Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Qupperneq 18
fimmtudagur 6. september 200718 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR Bergur Bætti metið aftur bergur ingi pétursson, sleggjukastari úr fH, bætti Íslandsmet sitt í sleggjukasti á þriðjudag þegar hann kastaði sleggjunni 70,30 metra á Coca Cola- móti fH. gamla metið var einungis 13 daga gamalt en þá kastaði hann sleggjunni 68,23 metra eða um tveimur metrum styttra en nú. Þetta er í fimmta skipti sem þessi efnilegi kastari bætir metið á árinu og hefur hann alls bætt það um 4,02 metra. SíðaSta Stigamót KaupþingS- mótaraðarinnar um helgina sjötta og síðasta stigamót Kaupþings- mótaraðarinnar fer fram um næstu helgi í golfklúbbi Vestmannaeyja. byrjað verður að ræsa út klukkan 10.00 á laugardag og 8.00 á sunnudag. eins og stendur er Örn Ævar Hjartarsson úr gs í efsta sæti mótaraðarinnar en Ottó sigurðsson úr gKg er í öðru sæti. Í þriðja sæti kemur sigurpáll geir sveinsson úr gKJ en honum var spáð sigri á mótaröðinni í upphafi sumars. aðeins þrír af tíu efstu keppendunum verða með á mótinu en þremenningarnir hér að ofan verða ekki með vegna undirbúnings fyrir úrtökumót í evrópsku mótaröðinni sem byrjar næsta þriðjudag. Í kvennaflokki er Nína björk geirsdóttir úr gKJ með yfirburðastöðu á listanum og getur enginn náð henni að stigum á mótinu. Hins vegar verða allar 5 efstu á listanum með í kvennaflokki. VíKingur-hK og afturelding upp í efStu deild KVenna Víkingur-HK og afturelding munu spila í efstu deild kvenna að ári liðnu eftir að liðin sigruðu í leikjum sínum í úrslita- keppni 1. deildar. Víkingur HK sigraði Hött frá egilsstöðum 5-1 á heimavelli sínum í Víkinni. staðan í hálfleik var 3-0 Víkingi-HK í vil en þær bættu við tveimur mörkum áður en Hattarstúlkur minnkuðu muninn skömmu fyrir leikslok. HK-Víkingur sigraði einnig í fyrri leiknum á egilsstöðum 4-3. afturelding sigraði Völsung 0-3 á Húsavíkurvelli í úrslitlaleik um það hvort liðið færi upp í efstu deild. fyrri leikur liðanna endaði 3-2 fyrir Völsungsstúlkur. Því spila Víkingur-HK og afturelding til úrslita um sigurinn á mótinu en bæði lið hafa tryggt sér sæti í efstu deild á næsta ári. tindaStóll eða Bí/BolungarVíK í aðra deild bolungarvík sigraði Hött frá egilsstöðum í tveimur viðureignum og mun spila við tindastól um það hvort liðið kemst upp í aðra deild á næsta ári. Höttur sigraði að vísu í leik liðanna á seyðisfjarðarvelli 5–3 en þar sem fyrri viðeign liðanna lauk með sigri bí/bolungarvíkur 3–1, kemst liðið áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Liðin spila um fimmta sæti þriðju deildar um það hvort liðið kemst upp um deild á næsta tímabili en fimm lið komast upp í aðra deild á næsta ári vegna fjölgunar í efstu deild og annarri deild. fyrir eru grótta, Víðir, Hvöt og Hamar komin upp í aðra deild. í dag 19:00 engliSh premier league ÖLL mÖrKiN Og HeLstu atViK umferðar- iNNar eru sýNd frá ÖLLum mÖgu- Legum sJóNarHOrNum. 20:00 premier league World Leikmenn heimsóttir, gömlu stjörnurnar leitaðar uppi og svipmyndir af æðinu fyrir enska boltanum um heim allan. 20:30 pl ClaSSiC matCheS Hápunktarnir úr bestu og eftirminnileg- ustu leikjum úrvalsdeildarinnar. 21:00 pl ClaSSiC matCheS 21:30 SeaSon highlightS 22:30 4 4 2 tvíeykið, Heimir Karlsson og guðni bergsson, standa vaktina. 