Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2007, Side 22
Í langan tíma hef ég haft áhyggj-ur af eftirlitslausu fólki á öllum aldri. Hvernig má það vera að
þjóð nái að þroskast og
eflast þegar ekkert
eftirlit er með fólki?
Það þarf kjark til
að viðurkenna
brotalamirn-
ar í samfélaginu
okkar. Það hafa
Akureyringar gert og
það með þeim hætti að
ekki er unnt að fara á mis við kjark
og áræðni þeirra Akureyringa. Hér
er ekki verið að fjalla um takmark-
anir að bæjarfélagi þeirra norð-
anmanna. Ó, nei. Nema kannski
aðeins.
Fréttunum af Akureyri fylgdu myndir og á einni þeirra
sást mikið og
stórt skilti þar
sem meðal
annars stóð það
sem allir eiga
að vita og þurfa
að vita. Aðgangur
var bannaður fyrir fólk á aldrinum
átján til tuttugu og
þriggja ára, nema í
fylgd með forráða-
mönnum, nema
í fylgd mömmu
eða pabba. Það er
málið. Loksins sagði
þetta einhver. Orð í
tíma töluð. Hvaða vit er það að
tuttugu og þriggja ára fólk fari um
landið, fari hreinlega um allt án
þess að vera í fylgd með fullorðn-
um? Okkar blessaði dómsmálaráð-
herra gekk ekki aðeins lengra þegar
hann greip til sinna ráða. Hann
vissulega og blessunarlega bann-
aði tuttugu og fjögurra ára að gift-
ast, það er útlendingum.
Það var tímabært hjá ráð-herranum, en Akureyr-ingar hefðu átt að taka
ráðherrann sér til fyrirmyndar og
banna tuttugu og fjögurra ára að
koma til Akureyrar, nema þá í fylgd
mömmu og pabba eða ömmu og
afa. Nú er búið að gefa tóninn og
það er vonandi að fleiri taki upp
þráðinn og banni tuttugu og þriggja
ára að fara á bari og aðrar skemmt-
anir nema mamma komi með. Þá
yrði friðsælla og ekki væri þörf fyr-
ir allar þessar löggur, allar þessar
myndavélar og fleiri kæmu heilir
heim. Umfram allt, borðaði þetta
unga fólk hollari mat. Það er víst og
ekki er vanþörf á.
Hér eftir er best að taka öll-um tuttugu og þriggja ára og yngri með varúð, nema
þeir séu í fylgd með mömmu eða
pabba. Akureyringum verður seint
fullþakkað það áræði sem þeir hafa
sýnt og að hafa opnað augu þjóð-
arinnar fyrir þessari skæru lausn
á vanda þjóðarinnar. Það er ekki
bjóðandi að tuttugu og þriggja ára
fólk fari um land og bæi án þess að
forráðamennirnir séu með. Nú er
búið að stoppa þessa
vitleysu og hún skal
aldrei í gang á ný.
Svo væri mörgu
foreldrinu rórra
ef sama gilti um
giftingar Íslend-
inga og dóms-
málaráðherrann
gerði varðandi gifting-
ar útlendinga. Forráðamennirnir
verða að koma að ráðahag tuttugu
og þriggja ára. Treyst er á að Akur-
eyringar bjargi því.
miðvikudagur 8. ágúst 200722 Umræða DV
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson
framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal
ritStjóri og áByrgðarmaður:
Sigurjón m. Egilsson
fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson
fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson
aðStoðarritjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir
auglýSingaStjóri: auður Húnfjörð
Umbrot: dv. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins.
Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
aðalnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010,
áskriftarsími 512 7005, auglýsingar 512 70 40.
AkureyringAr og
forráðAmennirnir
Daggeisli
Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar. ...og bera saman árangur í stangarstökki og hástökki.
Dagblöðin, lesin og ólesin
leiðari
Capacent hefur birt niðurstöður úr lestrarkönnun sem gerð var í vor. Þar kemur fram að lestur DV hefur auk-ist um fjörutíu prósent milli kannana. Það er ágæt-ur árangur. Lestur DV hefur aukist og er í dag meiri
en könnunin segir til um. Lestur Morgunblaðsins eykt lítillega
en lestur dreifiblaðanna, Blaðsins og Fréttablaðsins, minnkar
nokkuð.
Það er ýmislegt við könnun Capacent að athuga. Til að
mynda er lestur helgarblaðs DV með mjög sér-
stökum hætti. Safnað er upplýsingum um lestur
þess á föstudegi og laugardegi og þegar lestr-
artölurnar eru lagðar saman er deilt í með
tveimur og þannig fengin tala sem er kynnt
sem lestur helgarblaðsins. Þetta er vitavonlaus
aðferð sem segir engum neitt. Lífdagar helg-
arblaðsins eru þrír dagar, ekki tveir hálfir dag-
ar. Ástæða þess að túlkun Capacent er með þess-
um hætti er einföld, mælingin er sniðin að vilja og
þörfum dreifiblaðanna.
