Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.2007, Page 30
fimmtudagur 6. september 200730 Síðast en ekki síst DV
Sandkorn
n Haustin eru tími dansskól-
anna sem nú keppast um
að auglýsa hversu holl og
góð íþrótt dansinn er. Heið-
ar Ástvaldsson danskennari
fer held-
ur óhefð-
bundna og
skemmti-
lega leið
til að vekja
athygli
á sínum
skóla. Hann
skrifar bréf
til Morgun-
blaðsins, sem ber yfirskriftina
„Ég er í góðu skapi“. Þar hrós-
ar hann sjónvarpinu fyrir að
sýna Eurovision-danskeppn-
ina, hvetur til þess að þáttur-
inn „Dancing with the stars“
verði sýndur en lokaorðin eru:
„Ég hlakka til að fá að kenna
dans einn vetur enn og miðla
öðrum af þeirri dásemd sem
dansinn er.“ Brilljant markaðs-
setning - og með bréfinu er
mynd af höfundi dansandi.
n Það er ekki oft sem fréttum
er skúbbað af bloggurum, en
það taldi blaðamaðurinn og
bloggarinn, Guðríður Har-
aldsdóttir á Vikunni, sig vera
að gera í
gær þegar
hún greindi
frá því að
blaðamað-
urinn Jakob
Bjarnar
Grétarsson
væri að fara
að starfa
við tímarit-
ið Mannlíf. Skúbbið reyndist
þó ekkert skúbb því Andrés
Jónsson hafði á mánudaginn
greint frá vistaskiptum Jakobs
Bjarnars á vefsíðunni Orð-
ið á götunni sem finna má á
eyjan.is.
n Auglýsing Símans, sem Jón
Gnarr er höfundur að, hefur
verið mikið í umfjöllun frá því
hún birtist á mánudagskvöld-
ið. Vefritið eyjan.is efndi í gær
til skoðanakönnunar og spurði
hvort fólk væri sammála
óánægju biskups með að Sím-
inn láti Jesús og Júdas auglýsa
nýja síma fyrirtækisins. Þegar
433 atkvæði
höfðu ver-
ið greidd
síðdegis í
gær höfðu
239 manns
lýst sig
ósammála
afstöðu
biskups og
starfsmanna
hans á Biskupsstofu, 156 voru
sömu skoðunar en 38 skoð-
analausir.
Hver er maðurinn?
„Villi heiti ég.“
Hvar ólstu upp?
„Í Hafnafirði, Laugum í Reykjadal,
Skotlandi og á Akureyri.“
Hvað drífur þig áfram?
„Hamingjan.“
Eftirminnilegasta bókin?
„Meistarinn og Margaríta, ég las
hana í háskóla og mig dreymdi djöf-
ulinn standandi yfir rúminu mínu í
heila viku á eftir. Skugga Baldur eftir
Sjón er mér líka hugleikin. Ég las hana
þegar ég bjó í London. Þetta er alveg
frábær bók, skrifuð á rómantískan hátt
og passlega löng fyrir mig. Bókin Þórir
Þrastarson, kemur líka upp í hausinn
á mér. Hún var lesin fyrir mig þegar
ég var lítill og ég man svo sem ekkert
meira um hana en það hvað hún end-
aði skelfilega illa.“
Eftirminnilegustu tónleikar?
„Ég var veikur á útgáfutónleikum
okkar í Naglbítunum þegar við gáf-
um út plötuna Hjartagull. Áður en ég
fór á svið borðaði ég ótæpilega mikið
af panódíl og það leið hálfpartinn yfir
mig. Ég rétt gat staðið í lappirnar. Út-
gáfutónleikar fyrir nýju plötuna á Ísa-
firði og Akureyri verða lengi í minnum
hafðir enda myndaðist ótrúlega góð
stemning.“
Hefur þú búið erlendis?
„Ég bjó í Skotlandi þegar ég var tíu
ára og þá var ég að spila á blokkflautu
og fótbolta. Í fyrra bjó ég svo í Lond-
on, ásamt kærustunni minni sem var í
námi og þar tók ég upp plötuna mína
The Midnight Circus og var að gera
myndlist.“
Hvernig er að vera sóló?
