Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Qupperneq 20
fimmtudagur 6. september 200720 Jaðarsport DV
Fyrir rúmum sex
árum var Anup Gur-
ung frá Nepal boðið
starf hjá Ævintýra-
ferðum enda þaul-
vanur flúðasigl-
ingum. Anup segir
vinsældir flúðasigl-
inga hafa aukist jafnt
og þétt síðan hann
hóf störf hjá ferðaskrifstofunni. „Fyrsta sumarið mitt hér komu um
eitt þúsund og níu hundruð gestir en nú í sumar komu um fjög-
ur þúsund og fimm hundruð manns.“ Fyrirtækið Ævintýraferðir er
staðsett í Varmahlíð í Skagafirði og eru flúðasiglingaferðirnar farn-
ar í Jökulsá austari og vestari. „Austari áin er stærri og aðeins erf-
iðari en vesturáin,“ segir Anup. Að sögn fararstjórans eru það bæði
reyndir flúðasiglingamenn og óreyndir sem sækja þjónustuna.
„Það er nauðsynlegt að hafa fararstjóra með í svona ferðum. Fólk á
alls ekki að fara eitt í flúðasiglingar,“ segir Anup hress og tekur aftur
til starfa en Ævintýraferðir bjóða upp á ferðir fram í október, eða þar
til frjósa fer í ánum.
Opið fram
í Október
Anup Gurung, yfirfararstjóri
hjá Ævintýraferðum.
Hlað ehf. · Bíldshöfða 12 · Sími 567 5333
www.hlad.is
Hágæða ítalskar gervigæsir
4 gerðir gervigæsa og flotgæsir
Carrylite
Gervigæsir
Carrylite
„Flestir sem ekki þekkja til halda að
það sé nóg að vera rosalega sterkur til
að geta klifrað. Ég segi alltaf við þá sem
eru að byrja að mikilvægasti „vöðvinn“
sé heilinn. Toppstykkið verður að vera í
lagi til að geta klifrað.“ Þetta segir Stefán
Steinar Smárason, sem hefur yfirumsjón
með námskeiðum Klifurhússins, en
þar rúmast aðstaða klifuráhugamanna
á Íslandi. Íþróttin hefur notið vaxandi
vinsælda sem ekki sér fyrir endann á.
„Áhuginn eykst ár frá ári. Það eru fimm
ár síðan við tókum núverandi aðstöðu
í notkun en þá gerðum við ráð fyrir að
stöðugleika yrði náð að þremur árum
liðnum. Við sjáum hins vegar að fjöldi
þeirra sem iðka sportið hefur aukist
töluvert frá því í fyrra,“ segir Stefán en 10
ár eru liðin frá því klifurmenn komu sér
upp aðstöðu í Vektor í Borgartúni. Það
var í fyrsta skipti sem klifuraðstaða var
opnuð öllum, en Klifurhúsið er meðlimur
Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur.
Útivistarvakning á Íslandi
Spurður um ástæður aukinna vin-
sælda klettaklifurs segir Stefán að fólk
hafi líklega fengið nóg af því að hlaupa
á brettum og lyfta lóðum. „Það hefur
verið aukning í nær öllum greinum
sem tengjast útivist undanfarin ár.
Það hefur orðið útivistarvakning, fólk
vill prufa eitthvað nýtt og vera úti í
náttúrunni. Klettaklifur er bara einn af
þeim fjölmörgu möguleikum sem í boði
eru.“ Stefán segir klifrara skiptast í tvo
hópa. Annars vegar þá sem æfa inni og
fara aldrei út að klifra. Hinn hópurinn
samanstendur af þeim sem æfa inni til að
geta klifið betur úti. „Innanhússklifrið er
hugsað sem æfing fyrir utanhússklifrið,“
segir Stefán en klettaklifur hefur verið
stundað lengi á Íslandi. „Klettaklifur
byrjaði í kringum 1980. Fólk hefur
auðvitað klifið í Vestmannaeyjum og á
Hornströndum lengi en klettaklifur eins
og við þekkjum það í dag byrjaði um
1980. Þá voru fyrstu brautirnar settar upp
utanhúss. Aðstaðan var 350 kílómetra í
burtu og aðeins örfáir menn stunduðu
klifrið að einhverju marki. Í dag er þetta
orðinn mun stærri hópur og klifurleiðir
eru orðnar fjölmargar á nokkrum
stöðum í kringum landið,“ segir Stefán
en aðal utanhússsvæðið er Hnappavellir
við Fagurhólsmýri undir Öræfajökli.
Getur verið áhættumsamt
Aðspurður hvað sé heillandi við klifur
segir Stefán að ögrunin spili stærstan
þátt. „Klifur krefst mikillar einbeitingar
og styrks. Það er mikil ögrun að geta klifið
upp bratta kletta og björg án þess að þurfa
að stoppa og hvíla sig. Maður á ekki að
þurfa að láta reyna á öryggisbúnaðinn,
heldur er markmiðið að komast upp án
þess að nota hjálpina. Þetta er ákveðin
spenna þótt öryggið sé alltaf til staðar.“
Stefán segir algjöra undantekningu ef
öryggisbúnaður bregst. „Við höfum verið
laus við alvarleg slys hér heima, sem
betur fer. Þegar slysin gerast erlendis er
tæknilegu hliðinni yfirleitt um að kenna.
Fólk hefur ekki yfirfarið búnaðinn nógu
vel eða gætt nógu vel að sér. Að því
leytinu til getur íþróttin verið áhættusöm
en öryggisbúnaðurinn bregst eiginlega
aldrei.“
tOppstykkið mikilvægast
Stefán Steinar Smárason, vélvirki og klifrari.