Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2007, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2007, Síða 10
miðvikudagur 8. ágúst 200710 Fréttir DV Georgíumenn ásaka Rússa um að varpa sprengju í átt að Tsitelubani sem er lítið þorp um sextíu kíló- metra norðvestur af Tblisi, höfuð- borg Georgíu. Sprengjan sprakk ekki og enginn meiddist en Georg- íumenn eru æfir yfir atvikinu. Rúss- ar neita ásökununum og segjast ekki hafa varpað sprengjunni. Atvikið er það síðasta af mörg- um sem komið hafa upp á síðustu tveimur árum en sambandið á milli þjóðanna hefur verið mjög stirt á þeim tíma. Fyrr á árinu sögðu yf- irvöld í Georgíu að rússnesk þyrla hafi skotið í átt að landamærum landsins en það sannaðist aldrei. Georgíumenn æfir Ásakanir um sprengjuárás Rússa í Georgíu eru síðasta atvikið af mörgum sem komið hafa upp á síðustu tveimur árum en samband- ið á milli þjóðanna hefur verið mjög stirt eftir að Georgíumenn settu fram áætlanir um að ganga í Nato á næstu árum. Innanlandsráðherra Georgíu, Vano Merabashvili, segir að sprengjan vegi um eitt tonn og ef hún hefði sprungið hefði mannfall orðið gríðarlega mikið. Hann segir að á mánudag hefðu tvær rússneskar flugvélar flogið um 70 km inn í land- ið, varpað sprengju sem síðan hafi endað í bakgarði nálægt heimahúsi. „Það er orðið hluti af æfingaáætlun rússneska hersins að laumast inn fyrir landamæri Georgíu. Munurinn í þetta skipti er hins vegar sá að þeir varpa öflugri sprengju,“ segir Shota Ustiashvili, talsmaður innanríkis- ráðuneytisins í Georgíu. Fleiri ráðamenn í Georgíu hafa tjáð sig um málið og eru flestir sam- mála um það að aðgerða sé þörf til þess að svara fyrir „ögrandi hegð- un“ rússneskra yfirvalda eins og Gela Bezhuazhvili, utanríkisráð- herra Georgíu, orðaði það. Rússar sakleysið uppmálað Yfirvöld í Georgíu færðu rúss- neskum yfirvöld formleg mótmæli í gærmorgun en yfirvöld í Rúss- landi ítrekuðu við það tæki- færi sakleysi sitt. „Rússneski flugherinn flaug hvorki á mánudag né þriðjudag yfir Georgíu. Rússland hefur aldrei flogið yfir landamæri Georgíu eftir að landið varð sjálfstætt,“ segir Alexand- er Drobyshevsky, yfirmaður rúss- neska flughersins. Rússneskur varnarmálasér- fræðingur, Alexander Golts, segir að án þess að Georgíu- menn komi með harðar sann- anir verði þetta ekkert annað en tilhæfulausar ásakanir. „Ég sé ekki hvers vegna rússnesk flugvél ætti að sprengja upp svæði svo nálægt Suður- Ódessu,“ segir Golts. Suð- ur-Ódessa tilheyrir formlega Georgíu en þar eru aðskilnað- arsinnar sem vilja sjálfstæði og njóta stuðnings Moskvu. Vaxandi spenna Georgíumenn hafa löngum ásakað Rússa um heimsvaldastefnu á meðan Rússar saka yfirvöld í Georgíu um þjóð- ernishyggju og andúð gagnvart Rússum í Georgíu. Meint sprengjuárás kemur á afar slæmum tíma. Samskipti virtust vera að batna á milli þjóðanna undir lok árs þegar Rússar voru tilbúnir til þess að leyfa Georg- íumönnum að kaupa af sér gas. Það var stórt sáttaskref af hálfu Rússa sem skáru á öll viðskipti við Georg- íumenn eftir að Georgíu- menn vísuðu fjórum rúss- neskum yfirmönnum í hernum úr landi á síðasta ári og sökuðu þá um njósnir. Rússar svöruðu með efnahags- þvingunum á hendur nágranna sinna í vestri auk þess sem þeir vísuðu fjölda Georgíu- manna úr landi. xxxx Yfirvöld í Georgíu saka Rússa um að varpa sprengju innan landamæra lands- ins. Rússar neita ásökununum en spenna fer sívaxandi á milli þjóðanna. Deilurnar eiga sér langa sögu. Spennan magnaSt ViðaR Guðjónsson blaðamaður skrifar: vidar@dv.is segjast saklausir vladimir Pútín segir rússa saklausa af sprengjuárás í georgíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.