Alþýðuhelgin - 24.09.1949, Page 4

Alþýðuhelgin - 24.09.1949, Page 4
244 ALÞÝÐUHELGIN landi. Kofortið mitt og pokinn í stafni og ég einhvers staðar innan- börðs. Um erindislok okkar við fyrsta togarann, sem við nú heim- sóttum, var sömu sögu að segja og daginn áður. En þá uppgötvaði Ól- afur það, að togari einn, þar all- skammt frá, var vel fiskjaður, lík- lega að því kominn að halda heim- leiðis. Skipstjórinn, sagði Ólafur, væri ungur og röskur maður. Kvaðst hann vera vel kunnugur honum. Þetta var síðasta trompið. Þar kom ég, í fyrstu, sjálfur lítið við sögu. Þeir gengu á eintal, Ólaf- Ur og skipstjórinn. Vissi ég ekkert hvað þeim fór á milli. En að stundu liðinni kemur Ólafur til mín, með þær fréttir, að þessi skipstjóri ætli að taka mig með. En þegar til Eng- lands kæmi, yrði ég að sjá um mig sjálfur. Við þessi tíðindi varð ég himinlif- andi glaður. Nú kæmist ég þó t‘1 Englands! En þetta „að sjá um mig sjálfur þegar þangað kæmi“, lá mér í léttu rúmi. Nú var allt fengið. Nú hlaut ég að læra að tala ensku, og það vakti alltaf í vitund minni sem aðalmálið. Ég kvaddi svo Ólaf, innilega þakk- látur honum fyrir hina miklu hjálp hans og fyrirhöfn. Eitthvað ympraði ég á borgun síðarmeir. En hann af- tók með öllu, að ég hugsaði nokk- urn tíma um greiðslu til sín. En gaman þætti sér að fá línu frá mér um það, hvernig mér reiddi af. Og hræddur er ég um, að honum hafi fundizt þetta ferðalag mitt hálfgert — ef ekki algert — feigðarflan. Skipstjórinn fór með mig niður í káetuna, og sagði, að hér ætti ég að vera, og sofa á bekkjunum, annars væri ég sjálfráður ferða minna um skipið. Nú ætti hann eftir að fiska í tvo daga. Að því búnu legði hann á stað heimleiðis. Þarna í káetunni hélt ég að gæti farið vel um mig. Hiti vár þar nóg- ur, ofninn rauðkyntur, og bekkirnir vel breiðir, með „stoppuðum“ sæt- um. En ekki var ég búinn að vera lengi, áður en sjóveikin fór æði ó- þyrmilega að gjöra vart við sig. Svo er ekki að orðlengja það. En í 4 daga lá ég þarna, kúgaðist og kvaldist, og að mér fannst, fárveikur og neytti einskis martarkyns. Allir voru skip- verjar mér mjög góðir og vildu að um mig færi sem bezt. Sjór var alltaf ókyrr, og valt skip- ið svo mjög, að ég hafði ekkert við- þol að liggja á bekkjunum. Lét þá skipstjórinn mig fara inn í klefann sinn. Þar lá ég á gólfinu með nóg af teppum undir og ofan á. Að kvöldi hins fjórða dags, er við vorum staddir út af Færeyjum, misstum við mann útbyrðis. Mað- ur þessi var að koma fyrir ljóskeri aftur á skipinu, þegar brotsjór gekk yfir og tók hann útbyrðis. Skipið var þegar í stað stöðvað, og lengi svip- azt um eftir honum, en árangurs- laust. Mikið sýndist mér skipshöfnin taka sér þetta slys nærri. Á fimmta degi fór mér að batna sjóveikin. Nú var líka veðrið að batna, og brátt kom blíðalogn og sléttur sjór. Þá var ég allan daginn á þiljum uppi og lifði í vellystingum praktuglega. Þurfti ekki að snerta hendi við nokkru verki. Að afliðnu hádegi hins 17. apríl, eða á áttunda degi frá því að ég kom um borð í togarann, komum við til eyjarinnar Long Hope. Eyja þessi er nyrzt við strönd Skotlands. Þar er góð, opin höfn, og lágu þar mörg stór, gömul barkskip