Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Síða 22
Síminn er eitt djarfasta fyrirtæki á Íslandi. Gamli einokunarrisinn skilur loksins að það er áríðandi að ná til fólks í gegnum auglýsingar. Á meðan hinn risinn á símamarkaði, Vodafone, byggir auglýs- ingar á gömlum þjóðsögum þar sem slitið er hár úr hala belju til að valda straumhvörfum hjólar Síminn beint í Guð og fær sjálfan Jesú til að blaðra í farsíma sem byggist á einhverri nýrri vídd sem Svarthöfði botnar minnst í. Hinn aðalleikarinn í Símaauglýsingunni er Júdas. Og þetta nýja símkerfi sem heitir G- strengur eða eitthvað í þá veru hefði getað fyrirbyggt verstu svik trú arsögunnar. Nú tala menn í síma augliti til auglitis og svikarinn Júdas fattaði ekki í auglýsingunni að blóð- peningarnir fyrir að svíkja Jesú birtust í mynd. En það er bara of seint, Síminn var ekki uppi á tíma Jesú. Síminn hefur kallað yfir sig mikla óvild með því að gera síðustu kvöldmáltíðina að söluvöru. Svarthöfði er að vísu svo heppinn að vera með sinn síma hjá Voda sem níðist aðeins á gömlum þjóðsögum en lætur Guð og hans einkason Jesú í friði. Það er notaleg tilfinning að vera hjá fyrirtæki sem þekkir siðferðismörkin. Biskupinn yfir Íslandi, Karl Sigurbjörnsson, er eins og snúið roð í hund vegna auglýsingarinnar og það er eðlilegt þar sem hann er umboðsmaður Guðs á Íslandi rétt eins og Einar Bárðarson gætir hagsmuna Nylon- flokksins. En biskupinn hafði að vísu blessað auglýsinguna áður en hún birtist en það var bara misskilningur. Biskupinn er dálítill vingull eins og Svarthöfði sem smám saman er að komast á þá skoðun að þarna sé á ferðinni argasta guðlast rétt eins og þegar Megas söng hástöfum Guð býr í garðslöngunni. Megas var að selja plötu og hefði átt að sæta rannsókn og ákæru eins og Spaugstofan sem setti á svið atburði úr Biblíunni um páskahátíð. Já, þetta er auðvitað guðlast hjá Símanum og nú vantar góðan saksóknara til að hrinda af stað rannsókn. Sjálfur hefur Svarthöfði unnið dálitla grunnvinnu varðandi málið. Ljóst er að það er sjálfur Jón Gnarr sem stendur fyrir gerð auglýsingarinnar. Jón þessi þótti brokkgengur en snerist til kristinnar trúar fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir efa í fyrstu trúðu því flestir að hann væri orðinn heittrúaður en nú er komin upp ný staða. Síminn hlýtur nefnilega að hafa greitt honum fyrir guðlastið. Svarthöfði giskar á að hann hafi fengið góða upphæð fyrir vikið, líklega nokkrar milljónir. Þar með er Jón Gnarr fallinn í sömu gryfju og Júdas sem sveik meistarann fyrir þrjátíu silfurpeninga og framseldi hann í hendur hins illa valds. Hvern á nú að krossfesta? fimmtudagur 6. september 200722 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm. fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson aðStoðarritStjóri: Sigríður Dögg auðunsdóttir auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson Umbrot: dV. Prentvinnsla: prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. aðalnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010, Áskriftarsími 512 7080, auglýsingar 512 70 40. Svarthöfði Sigurjón M. EgilSSon ritStjóri Skrifar. Síðan gerist eitthvað meira. En umfram allt, á fætur báðir tveir. Vaknaðu, Vilhjálmur Leiðari Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, og Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, vinsamlegast vaknið einn morguninn og sjáið með eigin augum hvert ástandið er á götunum. Allar helstu götur eru tepptar af bílum og það tekur allt of langan tíma að aka á milli hverfa og milli bæja. Þið verðið að vakna, fara út og sjá hvað er að gerast. Ef neyð skapast, slökkvilið, sjúkrabílar eða lögregla verða að komast með hraði, hvað á að gera? Hinn almenni borgari er að gefast upp og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Lítið sem ekkert er gert til að losa um stíflurnar. Ókeypis fargjöld fyrir námsmenn í strætó gagnast eflaust eitthvað. Eftir sem áður er samt allt stíflað og þess vegna er ekki að sjá að sú aðferð geri gæfumuninn. Svo mikið er víst að göturnar rúma ekki forgangsakstur, þola ekki neyðarakstur, fólk getur hreinlega dáið vegna þess að ekki er hægt koma því til hjálpar. Borgarstjóri ætti að vera á Kringlumýrarbraut gegnt Suðurveri laust fyrir klukkan átta að morgni. Þá myndi hann