Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Side 26
Norski kvikmyndatökumaðurinn Svein Krövel, sem tók upp verðlaunamyndina Elling á sínum tíma, sá um upptökur á myndinni Veðramót eftir Guðnýju Halldórsdóttur. fimmtudagur 6. september 200726 Bíó DV stuttmyndahátíðin Ljósvakaljóð sem er fyrir ungt fólk á aldrinum 15 til 25 ára stendur fyrir handritakeppni þar sem veitt eru 50.000 króna peningaverðlaun fyrir besta handritið. Ljósvakaljóð stendur einnig fyrir stuttmyndakeppni þar sem senda á inn fullunnar stuttmyndir. Hátíðin fer svo fram laugardaginn 29. september í tjarnarbíói og verða þá veitt verðlaun fyrir besta handrit og bestu stuttmynd. Handritakeppnin gengur þannig fyrir sig að áhugasamir þurfa að senda inn uppkast að handriti eða hugmynd sem er um hálf a4-blaðsíða á lengd. skilafresturinn til að senda inn hugmynd að handriti rennur út núna á föstudaginn, 7. september. af þeim hugmyndum sem sendar eru inn eru átta bestu valdar. Þeir átta sem eru í þeim hópi fara á sérstakt handritanámskeið þar sem Ottó g. borg, sem skrifaði astrópíu, og ragnar bragason, sem gerði börn og foreldra, miðla af reynslu sinni. að námskeiðinu loknu verður svo valið eitt af þessum átta fullkláruðu handritum og það verðlaunað. skilafrestur fyrir stuttmyndakeppnina sjálfa rennur þó ekki út fyrr en 25. september og hafa kvikmyndagerðarmenn því nægan tíma. meðal þeirra sem tóku þátt í fyrra voru dagur Kári pétursson, ragnar bragason og skúli malmquist. asgeir@dv.is 50.000 króna verðlaun eru veitt fyrir besta handrit á stuttmyndahátíðinni Ljósvakaljóð: VERÐLAUN FYRIR STUTTMYNDAHANDRIT Ragnar Bragason, leikstjóri Barna og Foreldra Verður með handritanámskeið ásamt Óttari g. borg fyrir þá keppendur sem komast áfram. FRÆGUR TÖKUMAÐUR Í VEÐRAMÓTUM „Ég naut þess að vinna með Guð- nýju og Dóra,“ segir norski kvik- myndagerðarmaðurinn Svein Krövel um vinnu sína með kvikmyndagerð- arhjónunum Guðnýju Halldórs- dóttur og Halldóri Þorgeirssyni í myndinni Veðramót. Myndin, sem frumsýnd verður á föstudaginn er byggð að hluta til á reynslu Guðnýj- ar frá því hún starfaði á dvalarheim- ilinu í Breiðuvík árið 1974. Erfiðar aðstæður Svein hefur unnið að fjölmörgum ólíkum verkefnum í gegnum tíðina en hafði aldrei tekið upp á Íslandi fyrr. „Ég hef tekið upp úti um allan heim. Ameríku, Rússlandi, Englandi, Skotlandi, Þýskalandi, Póllandi, Nor- egi og fleiri stöðum,“ en Svein kunni að meta íslenska náttúru og þá fegurð sem landið hefur upp á að bjóða. „Þetta voru samt erfiðar aðstæð- ur því við þurftum að vinna ótrúlega hratt vegna fjárskorts. Fjárfestar drógu sig út úr verkefninu á síðustu stundu sem kom sér auðvitað illa.“ Svein seg- ir að gott samstarf hans og Guðnýj- ar hafi þó orðið til þess að hlutirnir blessuðust að lokum. „Ég naut fulls trausts Guðnýjar og það kunni ég að meta. Á endanum kláruðum við tök- ur viku fyrr en áætlað var og það gerist nánast aldrei í þessum bransa.“ Sérstaða evrópskra mynda Svein, sem hefur verið í brans- anum í tæp 40 ár, hefur unnið að þó nokkrum þekktum myndum. Þar ber helst að nefna verðlaunamyndina Elling frá árinu 2001 sem sló ræki- lega í gegn. Svein gerði einnig mynd- ina Mozart and the Whale árið 2005 en þar var enginn annar en hjarta- knúsarinn Josh Harnett í aðalhlut- verki. „Það er allt öðruvísi að vinna að mynd í Bandaríkjunum. Þar snýst þetta allt um peninga,“ segir Svein en tekur þó fram að það hafi verið frábært að vinna með leikurunum. „Ef það er útlit fyrir að geta grætt meiri pening hér eða þar er bara tekin upp ný byrjun á myndinni eða jafnvel nýr endir. Baunateljararnir ráða öllu og þeir breyta myndinni sem leikstjórinn skilar