full af kolum, nokkurs konar forðabúr handa skip- um, sem þarna eiga leið, og þurfa á kolum að halda. Þarna var fagurt til lands að líta. Við höfninni blasir græn grasbrekka, og var hún, til að sjá, eins og vel sprottið tún heima í sláttarbyrjun. Þennan dag var yndislegt veður, stafalogn og glaðasólskin. Þetta fagra veður og grasbrekkan græna höfðu þau áhrif á mig, að mér fannst ég skyndilega kominn í annan heim: vorheiminn íslenzka, sem mér hafði fundizt í slíkri órafjarlægð á leið minni frá Hafnarfirði til Keflavík- ur, vansællar minningar. Sama ágæta veðrið hélzt alla leið- ina úr þessu. Nú var ég orðinn alveg hress, fann ekki framar til sjóveiki. Át og drakk eihs og hestur. Al!a daga var ég á þiljum uppi og horfði til strandar, í þeirri von, að sjá hið skozka hálendi, sem ég hafði gjört mér í hugarlund að væri bæði fag- urt og tilkomumikið. En einhver móðuslæða lá yfir landinu, svo ekk- ert sást til fjalla. Það mátti jafnvel segja, að fremur yrði strandarinnar vart að nóttunni en á daginn. Þvi' að á nóttunni sáust hvarvetna blik- andi vitar. Skipstjórinn sagði mér, að á leiðinni frá norðurenda Skot- lands til Humberárinnar mundu vera um 300 vitar. Þegar einn dagur ferðarinnar var eftir, fór fyrst fyrir alvöru að vakna hjá mér sú hugsun, hvað ég ætti til bragðs að taka þegar til Hull kæmi. Ég gat ekkert hugsað mér, þekkti þar engan mann, og ókunnur öllum stað- háttum. Þetta varð að skeika að sköpuðu. En eftir hádegið, einmitt þennan dag, benti skipstjórinn mér að koma með sér niður í- káetu. Skipstjórinn var stilltur maður í framkomu, ró og festa var í svipnum. Hafði mér frá því ég sá hann fyrst, fallið hann vel í geð. Þegar við vorum seztir, spyr hann mig, með mestu stillingu, hvað ég ætlist fyrir, þegar til Hull komi. Mér varð svarafátt, en sagði hon- um eins og var um fjárhag minn, og það, að ég þekkti þar engan mann. sem ég gæti leitað til, og vissi bók- staflega ekkert hvað ég ætti af mér að gjöra þegar til lands kæmi. En ef hann gæti gefið mér einhvei'iar bendingar í þá átt, væri ég honum mjög þakklátur. Við þessu sagðist hann hafa búizt. Og þess vegna hafði sér og stýri- manni smum komið saman um, að ég gæti fengið að vera háset.i með þeim á skipinu næstu veiðiför til ís- lands, í stað mannsins, er þeir misstu út. Ef ég vildi taka þessu og allt gengi vel, mundi ég, að þeirri ferð lokinni, hafa nægilega peninga, og þá yrði mér hægara um vik. Og loks hefði þeim talazt svo til, að ég færi heim með stýrimanninum, og yrði heima hjá honum þá 2 daga, er skipið stæði við í Hull. Þetta fundust mér boð sem af hinmnum send, tók þeim fegins hendi og með þökkum. En við nán- ari umhugsun var ég þó hálfkvíða- fullur. Ég hafði aldrei verið á svona veiðiskipi, kunni þar ekkert til verka, og hlífðarföt hafði ég engin. Svo var eitt til, þó aukaatriði og léttara á metunum, að þessi stýri- maður var sá eini af allri skipshöfn- inni, sem mér geðjaðist eKki að. Hann var mesti garri í allri fram- komu, orðljótur og klæminn, sóða*

x

Alþýðuhelgin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðuhelgin
https://timarit.is/publication/1050

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.