Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Page 12
Menning fimmtudagur 6. september 200712 Menning DV Tvær heim- ildamyndir í bígerð Karl Th. Birgisson vinnur nú að tveimur heimildamyndum, annars vegar um Vilmund Gylfason, stjórnmálamann með meiru, og hins vegar um ungt fólk í Íran. Eins og margir vita var Vilmundur litríkur pólitíkus og stofnaði meðal annars Bandalag jafnaðar- manna. Hann sat á þingi fyrir Alþýðuflokkinn og var dóms-, kirkju- og menntamálaráðherra 1979-80. Vilmundur féll fyrir eigin hendi árið 1983. Karl stefnir að því að frumsýna báðar myndirnar í vetur en vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um kvikmyndagerðina þegar DV hafði samband við hann. Sýning í Duushúsum Ljósmyndasýning á verkum Einars Fals Ingólfssonar var opnuð í Duushúsum í Reykjanesbæ um síðustu helgi. Sýningin nefnist Aftur en þar gerir Einar æskuár sín í Keflavík að myndefni. Sýningin stendur til 14. október. ljósmyndir myndlisT Verið er að setja upp sýningu á blaðamyndum úr íslensku þjóðlífi: DAAGBLAÐIÐ VÍÍSIR! Fréttaljósmyndun er „blaða- mennska með annað áhald í hönd- unum heldur en penna“, segir Gunnar V. Andrésson, fréttaljósmyndari til 40 ára, og vísar þar í hið kvika auga frétta- ljósmyndarans sem ætíð leitast við að fanga fréttnæm augnablik, „segja frásögn, fyrst og fremst fyrir daginn í dag“. Afraksturinn skilar sér á síð- ur dag- blað- anna í formi myndrænna frásagna, nokk- urs konar samræðna samtímans við sjálfan sig. Um 150 myndir af vettvangi íslensks þjóðlífs eru á sýningunni DAAGBLAÐIÐ VÍÍSIR! 1960–2000 sem nú er sett upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og opnuð verður 15. september. Heiti sýningarinnar er bein tilvísun í óm blaðasalanna sem lengi þótti órjúfanlegur hluti borgarbragsins. Allar mynd- irnar á sýningunni koma úr blaða- ljósmyndasafni 365 miðla sem Ljósmyndasafn Reykjavíkur tók við til varðveislu sumarið 2006. Safnið, sem var eitt stærsta ljósmyndasafn í einkaeigu á Íslandi, inniheldur ljósmyndir og filmur frá síðdegisblöðunum Vísi (1961– 1981), Dagblaðinu (1975–1981) og DV (1981–2002). Einnig eru í safninu pappírskópíur blaðanna frá sama tímabili ásamt filmum frá fyrsta starfsári Fréttablaðsins (2001–2002). Varlega má áætla að í filmusafninu séu um 140–150 þúsund myndatökur sem eru um það bil 2,2 til 2,4 milljónir myndaramma. Pappírskópíurnar eru ekki færri en 200 þúsund. Samtals eru því í safninu um 2,4 til 2,6 milljónir mynda. Frá og með opnun sýningarinnar verða 2000 myndir úr safninu aðgengilegar á heimasíðu safnsins, ljosmyndasafnreykjavikur.is. Sýningin Nói át – No way out var opnuð í Nýlistasafninu um síðustu helgi. Þar gefur að líta verk eftir átta listamenn frá fjórum löndum. Að sögn sýningar- stjórans, Ragnar Jónassonar, ræður litadýrðin ríkjum á sýningunni. Át Nói dýrin? „Mér fannst kominn tími til að skella upp einni góðri, litríkri málverkasýningu á Íslandi,“ segir Ragnar Jónasson, sýningarstjóri sýningarinnar Nói át – No way out sem var opnuð í Nýlistasafninu á dögunum. Þar gefur að líta verk eftir átta unga listamenn frá fjórum löndum; auk Íslands koma þeir frá Finnlandi, Sviss og Bandaríkjunum. Andi og húmor Ragnar hefur unnið að undirbúningi sýningarinnar í rúmt ár en hann á sjálfur verk á sýningunni. Og Ragnar segir að það sé svipur með verkum listamannanna, enda hafi hann lagt upp með það. „Það er margt sameiginlegt með verkunum. Mjög grunnt litið eru það bæði litirnir, þetta eru allt rosalegar litasprengjur, og það eru allir að vinna með málningu. Og þá málningu sem efni en ekki bara málverk. Svo er nett popp í gangi. Allt lagt að jöfnu. En þetta er auðvitað ekki allt eins, sumir eru kannski andlegri en aðrir á meðan það er meiri húmor hjá öðrum,“ segir Ragnar. Og það stendur ekki á svari þegar Ragnar er spurður hvort hann sé meira á andlega eða húmoríska sviðinu sviðinu. „Ég er bara andlegur húmoristi. Blanda bæði hættu og gleði í þetta,“ segir Ragnar og hlær. Útgönguleiðir og át Spurður út í yfirskrift sýningar- innar segir Ragnar að hún sé hugs- uð út frá gamalli pælingu um mál- verkið hvort það sé einhver leið út fyrir það, hvort hægt sé að vinna meira með það. „Ég var að ræða þetta við kollega minn og þá kom upp þessi brenglun um söguna af Nóa og Örkinni. Þetta minnir svo- lítið á hana því dýrin voru lokuð inni í Örkinni og hugsanlegri skýr- ing er kannski að Nói hafi borðað dýrin í stað þess að láta þau erfa jörðina. Það er svolítið þannig sem við leggjum þetta upp. Við erum ekkert að bjarga einhverjum málverkastefnum eða elementum heldur bara að smakka svolítið á þessu öllu saman.“ Sýningin stendur til 16. september. kristjanh@dv.is Ragnar Jónasson, sýningarstjóri Nói át – No way out „Þetta eru allt rosalegar litasprengjur. svo er nett popp í gangi.“ DV myndir Ásgeir Hvað er í imbanum? ungur gestur sýningarinnar dolfallinn yfir einu verkanna. Örkin hans Nóa? túlki hver fyrir sig. Sýnishorn úr Flugdreka- hlauparanum Eins og líklega margir vita er verið að gera kvikmynd sem byggð er á hinni geysivinsælu bók Flugdrekahlauparanum eftir Khaled Hosseini. Nú er hægt að horfa á sýnishorn úr henni á vef JPV. Leikstjóri er hinn þýskættaði Marc Forster sem leikstýrði meðal annars Finding Neverland og Monster‘s Ball en hefur einnig unnið sér það til frægðar að afþakka boð um að vera við stjórnvölinn á gerð myndarinnar um Harry Potter og fangann frá Azkaban. Stefnt er að því að frumsýna myndina 2. nóvember. Saga barna- hermanns Um miðjan september er væntanleg frá JPV saga Ishmaels Beah, ungs manns frá Síerra Leóne sem þrettán ára gamall var tekinn í her stjórnvalda í heimalandi sínu til að berjast gegn uppreisnar- mönnum í borgarastríð- inu sem hófst þar árið 1991. Eftir að hafa þvælst um landið og drepið fleira fólk en hann gat hent reiður á, uppdópaður og örvilnaður, var honum bjargað af UNICEF og hjálpað að hefja nýtt líf. Bókin, sem á íslensku heitir Um langan veg – frásögn herdrengs, hefur hlotið góðar viðtökur og umsagnir vestanhafs. Ishmael er væntanlegur til Íslands til að fylgja eftir útkomu bókarinnar. Hemmi Gunn Leikur listir sínar á Valsvellinum í mars 1969. Ljósmyndari óþekktur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.