Alþýðuhelgin - 15.07.1950, Page 5
ALÞÝÐUHELGTN
207
(Nl.)
Og á kvöldin þegar hún sat hjá
lífshættulega útvarpstækinu sír.u,
og vindurinn hamaðist í björkinni
úti á hlaðinu, svo að greinarnar
strukust við gluggann, og þegar hún
lét dyn hinna stóru hljómsveita
fylla stofuna — já, þegar hún lét
þrjú hundruð manns í London spila
fyrir sig og hækkaði í tækinu sem
framast var unt, svo að Beethoven
flóði eins og skriða og villt fossaföll
milli hillunnar með postulínshund-
inn og pottblómanna í glugganum,
þá lifði hún ógnirnar frá hallandi
þilfari „Titanic’s“ hvernig konur,
karlar og börn æptu út í nóttina í
ægilegri hræðslu við dauðann í haf-
inu. Þá skolaðist sjórinn — ískaldur
— um stofuna hennar sjálfrar og>
fyllti huga hennar. ís óendanleikans,
svo bláum og háum allt í kringum
hana. Og síðan — þegar tónarnir
þögnuðu — reri hún lengi yfir prjón-
unum sínum; hún var að prjóna á
hann Jón.
Ekki ósjaldan kom fólk gegnum
skóginn, og það var gamall siður hjá
því að koma við hjá Lísu. Einu sinni
hafði hún haft dálítið upp úr því að
framreiða kaffi og láta í té húsa-
skjól; þá kom það oftar, nokkrum
sinnum í mánuði, þegar veðrið var
sæmilegt.
En jafnvel nú, í stríðinu, þegar
menn fóru ekki að óþörfu um skóg-
inn, komu nokkrir við hjá henni,
alltaf karlmenn. Stundum gátu þeir
heyrt í útvarpinu inn í skóginn, áður
en þeir fundu húsið. En ef þeir komu
í rökkrinu eða um miðja nótt — sem
líka kom fyrir — sáu þeir oft ljósið
úr stofuglugganum langa leið. Lísa
var ekki mikið að hirða um myrkv-
unina og oft sat hún uppi og lét ver-
öldina hljóma inn í stoíuna, þangað
til langt fram á nótt. Hún hlustaði á
erlend mál, sem hún skildi ekki, og
það gerði skelfingar heijnsins ennþá
skelfilegri og leyndardómsfyllri. Og
mennirnir, sem komu, hlustuðu ótta-
slegnir á allan heiminn hér uppi á
skógarheiðinni, og síðar töluðu þeir
ekki um það við nokkurn mann, sem
þeir höfðu heyrt. Flestir vissu um
dauða sonarins og héldu að hún væri
dálítið einkennileg í höfðinu.
Einn dag fór liar.n líka um. Hann
hann var þreyttur og uppgefinn eftir
haltraði — nú mundi hún það! — og
ferðalagið. Hún horfði á þéttan hár-
vöxtinn, sem náði dálítið fram á mitt
ennið, hún sat um að komast að því,
hvort hann myndi það, hvort hann
þekkti hana aítur. Hún bar honum
kaffið í .elahúsinu og fór inn og tók
til í herberginu, en hann sat við
borðið með slitinn vaxdúkinn og tal-
aði inn um opnar dyrnar. Það hafði
hann líka gert í hitt skiptið; það voru
þrjátíu ár síðan og næsta ár varð
hún sjötug. Það hafði verið vikið að
því í sveitinni að senda hana á gam-
aimennahæli. En hún vildi ekki fara
á gamalmennahæli.
Hann sötraði gervikaffið og talaði
um stríðið og dálítið um sjálfan sig.
Har.n var umboðssali fyrir sauma-
maskínur — mundi hún það líka!
SAGA EFTIR JOHAN BORGEN.
— og fór hér um sveitirnar og inn-
heimti peninga. Hann hafði líka gert
uppgötvun í sambandi við sauma-
maskínur, dálitla endurbót; en það
hafði ekkert orðið úr því.
