekk í gegnum þessa mörgu, svörtu itali, en ég gekk tvisvar í gegnum. í annað sinn þá hann var kistulagður. Þá gekk ég þangað með Þorsteini Guðmunds- syni frænda (það er son Guðmundar í Hlíð í Hreppum; hann er kunst- málari); ei var þar síður hátíðlegt uppi en fyrr; nú brunnu fleiri ljós. Konungur lá í þrem kistum, sú innsta var af eiri, sem fyrr segir. Sú utasta kista var öll gulli og silfri bú- in, yfirklædd með svörtu flaujeli, sem var sett fast með hér um 200. smáum krónum. Á höfðagafli kist- unnar var einn stór silfurskjöldur með ríkisins merki, og við fótagafl- inn var og svo einn skjöldur stór úr silfri, með letri, og sendi ég ykkur máske nokkur blöð, sem þið getið séð hvaða orð hafa staðið á skjöld- um og á hliðum kistunnar. Yfir höfðagafli kistunnar var hans kór- óna, undir gulllegum himni, sem var yfir kistunni. Undir kistunni var hér um 8 álna langur stöpull, og 4 álna breiður, með logagylltum myndum, en hvað myndir þessar hafa að þýða, má s.já í þeim Berlínsku tíðindum, sem ég sendi hér með. . 1 Hofgullsmiður Dalhoff bjó kistuna og steypti þær ljómandi myndir og undrafallegu, sem voru á þessari upphækkan, sem kistan stóð á, og þar til hjálpaði hans bróðir, H. Dal- hoff. Þau stóru silfurljón stóðu eins og áður við fótagaflinn kistunnar; þetta var í þeim stóra riddarasal í kon- ungsbústaðarhúsunum. Þá er það sæla lík var í burtu flutt, föstudags- kvöldið 25. febrúar, milli kl. 9 og 12 var allur staðurinn illumíneraður, það er: allir gluggar fullir með Ijós- um; hér um bil 30 ljós í hverjum glugga í þeim stóru. Tvö skip lágu við Nýhöfn; hvert einasta band og mastur var alþakið með ljósum. Þá líkfylgdin fór fyrir bí, skutu þeir af stykkjum 40 skot. Allir stríðsmenn og borgarar stóðu í fylkingum, allt einn múrveggur á hvora síðu, allan þann veg, sem sú hátíðlega líkfylgd skyldi fara í gegnum. Allir voru al- vopnaðir, sumir með sverðum, korðum, byssum, arngeirum og öx- um; eins ríðandi stríðsmenn með nakta korða, samt pólitíe (réttar- þjónar), allan þann langa veg voru uppsett tré, hér um 10 faðma langt á millum, og voru blys á endunum. Þar var uppreist grindverk eitt, á hverju brunnu blys; þar skyldu söngvarar allir syngja, þá konungs- líkfylgdin fór fyrir bí, og við borgar- hliðið, sem keyra átti í gegnum (sem heitir Vesturport); voru allir söngv- arar, bæði handverksmenn og stúd- entar, hér um 400 manns, sem allir sungu þá líkfylgdin fór hjá eða keyrði í gegnum portið. Á portinu stóðu þessir stafir, sem voru tómum ljósum settir, svp leiðis: Faðir, far vel. Fyrir utan Vesturport var upp-

x

Alþýðuhelgin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.