Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Qupperneq 10
Komið í veg fyrir hryðjuverk
Tveir Þjóðverjar og einn Tyrki hafa
verið handteknir í Þýskalandi.
Að sögn yfirvalda ætluðu þeir að
fremja hryðjuverk á flugvellinum í
Frankfurt og í herstöð Bandaríkja-
manna í Ramstein í Þýskalandi.
Mennirnir höfðu verið undir eftir-
liti í sex mánuði og höfðu í hyggju
að verða fjölda manns að bana
með bílsprengjum. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglu höfðu
mennirnir allir hlotið þjálfun í Pak-
istan.
fimmtudagur 6. september 200710 Fréttir DV
VILL DNA-GAGNAGRUNN
Stephen Sedley, lávarður, og
einn reyndasti dómarinn við
áfrýjunarrétt Englands, vill að hver
einasti borgari Bretlands sé skráður
í DNA-gagnagrunn landsins. Að
mati Sedleys myndi yfirgripsmeiri
gagnabanki leiða til fækkunar glæpa
og hann sagði að gagnagrunnurinn
í dag einkenndist af mismunun og
væri óréttlátur. „Staðan í dag er
óverjandi. Ef þú fyrir tilviljun lendir
í höndum lögreglunnar, verður
DNA þitt skráð til frambúðar, en
annars ekki,“ sagði Sedley í viðtali
við BBC. Sedley telur að með betri
DNA-gagnabanka yrði komið í
veg fyrir að sekir menn gengju um
frjálsir.
Á öndverðum meiði
Engin áhöld eru um að DNA-
gagnabanki þjónar tilgangi sínum
í baráttunni við kynferðisglæpi
og aðra alvarlega ofbeldisglæpi.
Shami Chakrabart, forstjóri mann-
réttindasamtakanna Liberty, sagði
að notkun DNA-upplýsinga væri
að öllu leyti mjög skynsamleg
aðferð í þeirri baráttu. Chakrabart
var þó ekki reiðubúin til að leggja
blessun sína yfir tillögur Sedleys
lávarðar. Hún sagði að tillagan
væri ógnvænleg og að DNA-
gagnagrunnur yfir alla landsmenn
myndi bjóða upp á mistök og
misnotkun.
En Sedley lávarður horfir ekki
eingöngu til breskra ríkisborgara.
Hann sagðist gera sér grein fyrir
að allsherjarskráning bæri merki
valdboðs, en eina leiðin væri að út-
víkka gagnagrunninn. Nauðsynlegt
væri að skrá lífsýni allra borgara
landsins og allra þeirra sem sæktu
Bretland heim, jafnvel bara til helg-
ardvalar. „Það hefði í för með sér að
allir, sekir eða saklausir, gerðu sér
grein fyrir því að erfðaefni þeirra er
skráð, eingöngu með það fyrir aug-
um að rannsaka og koma í veg fyrir
glæpi,“ sagði hann.
Aldrei segja aldrei
Tony McNulty, ráðherra í
innanríkisráðuneytinu, sagði að
engin áform væru uppi um að
skrá alla borgara Bretlands í DNA-
gagnagrunn, en bætti við að maður
skyldi aldrei segja aldrei. Hann sagði
að tillagan væri rökrétt, en taldi
Stephen Sedley lávarð hafa vanmetið
marga þætti sem sneru til dæmis
að mannréttindum og siðfræði.
McNulty fagnaði því að umræða um
málefnið væri hafin en þvertók fyrir
að gagnagrunnurinn í núverandi
mynd væri óréttlátur, en vissulega
mætti ræða virkni kerfisins, þar á
meðal það sem snýr að tímamörkum
varðveislu gagna. Að sögn Tonys
McNulty eru á hverju ári allt að
tuttugu þúsund glæpir upplýstir fyrir
tilstilli DNA-gagnagrunnsins.
Ör þróun gagnagrunnsins
DNA-gagnagrunnurinn í Eng-
landi var stofnaður árið 1995. Á
þeim tíma var eingöngu erfðaefni
dæmdra glæpamanna skráð í
hann. Sýnum, sem lögreglan tók
á meðan rannsókn stóð, varð að
eyða ef viðkomandi var sýknaður
eða kærur felldar niður. Árið
2001 gerði lagabreyting lögreglu
kleift að halda til haga gögnum
um þá sem sem sýknaðir voru af
alvarlegum glæpum. Ný löggjöf,
árið 2004, heimilaði töku lífsýna
af hverjum þeim sem handtekinn
var fyrir refsivert athæfi og sætti
varðhaldi. Í lok árs 2005 var svo
komið að tvö hundruð þúsund
sýni, sem skylt hefði verið að eyða
fyrir árið 2001, voru í gagnabanka
lögreglu. Samkvæmt tölum sem
flokkur frjálslyndra demókrata
birti má áætla að sýnum í DNA-
gagnagrunninum hafi fjölgað um
hálfa milljón árið 2006.