sjá að göngubraut yfir Kringlumýrarbraut, sem er mikið notuð af fólki sem fer í Menntaskólann við Hamrahlíð, er svo vitlaust hönnuð að til afreka telst. Eftir að þau gangandi ýta á hnappinn til að fá grænt ljós, líður langur tími þar til grænt ljós kviknar og rautt á bílaumferðina. Þau gangandi hafa undantekningarlaust misst þolinmæðina og skotið sér á milli bíla, sem er stórhættulegt, og komist þannig yfir Kringlumýrarbrautina. Þegar rautt ljós stoppar bílaumferðina er enginn gangandi vegfarandi lengur, þeir eru löngu komnir yfir. Bílarnir stoppa við mannlausa gangbrautina og hratt og örugglega nær umferðin svo alla leið til Hafnarfjarðar. Sama sagan endurtekur sig á göngubrautinni við Fréttablaðshúsið við Miklubraut. Svona þvæla er víðar og setur allt úr skorðum og setur fólk og heilsu þess í stórkostlega hættu. Einkum og sér í lagi þar sem forgangsakstur er ómögulegur og í besta falli erfiður. Bæjarstórinn í Kópavogi verður að keyra um bæinn sinn á annatíma. Í hans bæjarfélagi virðist vera takmarkið að gera fólki erfitt fyrir. Ekki er hægt að lýsa með orðum skipulaginu við Smáratorg og Smáralind. Þar er búið að þrengja þröngar götur. Ekki er hægt að sjá að það sé gert vegna vinnu, heldur af því bara. Borgarstjóri og bæjarstjóri. Stillið klukkurnar ykkar á sjö í fyrramálið. Setjist sjálfir undir stýri og reynið að komast áfram um göturnar. Ef þið bara reynið er ljóst að bót verður fundin á ömurlegu gatnakerfi, í fyrstu með einföldustu lagfæringum. Síðan gerist eitthvað meira. En umfram allt, á fætur báðir tveir. DómStóLL götunnar Á Íslandspóstur að selja skrifstofuvörur og geisladiska? „mér finnst þetta mjög sniðugt. Ég vann lengi í póstinum í gamla daga.“ María Hálfdánardóttir, 45 ára, starfar við ferðaþjónustu. „pósturinn er eiginlega týndur. Það er alveg kominn tími á að hann rísi upp og taki upp á einhverju nýju. mér finnst ég aldrei neins staðar sjá neitt sem minnir á póstinn nema þá bréfbera.“ Berta Guðmundsdóttir, 68 ára ellilífeyrisþegi „mér finnst það ekki vera þeirra hlutverk. bókabúðirnar mega eiga þetta, að mínu mati.“ Sigurlaug Gísladóttir, 39 ára nemi. „Þeir ættu að einbeita sér betur að þeirri þjónustu sem þeir buðu áður upp á. Það eru til dæmis allt of fá pósthús.“ Sigríður Kristjánsdóttir, 51 árs skrifstofumaður. SanDkorn n Skipstjórinn Ólafur Ragnarsson á Eyborgu var fréttaefni víða um heim í sumar þegar 21 flótta- maður birtist á kví sem skip hans dró í lögsögu Líbíu. Málið varð að milliríkjadeilu þar sem tekist var á um hvar mætti fara með flóttamennina í land. Það var niðurstaðan eftir mikið þóf að Malta tæki við þeim. Í íslenskum fjölmiðlum var því haldið fram að Ólafur skipstjóri hefði verið eftirlýstur og farið huldu höfði á Möltu. Í nýju tölublaði Mannlífs er forsíðuviðtal við skipstjórann þar sem sagan um flóttamennina er öll sögð. Þar kemur fram að hann var síður en svo eftirlýstur. Farsími hans hafði misst straum og ekki tókst að hlaða hann fyrr en eftir rúman sólarhring. Vegna sambandsleysisins töldu virðulegustu fjölmiðlar að kappinn færi huldu höfði. n Haraldur Sverrisson hef- ur tekið við stjórntaumum í Mosfellsbæ sem bæjarstjóri af Ragnheiði Rík­harðsdóttur sem hverf- ur til þing- mennsku und- ir merki Sjálfstæð- isflokksins. Það erfiða verkefni bíður Haraldar að ná sáttum við Berglind Björgólfsdóttur listakonu og aðra í Varmár- samtökunum sem telja bæj- aryfirvöld í Mosó fara offari gegn umhverfissinnum. Í Sandkorni 4. september var fjallað um deiluna og mátti vegna ónákvæmni í orða- lagi túlka skrifin sem svo að það væri skoðun blaðsins að bæjaryfirvöld væru umhverf- isníðingar. Beðist er velvirð- ingar á þeirri framsetningu. n Bjartsýni er á Flateyri vegna þess að Kristján Er- lingsson endurreisir fisk- vinnslu þar undir merki Oddatáar ehf. Kristj- án hyggst stefna rússneskri þotu til Vestfjarða einu sinni í viku og flytja út fisk eins og DV greindi frá á mánudag. Kristján er systur- sonur Einars Odds Kristjáns- sonar alþingismanns sem varð bráðkvaddur í sumar. Einar Oddur var um áratugi burðarás í atvinnulífi Flat- eyringa. Nú hefur sonur hans Teitur Björn Einarsson verið ráðinn framkvæmdastjóri og eru Flateyringar ánægðir með þá skipan mála. Júdas, Jón og silfrið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.