Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Blaðsíða 1
DV Sport fimmtudagur 6. september 2007 15 SportFimmtudagur 6. september 2007 sport@dv.is Eiður byrjaður að æfa ísland vann austurríki 91–77 í lokaleik sínum í B-deild evrópukeppni landsliða. Bls 16 Magnús Gylfason, þjálfari Vík-ings, og Guðjón Þórðarsson, þjálf-ari ÍA, voru í gær ávíttir og knatt-spyrnudeildir liðanna dæmdar til að greiða sekt er nemur tíu þúsund krónum eftir að dómur aganefndar KSÍ féll. Að mati nefndarinnar létu þeir Magnús og Guðjón niðrandi orð falla um frammistöðu dómaranna eftir leiki liðanna í 14. umferð Lands-bankadeildarinnar þar sem Víkingar léku gegn Breiðabliki á Kópavogs-velli og ÍA lék gegn KR í Frostaskjóli. Tveir þjálfarar í viðbót, þeir Ól-afur Kristjánsson og Leifur Garðars-son, voru ákærðir af aga- og úrskurð- arnefnd KSÍ en þeir voru einungis áminntir og ekki kom til sektar vegna ummæla þeirra. Magnús Gylfason sagði eftir leik Breiðabliks og Víkings að dómarinn hafi verið „hreint út sagt lélegur“ og hann hafi verið að „bíða eftir því að reka mann út af“ en í leiknum voru Víkingar einum fleiri þegar leikmað-ur í liðinu var rekinn af velli fyrir litlar sakir . Hann hefur áður verið dæmd-ur af aganefndinni í sumar en hann fékk leikbann eftir ummæli við dóm-ara eftir leik ÍA og Víkings í 16 liða úr-slitum í VISA bikarkeppni karla. Guðjón Þórðarson sagði að „KR- ingar hefðu verið þrettán inni á vell-inum“ og átti þar með við að honum fyndist dómarinn og annar aðstoðar-dómarinn vera heldur hliðhollir KR-ingum. „Mér finnst mjög furðulegt að þeir hafi að jöfnu það sem ég sagði og það sem Guðjón sagði. Hann vildi meina að dómarinn hafi verið með KR-ingum í liði en ég sagði að dóm-arinn hefði verið að bíða eftir því að gefa leikmanni Víkings rautt spjald. Það er eðlismunur á þessum orð-um og ég er ósásttur við þessa nið-urstöðu aganefndar,“ segir Magnús Gylfason. dagur@dv.is Þjálfarar í Landsbankadeild karlaMagnús og Guðjón ávíttir af aganefnd öruggursigur Magnús Gylfason er ósáttur við að fá sömu refsingu og guðjón Þórðarson þar sem eðlismunur sé á ummælum þeirra. Enskir fá ekki séns F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð fimmtudagur 6. SEPtEmBEr 2007 dagBlaðið víSir 138. tBl. – 97. árg. – vErð kr. 235 >> Íslenska landsliðið í körfubolta vann öruggan sigur á Austurríki, 91–77, þar sem Jakob Örn Sigurðarson fór fyrir íslenska liðinu. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu undirbýr sig af krafti fyrir leikinn gegn Spánverjum. Eiður Smári vonast til að geta tekið þátt í leiknum. Ísland vann Austurríki utanríkisráðherra bindu da á friðargæslu íslendinga í írak: Segir rukkurum stríð á hendur >> Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra ætlar að koma í veg fyrir að draugaskuldir geti fylgt fólki eftir áratugum saman. DV hefur greint frá tilraunum Úlfars Nathanaelssonar til að rukka tveggja áratuga gamlar skuldir. fréttir >> Þeir láta sér ekki bregða við smámuni einstaklingarnir sem stunda jaðarsport. Hvort sem menn stökkva út úr flugvélum, kafa niður á hafsbotn eða klifra á þurru landi hefur spennan mikið að segja. n Endalokin á þátttöku Íslendinga í friðargæslu í Írak þýða að einn upplýsingafulltrúi er kallaður heim tveimur vikum fyrr en til stóð. Herdís Sigurgrímsdóttir majór er síðasti íslenski friðargæsluliðinn í Írak. „Heppilegt að hafa einn mann úti til að kalla heim,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna. Sjá bls. 2. HERDÍS KÖLLUÐ HEIM Klippti á bremSur >> Tvö grunnskólabörn voru hætt komin eftir að skemmdar- vargur klippti á bremsur reiðhjóla þeirra við Melaskóla. Foreldrar hafa verið varaðir við og kennarar hvetja börnin til að gæta sín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.