Enginn greinarmunur er gerður á hvort dreifiblöð-
in eru lesin eða þeim flett, og engin lýsing er til um
hvað er að fletta blaði. Þannig svarar sá rétt, að hann hafi lesið
eða flett dagblaði, ef hann tekur blaðið úr póstkassa eða upp
af forstofugólfinu og skoðar forsíðuna um leið og hann hendir
blaðinu. Það telst til jafns við lestur blaðsins, samkvæmt rann-
sóknum Capacent. Þetta er villandi og gefur ekki rétta mynd af
notkun dagblaða. Ekki verður séð að útgefendur þannig blaða
séu nokkru nær, þeir vita ekki hver lesturinn er, og það sem
meira er um vert er að með aðferðinni er verið að villa um fyrir
auglýsendum. Það hefur tekist ótrúlega vel.
Áskriftarblöðin DV og Morgunblaðið auka lestur-
inn milli kannana. Það er engum til góðs að bera
saman lestur þeirra blaða og dreifiblað-
anna. Notkun blaðanna er það ólík og það
lætur nærri að álíka mörgum Fréttablöð-
um sé hent ólesnum hvern dag og nemur
upplagi DV. Enn fleiri eintökum af Blaðinu er
hent ólesnum, hvern einasta útgáfudag. Sam-
anlagt er hent jafnmörgum eintökum ólesnum af
Fréttablaðinu og Blaðinu og nemur upplagi Morg-
unblaðsins. Einn daginn munu útgefendurnir kalla
eftir raunverulegum lestrartölum og sníða sér stakk
eftir vexti, það er hætta að dreifa tugum þúsunda blaða
á hverjum degi, blaða sem enginn les. Og að bera saman
lestur áskriftarblaða og dreifiblaða er ámóta og bera saman ár-
angur í stangarstökki og hástökki. Það er ekki hægt.
Dómstóll götunnar
Er EðlilEgt að bankar hækki vExti á íbúðalánum á sama tíma og þEir skila mEthagnaði?
„Ég held að það sé erfitt að finna
einhvern sem er ánægður með þetta,
nema kannski einhver sem hefur
beinan hag af þessum hækkunum.
kannski hægir þetta á þenslu á
húsnæðismarkaði samt.“
Anna Margrét Elíasdóttir,
45 ára garðyrkjufræðingur
„Þetta er fáránlegt. Ég á íbúð og finn
fyrir þessum hækkunum sjálf. Það ætti
að fara að verða hægt að lækka þessa
vexti.“
Eva Rún Colmsdóttir,
24 ára blómaskreytingameistari
„Þetta er fremur slæmt. Þetta hækkar
greiðslubyrðina hjá fólki og það er ekki
gott.“
Helga Halldórsdóttir,
44 ára efnafræðingur
„mér þykir það ekki eðlilegt. Ég þekki
hins vegar forsendurnar ekki nægilega
vel til þess að segja hvort það ætti að
lækka vextina.“
Jón Kristján Johnsen,
50 ára nemi
sanDkorn
n Hróður alheimsfegurðar-
drottningarinnar Unnar Birnu
Vilhjálmsdóttur fer víða. Á
vefsíðu sem
varar við
rússneskum
svikahröpp-
um sem hafa
fé af fólki
í gegnum
skipti á svo-
kölluðum
póstlista-
brúðum, er mynd af skilríkj-
um rússneskrar konu að nafni
Larisa Gaynullina. Mögu-
legir kaupendur hafa hins
vegar tekið eftir því að konan
á myndinni er sjálf alheims-
fegurðardrottningin og varað
við því að þarna séu svikarar
á ferð.
n Yndislegt er að fylgjast með
stríði Moggans við fólk í sjáv-
arútvegi. Eftir að Agnes Braga-
dóttir skrifaði greinar þar
sem öllum
sem starfa í
sjávarútvegi
finnst þeir
hafa ver-
ið kallaðir
glæpamenn.
Þetta hef-
ur orðið til
þess að fólk
í sjávarbyggðum hefur sagt
upp áskrift að Mogganum og í
blaðinu í gær upplýsir Hjörtur
Gíslason, blaðamaður á Mogg-
anum, að nú sé svo komið að
fólk vilji ekki tala við Mogg-
ann. Hjörtur vill að lesendur
og Mogginn taki saman hönd-
um að móta nýja fiskveiði-
stjórn. Það er ekkert annað.
n Áheyrendur Stuðmanna í
Laugardal á sunnudag voru
furðu lostnir þegar bíða varð
eftir hljómsveitinni fram yfir
auglýstan tíma. Þar sem Stuð-
menn hafa meiri reynslu en
aðrir af tónleikahaldi kom
óstundvísi
hljómsveit-
arinnar á
óvart, því
eftir auglýst-
an tíma var
enn verið að
tengja raf-
magn, sem
hefði mátt
vanda betur þar sem það sló út
og aðeins hluti hátalara virkaði
allan tímann.
n Oft veitist blaðamönnum
erfitt um vik að ná tali af ráð-
herrum þjóðarinnar, enda er
ráðherrastarfið annasamt.
Ráðherrar koma sér gjarn-
an upp neti aðstoðarmanna
sem hafa það hlutverk eitt að
banda blaðamönnum frá ráð-
herranum. Því skal þó haldið
til haga að
hvorki Össur
Skarphéð-
insson né
Björgvin G.
Sigurðsson
hafa skipt
um stíl frá
því þeir voru
í stjórnar-
andstöðu.
Báðir svara þeir iðulega sím-
tölum og svara því sem spurt
er um. Ennþá.