„Það er fínt að mörgu leyti en ég fékk
líka alveg nóg af sjálfum mér á köflum
þegar ég var að vinna einn heilu dag-
ana. Þegar síminn hringdi var ég bara
hissa þegar ég heyrði mannsrödd.“
Hvernig kom það til að fórst í
sjónvarpið?
„Ég og Sveppi erum góðir vinir.
Þetta byrjaði bara þannig að ég var
beðinn um að sjá um tónlistina og svo
smám saman vatt þetta upp á sig. Allt
í einu var ég bara orðinn Villi vinur í
næsta húsi og kem fram í næstum öll-
um þáttunum.“
Hefur þú leikið áður?
„Ég lék einu sinni á sviði í
menntaskóla. Þá settum við upp
leikritið Silfurtunglið eftir Halldór
Laxness. Það fengu allir glimrandi
dóma fyrir frammistöðu sína – nema
ég, sem fékk skelfilega útreið.“
Hverju viltu breyta?
„Að fólk hætti þessari gegndar-
lausu gróðahyggju. Það er hægt að
gera svo margt án þess að hafa pen-
inga að takmarki. Ég er enginn asni, ég
veit að peningar eru nauðsynlegir en
þeir sem hafa þá að áhugamáli eru litl-
ar og beyglaðar sálir.“
Hvað heillar þig?
„Bumban á kærustunni minni en
við eigum von á okkar fyrsta barni 12.
nóvember næstkomandi.“
Hvað er fram undan?
„Haugur! Málerí, spilerí og reyna
að vera góður við kærustuna mína.“
MAÐUR
DAGSINS
NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ
DV Á DV.IS DV er
aðgengilegt
á dv.is og
kostar
netáskriftin
1.490 kr. á
mánuði
VARÐ ÓVÆNT Villi
ViNuR í NÆsTA húsi
Vilhelm Anton Jónsson
hefur nýverið gefið út sína fyrstu
sólóplötu, the midnight Circus. undan-
farið hefur hann líka verið upptekinn
við tökur á nýjum barnaþætti með
sveppa fyrir stöð 2 og í nóvember lítur
svo frumburður Vilhelms dagsins ljós.
Í DAG Á MORGUN
HINN DAGINN
Veðrið
+11
6
+10
2
+11
3
+9
3
+13
4
+12
3
+16
4
+9
6
+11
4
+12
3
+14
6
+21
6
+10
4
+12
6
+14
4
1TímAspARNAÐuR Það að hjóla í vinnuna sparar þér tíma nema
þú vinnir í miðbæ Reykjavíkur og
búir í Mosfells-
bænum eða
Reykjanesbæ.
Tilhugsunin
ein um að
keyra í vinnuna
á morgnana
nægir til að
maður fái
æluna upp í kok. Umferðin er mesti
ógnvaldur höfuðborgarbúans.
2BeNsíNspARNAÐuR Með því að hjóla í vinnuna kemst þú hjá
því að beygja þig undir múgsefjun
olíufélaganna sem hækka bensínið
samhliða
í hverjum
einasta
mánuði.
Hjólaðu í
vinnuna og
losnaðu við
óbragðið í
munninum,
eftir æluna sem fylgdi tilhugsuninni
um umferðina.
3hReyfiNg Vertu
fyrirmynd
annarra
borgarbúa
og hjólaðu í
vinnuna. Allir á
vinnustaðnum
munu virða þig
fyrir dugnaðinn
og eljuna og þú færð ekki bágt fyrir
þótt þú mætir örlítið of seint með
hjálminn undir hendinni.
4BílAsTÆÐi Þarf að segja meira? Hversu marga
hringi keyrir
maður á
bílastæðinu
á hverjum
einasta
morgni? Allt
upptekið. Þú
endar á því
að troða þér
hálfur upp á gangstétt og finnur
bílinn ekki klukkan 5 þegar þú ert
á heimleið. Hann var nefnilega
dreginn í burtu.
5VAkNAR Vel Er erfitt að vakna á morgnana? Ertu seinn í gang?
Ef þú hjólar í vinnuna mætirðu
frískastur af öllum og klár í slaginn.
fyfirmanninum
því þú varst
manna dugleg-
astur fyrir há-
degi. Kannski
launahækkun
sé handan við
hornið?
ástæður til
að hjóla í
vinnuna