23:55 CoCa Cola mörKin 2 EnskiR LEikMEnn dRAgAsT AfTuR úR Árangur Englands í alþjóðlegum fótbolta er í hættu, segir trevor Brooking, maðurinn sem ber ábyrgð á því að framleiða næstu kynslóð. Fótboltaspekúlantinn sir Trevor Brooking sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC að erlendir leikmenn kæmu í veg fyrir að enskir leikmenn fengju tækifæri til að þroskast. Brooking, sem er yfirmaður þróunarmála hjá enska knattspyrnusambandinu, sagði að enska landsliðið og enskir leikmenn ættu undir högg að sækja. Ensku liðin eyddu sem aldrei fyrr á leikmannamarkaðnum fyr- ir tímabilið í ár, eða rúmlega 531 milljón punda, samanborið við 333 milljónir fyrir tímabilið í fyrra. Helmingur alls félagaskiptagjalds- ins fór til annarra landa en Eng- lands. Sjö enskir markaskorarar 76% leikmanna í byrjunarlið- unum árið 1992 voru Englending- ar þegar fyrsta umferðin var leikin það árið en aðeins 37% í fyrstu um- ferðinni í ár. 10% leikmanna voru af erlendu bergi brotin í byrjunar- liðum árið 1992 en 56% í fyrstu um- ferðinni í ár. 118 mörk hafa verið skoruð í ensku deildinni það sem af er, að- eins 7 af enskum leikmönnum. Brooking segir að það sé ekki spurning að erlendir leikmenn komi í veg fyrir þroska leikmanna á Englandi. Færri fá tækifæri með aðalliðunum og það hafi áhrif á enska landsliðið. „Síðasta ár voru um 40% byrjunarliðsmanna ensk. Með öllum kaupunum sem áttu sér stað í sumar lækkar þessi tala væntanlega eitthvað. Því er eðlilegt að spyrja hvort unglingur á aldr- inum 17 til 21 árs fái séns með að- alliðinu. Ef horft er til Ítalíu, sem vann HM í fyrra, sést að um 70% leikmanna í deildinni þar eru Ítalir. Spánn, Frakkland og Holland eru einnig með hátt hlutfall. Þýskaland glímir við sama vandamál og við og er aftarlega á merinni en við rekum lestina,“ sagði Brooking. tekur því ekki að sjá leiki með liverpool, Chelsea og manchester united Englendingar eiga erfiðan leik gegn Ísrael á laugardag. Wayne Rooney, David Beckham og Frank Lampard eru allir frá og spurning hvort Steven Gerrard verði með. Því hefur Steve McClaren landsliðsþjálf- ari þurft að kalla á Emile Heskey og Ashley Young í liðið. Heskey hefur að minnsta kosti skorað í deildinni, annað en Jermaine Defoe, Andy Johnson, Alan Smith eða Young. Hins vegar er Michael Owen byrjað- ur að skora með Newcastle. „Það er engin vigt í liðinu og það verður erf- itt að velja í næsta lið meiðist ein- hverjir fleiri. Það sést á sóknarlínu liðsins að það er erfitt að finna vara- menn fyrir þá sem eru meiddir.“ Brooking benti einnig á að það að skora mörk og leggja þau upp væri vandamál sem erfitt er að leysa. Of margir leikmenn frá Eng- landi geti það einfaldlega ekki. „Að leggja upp mörk og skora þau mun verða vandamál fyrir enska leik- menn eftir skamman tíma. Nema við förum að hlúa að grasrótinni. Við erum með gott lið núna. Liðið sem fór á HM síðasta ár var eitt það yngsta sem hefur spilað á HM fyr- ir England. Þeir verða væntanlega saman í fimm eða sex ár en hvað svo? Hverjir munu koma í þeirra stað?“ Stuart Pearce, þjálfari lands- liðs Englands skipuðu leikmönn- um yngri en 21 árs, tekur í svipað- an streng og Brooking. „Það sló mig þegar ég sá þessa tölfræði. Tekur það því fyrir mig að sjá leiki með Liverpool, Chelsea, Manchester United? Svarið er nei. Í fullkomnum heimi væru tveir til þrír leikmenn í hverju liði sem ég gæti horft á viku- lega. En það er enn tími til að snúa þessu við.“ arsenal og Chelsea verst Í desember árið 1999 varð Chelsea fyrsta liðið sem var með byrjunarliðið alskipað útlend- ingum. Í febrúar 2005 var Arsenal með allan hópinn sinn skipaðan útlendingum. Enginn enskur stjóri hefur unnið ensku úrvalsdeild- ina frá því hún var sett á laggirnar. Tveir Skotar, sir Alex Ferguson og Kenny Dalglish, Frakkinn Arsene Wenger og Portúgalinn Jose Mour- inho hafa hampað titlinum. Tveir enskir stjórar hafa lent í öðru sæti, Ron Atkinson með Aston Villa og Kevin Keegan með Newcastle. enginn til að horfa á stuart pearce, þjálfari u-21 árs landsliðs englands, þarf ekki að mæta á marga úrvalsdeildarleiki. Áhyggjufullur sir trevor brooking er áhyggjufullur þessa dagana. BenediKt BóaS hinriKSSon blaðamaður skrifar: benni@dv.is gerrard óvíst er hvort hann geti leikið gegn Ísrael á laugardag. ljósið í myrkrinu michael Owen er búinn að reima á sig markaskóna. Hann og emile Heskey eru einu framherjar enska landsliðsins sem hafa náð að skora.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.