Ójöfn hlutföll
Eftir tólf ára tilvist gagnagrunnsins
geymir hann fleiri en fjórar milljónir
sýna og þrjátíu þúsund sýni bætast
við í hverjum mánuði. Um tuttugu
og fjögur þúsund sýnanna í gagn-
grunninum eru úr ungmennum á
aldrinum tíu til sautján ára, sem voru
handtekin en aldrei dæmd. Hann
tekur til 5,2 prósenta íbúa Bretlands
og í engu landi í heiminum er stærri
DNA-gagnagrunnur, til samanburð-
ar nær DNA-gagnagrunnur Banda-
ríkjanna aðeins til 0,5 prósenta þjóð-
arinnar. Fjörutíu prósent þeirra sem
skráðir eru í gagnagrunn bresku lög-
reglunnar eru blökkumenn, þrettán
prósent eru af asískum uppruna og
einungis níu prósent eru hvít.
Lífsýni saklausra
Í Skotlandi kveða lög á um að
eyða skuli lífsýnum þeirra sem hand-
teknir eru ef viðkomandi er sýknaður
eða sætir ekki ákæru. Löggjöf ann-
arra landa, til að mynda Frakklands
og Kanada, kveður á um að lífsýnum
þeirra sem sýknaðir eru skuli eytt. Þar
ber lögreglu einnig að eyða lífsýnum
Stephen Sedley lávarður
Yfirlýsing hans vekur blendnar
tilfinningar.
Nauðsynlegt væri að
skrá lífsýni allra borg-
ara landsins og allra
þeirra sem sæktu
Bretland heim, jafnvel
bara til helgardvalar.
KoLbeinn þorSteinSSon
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Síðastliðið haust viðraði tony blair, þáverandi for-
sætisráðherra Bretlands, þá skoðun sína að nauðsyn-
legt væri að skrá alla ríkisborgara landsins í DNA-
gagnagrunn. Síðan þá hafa lögregluyfirvöld,
mannréttindasamtök og fleiri tjáð sig um málið.
Aftökur hafa verið tíðar í
Íran að undanförnu. Í gær voru
sautján manns teknir af lífi í Razavi
Khorasan-héraði í norðausturhluta
landsins fyrir eiturlyfjasmygl og fjórir
glæpamenn voru hengdir í Shiraz,
höfuðborg Fars-héraðs. Mikill
mannfjöldi fylgdist með aftökunum
í Shiraz, en þar voru byggingakranar
notaðir til verksins. Aftökum í
landinu hefur fjölgað mikið í landinu
síðan í júní, en þá skar lögreglan upp
herör í aðgerðum gegn „siðlausri
hegðun“. Samkvæmt lögum í Íran,
sem eru sérstök útgáfa af sharía-
lögum, eru morð, hórdómur, vopnuð
rán, trúarafneitun og eiturlyfjasmygl
dauðasök. Að sögn embættismanns
í dómsmálaráðuneyti Íran hefur að
minnsta kosti ein aftaka farið fram í
hverri viku í Fars-héraði síðan 2. mars
en þá gekk nýtt ár í garð í landinu.
Varanlegt öryggi
Dómsmálaráðuneytið segir
að þessar aftökur beri vitni
þeirri viðleitni réttarkerfisins
til að koma á varanlegu öryggi í
samfélaginu með því að taka af
alvöru á spilltum einstaklingum.
Mannréttindasamtökin Amnesty
International hafa mótmælt tíðum
aftökum í Íran, en fjöldi aftaka var
kominn upp í eitt hundrað tuttugu
og fjórar fyrir hengingarnar í gær.
Evrópusambandið gagnrýndi
stjórnina í Teheran vegna stöðu
mannréttindamála og lýsti yfir
áhyggjum vegna notkunar dauða-
refsingar í landinu.
Mikill mannfjöldi fylgdist með aftökum í Íran:
Tuttugu og ein aftaka
Aftökur í Shiraz aftökur í Íran eru opinber viðburður og aftökurnar í gær voru
engin undantekning.