Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Side 25
DV Sviðsljós fimmtudagur 6. september 2007 25 Neitað um að hitta Owen Nánustu vinir og fjölskylda leikarans Owens Wilson hafa tekið fyrir það að fyrrverandi kærastan hans Kate Hudson fái að hitta á kappann. Owen, sem var nýlega lagður inn á spítala vegna meintrar sjálfs- morðstilraunar, er sagður hafa verið mjög þunglyndur yfir sam- bandsslitum þeirra. aðstandendur Owens telja Kate ekki hafa góð áhrif á leikarann en Kate er víst allt annað en sátt við það. Missti tvisvar fóstur Nicole Kidman missti fóstur skömmu eftir að hún giftist tom Cruise. Þessu greinir hún frá í nýjasta tölublaði Vanity fair. Á þeim tíma var leikkonan tuttugu og fjögurra ára og segir Kidman frá því að eftir að þetta gerðist hafi hún vart getað hugsað um annað en hversu mikið hún þráði barn. eftir að henni og tom mistókst að eignast barn saman gripu þau til þeirra ráða að ættleiða en nú eru börnin þeirra tvö tólf ára og fjórtán. einnig greinir hún frá því að hún hafi aftur misst fóstur á þeim tíma sem hún og tom voru að skilja en hún þrái enn í dag að eignast sjálf barn. Með drykkjulæti söngkonan Lily allen gerði heldur betur óskunda í árlegri veislu á vegum tímaritsins gQ þar sem gQ-menn ársins eru valdir en allen var send heim vegna drykkjuláta. allen fékk miða í veisluna á síðustu stundu en í þetta skiptið fór gleðin fram í Konunglegu óperunni í London og mætti Lily í rauðum síðkjól með uppsett hárið í tilefni dagsins. Þegar madonna mætti óvænt á sviðið til að veita ein verðlaunin var allen með mikil læti og talaði gríðarlega hátt og dónalega í þær sex mínútur sem madonna var á sviðinu. skömmu seinna fengu öryggisverðir ábendingu um að söngkonan væri allt of drukkin og var henni því vísað á dyr. Shaquille O‘Neal, stjörnumiðherji Miami Heat í NBA-deildinni, hefur óskað eftir skilnaði við konu sína til fimm ára, Shaunie Nelson. Saman eiga þau fjögur börn, Shareef sem er sjö ára, Amirah sem er 5, Shaqir fjögurra ára og Me‘Arah sem varð eins árs ekki alls fyrir löngu. Fyrir áttu þau eitt barn hvort frá fyrri sambönd- um. Shaq óskar eftir því í skilnaðar- pappírunum að Shaunie skili honum peningum, hlutabréfum og öllu því sem hún hagnaðist af á meðan þau voru gift en hún hefur fjárfest vel í hlutabréfum og er orðin vel efnuð sjálf. Þau gerðu kaupmála fyrir brúðkaupið en Shaq vill fá að vita hve eigur Shaunie eru orðnar miklar. Shaq fær um 20 milljónir dollara á ári frá Miami en mun meira ef auglýsingasamningar eru taldir með. Þau hafa sett glæsivillu sína í Miami á sölu en hún mun kosta 32 milljónir dollara. 13 milljónum dollara meira en þau keyptu húsið á fyrir þremur árum. Einnig eiga þau glæsivillur í Los Angeles og Orlando sem báðar eru skráðar á tröllið. Shaq og Shaunie giftu sig í Beverly Hills árið 2002 við látlausa athöfn. Aðeins 248 gestum var boðið og voru margir hverjir stórlaxar í heimi fræga fólksins. Shaq gaf Shaunie hring upp á 17 karöt og kostaði skildinginn. Shaunie fær væntanlega forræði yfir börnunum fjórum og þarf Shaq því að punga út dágóðri summu í meðlög. Shaq er 35 ára gamall og því kominn á lokasprett síns ferils. Hann hefur átt í meiðslavandræðum undanfarin ár og því hefur ábyrgð liðsins verið mun meira á herðum Dwyanes Wade. NBA-deildin hefst að nýju eftir sumarfrí 30. október.  benni@dv.is SHAQ AÐ SKILJATröllið Shaquille O‘Neal hefur óskað eftir skilnaði: RÁÐIST Á PITT Á RAUÐA DREGLINUM ❹ ❷ ❸ ❶ ❶ Hér mætir brad pitt á svæðið til að hitta aðdáendur á kvikmyndahátíðinni í feneyjum og allt virðist vera með felldu. ❷ Þegar brad gengur framhjá mannfjöldanum með öryggisverðina sína umhverfis sig sér óður aðdáandi sér færi á að komast nær goðinu sínu. ❸ Áður en brad og öryggisverðirnir átta sig á því hvað sé í gangi nær stúlkan að grípa utan um hálsinn á honum. ❹ eftir að öryggisverðir náðu að stöðva stúlkuna virtist hún pollróleg og leit alls ekki út fyrir að skammast sín. Brad neitaði að taka niður sólgleraugun Þegar ljósmyndarar vildu ná af honum almennilegri mynd og hlaut því viðurnefnið pitt bullo af ítölskum ljósmyndurum en bullo þýðir hrekkjalómur á ítölsku. Ástfangin í Feneyjum pitt hélt oftar en ekki vel utan um rassinn á angelinu sinni. Brad Pitt og Angelina Jolie stórglæsileg á rauða dreglinum í feneyjum. ❹

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.