Það hafði ekki heldur orðið í hitt
skiptið. Nú mundi hún það allt sam-
an, allt saman.
En það hefði mátt gera eitthvað
með það ef hann hefði haft dálítið
af peningum. . . .
Já! Þannig var það. Það hefði mátt
gera eitthvað með það, ef hann hefði
bara haft dálítið af peningum.
Því eins og það var nú hafði mað-
ur aldrei tíma. ...
... Já! Já! nú kom skrítna orðið,
sem hún hafði ekki skilið þá. Hún
stóð inni í herberginu og hristi höf-
uðpúðann með gamla hálminum, sem
stóð út úr einu horninu. Hún hefði
látið nýjan hálm í púðann, ef hún
hefði vitað, hver myndi koma.
. . . Maður fékk aldrei tíma til að
konsentrera sig.
Konsentrera. Það var orðið. Hún
hafði leitað svo oft að því. Hún skildi
það ekki vel þá. En síðan hafði hún
lært svo margt, var orðin vitur, og
gömul.
Og Jón var tuttugu og sjö ára,
þegar hann var drepinn í stríðinu.
Hún hugsaði um það, áður en hún
fór aftur fram í eldhúsið, þar sem
lampinn stóð á borðinu, og hann' sat
með breitt bak og beinar herðar.
Þannig hafði hann setið líka þá. Það
voru tvö ár síðan Jón var drepinn i
stríðinu.
.. . og þessir bölvaðir Þýzkarar,
sagði hinn ókunni. Hann tuggði hart
brauðið með erfiðismunum og gaf
Þjóðyerjum sökina á því, ’nvernig fór
með uppfinninguna. Lísa náði í
kaffiketilinn og gaf honum aftur í
bollann.
.. J svo maður varð að ganga um ár
eftir ár qg innheimta peninga fyrir
gömiu maskínurnar, en nú hafði
hann ekki haft neitt erindi fyrir
handan, svo hami brá sér hingað
gegnum skóginn.
Kún bætti í eldinn. Úti var kalt
og hvasst. Það var komið haust aftur.
Henni datt það í hug fyrst nú. Það
var komið haust og þeir vildu koma
henni fyrir á gamalmennahæli. Ef
hreppstjórinn kæmi gætu þeir sett
hana í fangelsi fyrir útvarpið.
Og allan tímann hugsaði hún, bak
við hinar Iiugsanirnar, sem komu og
fóru: Kannski man hann það ekki?
Svona karlmenn fara gegnum marga
skóga og leggjast með þeim, sem þeir
hitta, ungum eða gömlum. Kannski
man hann það alls ekki.
Útvarpið var í ólagi, þegar hún
ætlaði að opna það; hún gat ekki náð
stuttbylgjunum. Hann opnaði kass-
ann og þreifaði um spólur og leiðsl-
ur, en hún horíði á kvika ‘tilfinninga-
næma fingur hans. Svona höfðu þeir
þreifað sig áfram miili allra hennar
hnappa og borða áður fyrr. Hann var
svo fingrafimur. Það var eiginlega
það, sem hún var svo hrifin af. Hefði
hann ekki verið alveg svona fingra-
fimur í þann tíð, mundi hún hafa
hugsað sig um og sent hann einan
inn í herbergið. Það var svo sem
ekki í fyrsta skipti sem farið hafði
verið á fjörurnar við hana. Hún
horfði á kvika fingurna, sem léku
um ósýnilega hluti inni í tækinu,
skömmu síðar var það komið í lag.
Hann lokaði kassanum og lét hann á
sinn stað. Þáu hlustuðu á skelfing-
arnar. Jú, hann gat það, hugsaði hún.
Aftur og aftur hugsaði hún: hann gat
það. En allan tímann hugsaði hún
um „Titanic".
Og hún sá fyrir sér hið volduga
þilfar, sem hallaðist niður í hafið, og
öll ljósin, sem sukku í hafið og hurfu;