Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2007, Side 15
DV Sport miðvikudagur 8. ágúst 2007 15
Sport
Miðvikudagur 8. ágúst 2007
sport@dv.is
Framtíð Alonso er
óráðin hjá McLaren
Valskonur hefja
leik á morgun
kr tekur á móti valsmönnum í fyrsta leik 14. umferðar landsbankadeildar karla í kvöld.
valur hefur unnið kr tvisvar sinnum í sumar og spurning hvort þeir haldi takinu. bls 16
FH leikur í dag síðari leik sinn við
Hvít-Rússana í FC BATE í annarri
umferð forkeppni Meistaradeildar-
innar. Fyrri leik liðanna lauk með sigri
Bate, 1-3, sem fram fór á Kaplakrika-
velli. Matthías Vilhjálmsson skoraði
fyrsta mark leiksins fyrir FH en gæði
Hvít-Rússanna eru mikil og þeir unnu
nokkuð sannfærandi sigur að lokum.
BATE-liðið er teknískt lið sem læt-
ur boltann ganga í fáum snertingum.
Þá eru þeir einnig líkamlega sterkir og
nýta sér öll mistök andstæðinganna
eins og sást í þriðja markinu sem þeir
skoruðu í Hafnarfirði í síðustu viku.
Þjálfari BATE, Igor Kryushenko, hvíldi
flesta lykilmenn í síðasta deildarleik
til að hans menn gætu fengið næga
hvíld fyrir leikinn gegn FH. Hann vill
að sögn heimasíðu liðsins fá stóran
sigur frá sínum mönnum.
BATE var stofnað árið 1973 en lét
lítið að sér kveða fyrstu árin. Frá því að
liðið komst á meðal þeirra bestu hef-
ur gengi liðsins verið mjög gott. Hef-
ur það unnið hvít-rússnesku deildina
þrisvar, 1999, 2002 og 2006, auk þess
að verða bikarmeistari 2005 og 2006.
Liðið er mjög ungt að árum og að
langmestu leyti skipað heimamönn-
um auk þess sem tveir rússneskir
leikmenn spila með BATE. Nokkr-
ir sterkir leikmenn hafa leikið með
BATE í gegnum tíðina og ber þar helst
að nefna Alexander Hleb, núverandi
leikmann Arsenal, og Vitali Kutuzov,
sem leikið hefur með AC Milan og nú-
verandi leikmann Parma. Báðir þess-
ir leikmenn hófu sinn feril með BATE
og fóru þaðan til stórliða í Evrópu.
Ljóst er að við ramman reip verður
að draga fyrir FH í dag og ekki líklegt
að liðið geri miklar rósir í leiknum.
Hins vegar er það hagur íslenska fót-
boltans að liðið komist sem lengst og
því um að gera að senda hlýja strauma
alla leið til Hvíta-Rússlands.
benni@dv.is
FH leikur síðari leik sinn við FC BATE í forkeppni Meistaradeildarinnar í dag
Við ramman reip að draga
heldur
valur takinu?
Ná FH-ingar að fagna í dag? FH
leikur síðari leik sinn við FC BatE frá
Hvíta-rússlandi í dag í forkeppni
meistaradeildarinnar.