af sér ef þeir halda að það skili hagnaði. Svona er þetta ekki í Evrópu, nokkuð sem við ættum að halda mun meira upp á,“ segir Svein um þessa ólíku heima kvikmyndagerðar. Vill vinna aftur með Dunu Svein vill endilega vinna aftur með Guðnýju eða Dunu eins og hún er oftast kölluð. „Duna er mjög kraftmikil kona og ég myndi glaður starfa með henni aftur. Hún er mikill listamaður og sögumaður líka,“ en Svein segist einnig hafa hitt fyrir tæknimenn við vinnslu myndarinnar sem hafi verið frábærir. „Þeir heita Ingvar Stefánsson og Goði Sigurliðason og eru virkilega góðir. Reyndar er ég að fara til Litháen á morgun að vinna í mynd og er ég að reyna að fá þá með mér,“ segir Svein sem vonast til að starfa með þeim félögum í framtíðinni. Tók upp myndina Elling Hefur einnig unnið með Josh Hartnett. Svein Krövel Líkaði mjög vel að vinna með guðnýju en ekki hversu mikið ríkið tók í skatt. NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500SÍMI 530 1919 SURFS UP ENSKT TAL kl. 4 - 6 - 8 - 10 BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 4 - 6 BOURNE ULTIMATUM kl. 8 - 10.30 BOURNE ULTIMATUM LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 THE SIMPSONS MOVIE ENSKT TAL kl. 4 - 8 - 10 THE SIMPSONS MOVIE ÍSL. TAL kl. 4 - 6 RUSH HOUR 3 kl. 6 - 8 - 10.10 SÍMI 551 9000SÍMI 564 0000 MIÐASALA Á KL. 5.30 Away From Her / Die Falscher KL. 8 Away From Her / Sicko / Cocaine Cowb. KL. 10.30 Sicko / Shortbus / The Bridge EVENING kl.5.30 - 8 - 10.30 BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl.6 SÝNINGARTÍMAR GRÆNA LJÓSSINS 14 12 14 12 BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 6 DISTURBIA kl. 8 - 10.10 BOURNE ULTIMATUM kl. 8 - 10.10 RUSH HOUR 3 kl. 6 síðasta sýning 14 14 12 BRETTIN UPP ÍSL. TAL kl. 6 ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10.10 BOURNE ULTIMATUM kl. 5.30 - 8 - 10.30 RUSH HOUR 3 kl. 6 - 8 - 10 BECOMING JANE kl. 8 -10.30 Yfir 25.000 manns! LANG MEST SÓTTA MYNDIN Á ÍSLANDI SICKO með íslensku m texta AWAY FROM HER MIÐASALA OG DAGSKRÁ Á MIDI.IS Ef þér þykja mörgæsir krúttlegar og sætar... þá þekkir þú ekki Cody! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sýnd með íslensku og ensku tali. Dramatísk ástarsaga í anda Notebook frá höfundi The Hours með úrvali stórleikara Hennar mesta leyndarmál var hennar mesta náðargáfa. !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu - bara lúxus Sími: 553 2075 DISTURBIA kl. 8 og 10.20 14 BRETTIN UPP íslenskt tal kl. 6 L THE BOURNE ULTIMATUM kl. 5.40, 8 og 10.20 14 RATATOUILLE kl. 5.30 L LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR www.laugarasbio.is - Miðasala á Íslenskt tal FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA Magnaðasta spennumynd sumarsins MATT DAMON ER JASON BOURNE mbl www.SAMbio.is 575 8900 ÞRJÁR VIKUR Á TOPPNUM Í USA Ertu að fara að gifta þig? Þá viltu alls ekki lenda í honum!!! Drepfyndin gamanmynd með hinum eina sanna Robin Williams og ungstirninu Mandy Moore. Langmest sótta myndin á Íslandi í dag keflavík akureyri álfabakka ASTRÓPÍÁ kl.6:30-8:30-10:30 L lICENSE TO WED kl. 6 - 8 - 10:10 7 bOURNE UlTImATUm kl. 5:40 - 8 - 10:20 14 kringlunni lICENSE TO WED kl. 8 7 RATATOUIllE M/- ÍSL TAL kl. 6 L ASTRÓPÍÁ kl. 6 - 8 L DISTURbIA kl. 5:30 - 8 - 10:20 14 lICENSE TO WED kl. 6 - 8 - 10:10 7 ASTRÓPÍÁ kl. 6 - 8 - 10:10 L ASTRÓPÍÁ kl. 8 - 10:10 L RATATOUIllE M/- ENSKU TAL kl. 8:10 - 10:20 L RATATOUIllE M/- ÍSL TAL kl. 5:30 L TRANSFORmERS kl. 5:30 - 8 - 10:40 10 s. 482 3007selfossi ASTRÓPÍÁ kl. 8 - 10 L RUSH HOUR 3 kl. 8 - 10 12 bOURNE UlTImATUm kl. 8 - 10:30 12 ASTRÓPÍA kl. 8 - 10 L VIP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.